Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 26
Það er kominn tími til að hætta,“sagði Luciano Pavarotti áður en hann sté í síðasta sinn á óperu- svið, í Metropolitan-óperunni þar sem hann söng í óperunni Tosca eftir Puccini. Pavarotti er 68 ára gamall og búist hafði verið við að hann myndi hætta á syngja á óperu- sviði á næsta ári. Líkamleg veik- indi og rödd sem er farin að gefa sig, urðu til að flýta ákvörðun hans. Sagt er að hörð gagnrýni á frammistöðu hans í Toscu hafi einnig átt þátt í ákvörðun hans. Áheyrendur í Metropolitan-óper- unni virtust ekki hafa látið gagn- rýnina á sig fá því þeir fögnuðu Pavarotti gríðarvel. Óperusöngvari fólksins Fáir óperusöngvarar sögunnar hafa átt jafn mikilli velgengni að fagna og Pavarotti. Hann hefur notið gríðarlegrar alþýðuhylli á ferlinum og hefur fært óperuna til fólksins í meira mæli en flestir aðrir frægir óperusöngvarar. Hann hefur haldið tónleika og sungið inn á plötur með heims- þekktum poppurum, sem telja það mikinn heiður að koma fram með honum. Þessi siður Pavarottis hef- ur farið mjög í taugarnar á hrein- trúarmönnum í óperuheiminum. Þeir hafa sakað Pavarotti og um- boðsmann hans um að hafa breytt óperustjörnum í poppstjörnur. Umboðsmaður Pavarottis svaraði þessari gagnrýni á sínum tíma með því að benda á að óperan hefði í upphafi verið ætluð sem skemmtun fyrir fjöldann. Árið 1990 komst Pavarotti í fyrsta sæti popplista með flutn- ingi sínum á Nessun Dorma og bæði Madonna og Elton John urðu að víkja fyrir honum. Í nokkur ár kom hann reglulega fram með helstu keppinautum sínum, Placido Domingo og Jose Carrer- as. Þeir voru tenórarnir þrír. Eng- inn vafi lék nokkru sinni á því að Pavarotti var sá þeirra sem al- menningur hafði mest dálæti á. Þessar vinsældir Pavarottis eru sagðar hafa angrað Domingo mjög en Carreras mun hafa staðið á sama. Hjartahlýr og dramatískur Pavarotti er fæddur í Modena á Ítalíu árið 1935. Faðir hans var bakari og móðirin vann í tóbaks- verksmiðju. Lífsbaráttan var hörð og þegar yngri systir Pavarotti fæddist svaf hann á járnbedda sem komið var fyrir bak við ofn- inn í eldhúsinu. Pavarotti, sem er fullur af barnslegu hugarflugi, minnist þessa tíma með hrifningu og hefur sagt að ef hann fyndi þetta járnrúm aftur myndi hann borga fyrir það þyngd þess í gulli. Pavarotti stundaði söngnám fyrir hvatningu móður sinnar. Vatnaskil urðu á ferli hans þegar hann söng árið 1963 í litlu óperu- húsi í Dublin. Meðal áhorfenda var kona sem var í áhrifastöðu í Covent Garden-óperuhúsinu. Hún réð Pavarotti eftir sýninguna og skömmu seinna bauð Joan Suther- land honum að syngja með sér á tónleikum í Sydney. Tveimur árum eftir að hafa stigið á svið í litlu óperuhúsi í Dublin hafði Pavarotti sungið í La Scala og öll- um helstu óperuhúsum Evrópu. Árið 1968 kom hann fyrst fram í Metropolitan óperunni og hefur síðan sungið þar 20 hlutverk í 379 sýningum. Fjórum árum síðar komst hann níu sinnum upp á háa C-ið í óperettu Donizettis, Dóttir herdeildarinnar. Eftir það var hann kallaður „konungur háu C- anna“. Sjálfur segir hann að ein mikilvægasta stund sín hafi verið þegar hann kom fyrst fram í sjón- varpsútsendingu frá Metropolit- an. „Árið áður tók enginn eftir mér þegar ég gekk um götur. Eng- inn. Ég var herra Enginn. En dag- inn eftir sýninguna í sjónvarpinu stöðvuðu allir mig og allir fögn- uðu mér. Og þá skildi ég mátt sjónvarpsins.“ Hann nýtur þess að baða sig í fagnaðarlátum eftir sýningar og veifar þá vasaklút sínum ákaft til áheyrenda. Samt er hann haldinn áköfum sviðsótta og talar við sjálfan sig fyrir sýningar. Hann er hjartahlýr, einlægur og barns- legur. Hann er afar hjátrúarfull- ■ Nafnið mitt 26 20. mars 2004 LAUGARDAGUR Model IS 43 - 3 sæta sófi og tveir stólar Verð áður kr. 239.000 stgr. Verð nú aðeins kr. 159.000 stgr. Einnig fáanlegt: 3ja sæta, 2ja sæta og stóll Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-17, sunnudaga 13-17 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Ekta ítölsk leðursófasett á ótrúlegu verði Ekki missa af þessu einstaka tækifæri 80.000 kr. afsl. EINAR SKÚLASON Hann gengur yfirleitt ekki undir gælunöfn- um þó stöku sinnum hafi hann verið kall- aður Einsi. Margir tengja nafnið tölvum Langafi minn hét Einar en for-eldrar mínir hafa samt sagt að nafnið sé út í loftið,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Al- þjóðahússins. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru 2.527 sem bera nafnið Einar sem fyrsta eiginnafn en 394 sem annað. Einar segist mjög sáttur við nafn sitt og hefur flett upp á merkingu þess. „Ég las einhvern tímann í enskri orðabók að það þýddi „leader of warriors“. Ég held að það sé kom- ið af einherjunum í Valhöll – sá sem berst einn.“ Einar segir að margir hafi tengt nafn hans tölvum út af tölvufyrir- tækinu Einar J. Skúlason. „Fólk hef- ur fyrirfram gefið sér að ég sé ein- hver sérfræðingur í tölvum sem ég hef aldrei verið. Sumir hafa haldið að ég eigi hagsmuna að gæta í EJS en það hefur heldur aldrei verið,“ segir Einar og bendir máli sínu til stuðnings að stofnandi EJS heiti Einar Jónsson Skúlason. Einar gengur yfirleitt ekki undir gælunöfnum þó stöku sinnum hafi hann verið kallaður Einsi. ■ Ég á engin orð yfir snilli hans,“segir Óskar Pétursson, einn Álftagerðisbræðra. „Manni finnst helst eins og hann hafi fengið hæfileika sína frá Guði, því þeir eru ekki mannlegir. Hann býr yfir stórkostlegri tækni og er gríðarlega fjölhæfur. Ég held að ég geti sagt án þess að roðna að hann er sá besti. En hann er ekki bara rödd. Menn fleyta sér ekki bara áfram á röddinni. Menn verða einnig að búa yfir innlifun og tækni og þar tekur Pavarotti öðrum fram.“ Óperusöngvarinn Bergþór Pálsson segir lærdómsríkt fyrir alla söngvara að horfa á Pavarotti syngja. „Það virðist sem hann þurfi ekkert að hafa fyrir þessu. Ef maður ætti að skilgreina söng- tækni hans í einu orði þá yrði „fyrirhafnarleysi“ fyrir valinu. Fyrirhafnarleysi er markmið okkar söngvaranna. Pavarotti er í hópi þeirra söngvara sem hefur náð þessu hvað best. Þess vegna líður fólki svo vel þegar hann syngur vegna þess að það veit að hann klikkar ekki. Svo er smekks- atriði hversu mikið hann hrífur mann. Það er í rauninni ekki hægt að setja neinn fingur á það því fólk hefur svo misjafnan smekk. Það eru aðrir söngvarar sem hitta mig oftar í hjartastað en rödd Pavarottis er svo óviðjafnanleg og stórkostleg að það út af fyrir sig er nóg til að leggja mann flat- an.“ ■ ÓSKAR PÉTURSSON „Ég held að ég geti sagt án þess að roðna að hann er sá besti,“ segir Óskar um Pavarotti. BERGÞÓR PÁLSSON „Það eru aðrir söngvarar sem hitta mig oftar í hjartastað,“ segir Bergþór Pálsson. Ekki bara rödd FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR Þ . G U Ð M U N D SS O N Svanasöngur Berlínarbúar: Láta jarða í Tékklandi Berlínarbúar sækja nú í mikl-um mæli til Tékklands til að grafa eða brenna ástvini sína. Ástæðan er sú að biðin eftir slíkri þjónustu í Berlín er allt að þrjár vikur og mikil pappírsvinna á sér stað á þeim tíma. Kostnaðurinn við greftrun er sex sinnum hærri í Berlín en hjá tékkneska útfarar- stjóranum Harmut Woite, sem hefur nú nóg að gera við að þjón- usta Berlínarbúa. Woite sækir lík- in til Berlínar og þau eru jarðsett í kirkjugarði sem hann á. Einu vandkvæðin snúa að því að koma ösku þeirra sem brenndir eru aft- ur til þýskra ættingja. Sam- kvæmt þýskum lögum er bannað að flytja ösku látinna til landsins. Woite segist leysa vandamálið með því að blanda smá mold við öskuna og fara þannig í kringum lögin. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.