Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 38
Í Hollywood vilja menn fylgjaeftir hinum gríðarlegu vinsæld- um Hringadróttinsmyndanna með sambærilegum myndum og þar horfa menn nú til Narníubóka C.S. Lewis. Sú fyrsta, Ljónið, nornin og skápurinn, kom út árið 1950, þeg- ar höfundurinn var 51 árs gamall. Hún segir frá fjórum börnum sem eru send til vistar hjá gömlum prófessor úti á landi og í gegnum klæðaskáp finna þau leið til ann- ars lands, Narníu, þar sem þau komast í kynni við ljónið mikla sem fórnar lífi sínu til að forða börnunum frá syndum þeirra og rís svo upp frá dauðum eins og Kristur. Lewis sagði að bókin hefði orðið til eftir að hann fékk stöðugar martraðir þar sem ljón kom við sögu. Tökur á myndinni hefjast á þessu ári. Sögusagnir voru á kreiki um að Nicole Kidman hefði tekið að sér hlutverk hvítu norn- arinnar sem berst gegn ljóninu. Það hefur hins vegar verið borið til baka en framleiðendurnir lofa þó að myndin verði stjörnum prýdd. Leikstjóri er Andrew Adamson, leikstjóri teiknimyndarinnar Shrek. Upptökur fara fram á Nýja-Sjálandi en þar voru kvik- myndirnar um Hringadróttins- sögu teknar upp. Gagnrýndur af Tolkien Höfundur Hringadróttinssögu, J.R.R. Tolkien, og C.S. Lewis voru nánir vinir en þeir voru samkenn- arar í Oxford. Það var Tolkien sem magnaði áhuga Lewis á goð- sögum en það var áhugi sem hafði þó alltaf búið með Lewis. Kvöld eitt sagði Tolkien Lewis að mann- eskjur kynntust sannleikanum gegnum goðsagnir. Tolkien rök- studdi mál sitt af svo miklum krafti að Lewis varð fyrir eins konar trúarreynslu það kvöld. Hann hafði verið trúleysingi en fékk nú mikinn áhuga á kristinni hugmyndafræði. Um leið var eins og losnaði um stíflu í huga hans. Hann fór að skrifa betur en nokkru sinni áður og fann sinn eigin tón. Á næstu árum sendi hann frá sér fjölmörg verk sem öll báru vott um ríka trúhneigð. Þar á meðal eru Narníubækurnar. Meðan Lewis vann að fyrstu Narníubókinni las hann kafla úr henni upphátt fyrir Tolkien. Tolkien var ekki reiðubúinn að hrósa verkum vina sinna vegna þess eins að þeir væru vinir hans og hann sagði Lewis að honum lík- aði sagan afar illa, fannst hún ekki nægilega hugsuð. Tolkien skipti aldrei um skoðun á Narníubókun- um, sem urðu alls sjö talsins og gerðu Lewis að einum virtasta barnabókahöfundi heims. Tolkien virðist reyndar hafa töluvert til síns máls í gagnrýni á Narníubækurnar. Þær eru greini- lega samdar í flýti, eru fullar af ósamræmi og stundum ekki sér- lega vel skrifaðar. Þær eru hins vegar ríkar af tilfinningu höfund- ar sem lifir sig inn í verk sitt. Það er ekki fjarstætt að bera þær, að þessu leyti, saman við Harry Potter-bækurnar sem eru alls ekki gallalausar en spennandi og afar skemmtilegar aflestrar. Fram að þessu hafa Narníu- bækurnar selst í 85 milljónum eintaka. Miklar vonir eru bundnar við fyrirhugaða kvikmynd en stjúpsonur C.S. Lewis, Douglas Gresham, segir að aðdáendur bókanna hafi beðið í áratugi eftir kvikmynd eftir verkunum og hann sé jafn spenntur að sjá myndina og allir aðrir. Einkalíf á hvíta tjaldinu Fyrirhugaðar Narníumyndir eru ekki einu kvikmyndirnar sem tengjast nafni C.S. Lewis en á sín- um tíma var gerð myndin Shadowlands. Í þeirri mynd var rakin hjónabandssaga Lewis og konu hans, Joy Grisham. Anthony Hopkins og Debra Winger fóru með aðalhlutverkin og hlutu mik- ið lof fyrir. Myndin var byggð á leikriti eftir William Nicholson en hann gerði handritið að myndinni og var tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir vikið ásamt Debru Winger. Þetta var ekta rómantísk og vönduð bresk kvikmynd, í leik- stjórn Richard Attenborough, sem framkallaði tár hjá viðkvæm- um áhorfendum. Lewis og Joy höfðu skipst á bréfum í tvö ár áður en þau hittust. Þau giftust þegar Lewis var 58 ára gamall. Skömmu eftir giftinguna greindist Joy með krabbamein og var ekki hugað líf. Lewis kvæntist henni þá í annað sinn og nú var það prestur sem gaf þau saman á sjúkrahúsinu þar sem Joy dvaldist. Joy lést árið 1960 en þá höfðu þau Lewis verið gift í fjögur ár. Eftir dauða hennar skrifaði Lewis bók um sorgina. Bókin kom út undir dulnefni hjá Faber og Faber en eft- ir dauða Lewis var hún gefin út undir höfundarnafni hans og varð metsölubók. Lewis saknaði eiginkonu sinn- ar ákaflega og ef einhver minntist á hana átti hann til að bresta í óstöðvandi grát. Hann lifði hana í þrjú ár. Sumarið 1963 fékk hann alvarlegt hjartaáfall en lifði það af. Í nóvembermánuði sama ár kom bróðir hans að honum þar sem hann lá meðvitundarlaus á baðherbergisgólfinu. Lewis lést nokkrum mínútum síðar, 64 ára gamall. kolla@frettabladid.is 38 20. mars 2004 LAUGARDAGUR ■ Bækur Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Sálmabók Ýmsir höfundar 2. Lífshættir fugla Dav- id Attenborough 3. Verðmætasta eignin Gunnar Baldvinsson 4. Vetrardrottningin Boris Akúnin 5. Villibirta Liza Marklund 6. Orð í gleði Karl Sigurbjörnsson 7. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 8. Bókin um viskuna og kærleikann Dalai Lama 9. Svo fögur bein Alice Sebold 10. Alkemistinn Paulo Coelho SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Sálmabók Ýmsir höfundar 2. Alkemistinn Paulo Coelho 3. Glæpur og refsing Fjodor Dostojevski 4. Passíusálmar Hallgrímur Pétursson 5. Í leit að glötuðum tíma Marcel Proust 6. Hobbitinn J.R.R. Tolkien 7. Bettý Arnaldur Indriðason 8. Blóðakur Ólafur Gunnarsson 9. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 10. Platero og ég Juan Ramón Jiménez SKÁLDVERK - KILJUR 1. Vetrardrottningin Boris Akúnin 2. Villibirta Liza Marklund 3. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 4. Svo fögur bein Alice Seabold 5. Þetta er allt að koma Hallgrímur Helgason 6. Grafarþögn Arnaldur Indriðason 7. Mýrin Arnaldur Indriðason 8. Meistarinn og Margaríta Mikhail Búlgakov 9. Dauðarósir Arnaldur Indriðason 10. Sjálfstætt fólk Halldór Laxness Listinn er gerður út frá sölu dagana 10.03.-16.03. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssyni og Pennanum. BÓK VIKUNNAR Catherine de Medici eftir Leonie Frieda. Í fyrstu ævisögu sinni velur hin sænska Leonie Frieda sér að við- fangsefni Katrínu Medici, sem giftist ríkisarfa Frakklands en náði ekki að fanga hjarta hans því hann elskaði aðra konu. Katrín eignaðist tíu börn og þrír synir hennar urðu konungar Frakklands. Sjálf stjórnaði hún á bak við tjöldin. Höfundi tekst einkar vel að gæða persónur sín- ar lífi í viðburðaríkri frásögn um ástir, hefnd og baráttu um völd. Lewis í fótspor Tolkiens Disney-fyrirtækið hefur ákveðið að veðja á Narníubækurnar eftir C.S. Lewis og gera eftir þeim kvikmyndir. Velgengni Hringadróttinssögu á sinn þátt í þeirri ákvörðun. Ungur bandarískur kvikmynda-gerðarmaður vinnur nú að heimildarmynd um rithöfundinn og kvikmyndagerðarmanninn Michael Moore. Myndin hefur fengið nafnið Michael Moore hat- ar Bandaríkin og verður frum- sýnd í sumar. Höfundur myndar- innar er 28 ára gamall og heitir Mike Wilson. Í myndinni leitar Wilson að Moore en tekst ekki að hafa uppi á honum og endar á því að ræða við sjónhverfingamenn í Las Vegas um það hvernig eigi að blekkja áhorfendur. Þetta þykir minna um margt á mynd Moore, Roger and Me, þar sem Moore leit- aði að forstjóra General Motors en náði aldrei tali af honum. „Ég er litli maðurinn sem er að reyna að ná sambandi við fræga manninn sem segist vera eins og hver annar vinnandi maður,“ segir Wilson. Hann segir að rangfærslur í Óskarsverðlaunamynd Moores, Bowling for Columbine, hafi orðið til þess að hann ákvað að gera myndina. „Í bandarískum fjölmiðla- heimi er enginn sem þorir að bjóða honum birginn,“ segir Wilson. Hægrisinnaðir Bandaríkja- menn hata Moore eins og pestina en hann hefur undanfarið sætt vaxandi gagnrýni frá frjálslyndum Bandaríkjamönnum sem saka hann um hégóma og græðgi. Moore ferðast um með allt að átta öryggisverði í einkaþotu sem út- gefandi hans sér honum fyrir. Ný- lega birti LA Weekly, sem áður tók málstað Moores, greinar þar sem hann var sagður jafn óþolandi og hægrisinnaðir andstæðingar hans. Andstæðingar Moores eru sagðir kampakátir vegna þessarar skyndilegu umvendingar. Næsta mynd Moores er Fahrenheit 9/11 þar sem hann kannar tengsl Bush- fjölskyldunnar og bin Laden-ætt- arinnar. Talið er að Moore megi bú- ast við að vandlegar ferði farið ofan í saumana á vinnubrögðum hans við þá mynd en áður hefur verið gert. ■ MICHAEL MOORE Fast er sótt að hinum umdeilda heimildarmyndagerðarmanni og rithöfundi Michael Moore í nýrri heimildarmynd. Sótt að Michael Moore C.S. LEWIS Eftir gríðarlegar vinsældir kvik- mynda eftir Hringadróttinssögu Tolkiens er vonast til að kvik- myndir eftir Narníubókum C.S. Lewis nái svipuðum vinsældum. LJÓNIÐ, NORNIN OG SKÁPURINN Narníubækur C.S. Lewis hafa komið út hér á landi og notið mikilla vinsælda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.