Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 56
56 20. mars 2004 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 17 18 19 20 21 22 23 MARS Laugardagur Gunnar Heiðar Þorvaldsson: Fer ekki til Sogndal FÓTBOLTI Gunnar Heiðar Þorvalds- son fer ekki til reynslu til norska úrvalsdeildarliðsins Sogndal. For- ráðamenn liðsins hafa tilkynnt forráðamönnum ÍBV að þeir hafi fundið annan framherja. Svo virðist sem Sogndal hafi ekki verið tilbúið að greiða trygg- ingarfé fyrir Gunnar Heiðar, sem er á bilinu 2–300 þúsund krónur í Noregi. Að því er kom fram á eyj- ar.net bauðst ÍBV til að greiða tryggingu hér á landi, sem nemur um 20 þúsund krónum, en ekkert svar barst frá Sogndal við tilboði Eyjamanna þannig að ekkert varð úr ferð Gunnars Heiðars. ■ ■ ■ LEIKIR  14.00 Fram og ÍBV eigast við í Framhúsinu í Remaxdeild kvenna í handbolta.  14.00 Stjarnan og KR eigast við í deildarbikarkeppni kvenna í fótbolta í Fífunni.  14.00 Grindavík og Víkingur eigast við í deildarbikarkeppni karla í fótbolta í Reykjaneshöll.  15.15 Þór mætir KR í deildarbikar- keppni karla í fótbolta í Boganum á Akureyri.  16.00 Grótta KR tekur á móti FH í Remaxdeild kvenna í handbolta á Seltjarnarnesi.  16.00 Valur mætir KA/Þór í Remaxdeild kvenna í handbolta í Valsheimilinu.  16.00 Víkingar taka á móti Stjörn- unni í Remaxdeild kvenna í hand- bolta í Víkinni.  16.00 Grindavík tekur á móti Keflavík í úrslitakeppni Inter- sportdeildar karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  6.30 Formúla 1 í Sjónvarpinu. Bein útsending frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Malasíu.  12.30 Fákar á Sýn. Fjölbreyttur hestaþáttur.  12.40 Formúla 1 í Sjónvarpinu. Upptaka frá tímatöku fyrir kapp- aksturinn í Malasíu.  13.00 NBA á Sýn. Endursýnd viður- eign Sacramento og SA Spurs.  14.25 Þýski fótboltinn í Sjónvarp- inu.  14.30 Alltaf í boltanum á Sýn.  14.50 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Arsenal og Bolton.  15.00 Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  15.55 Þáttur um bandarísku PGA- mótaröðina í golfi á Sýn.  16.20 Skák í Sjónvarpinu. Bein út- sending frá undanúrslitum skák- mótsins Reykjavík Rapid 2004.  16.25 Kylfingur í Kuala Lumpur á Sýn. Björgvin Sigurbergsson tók þátt í evrópsku mótaröðinni í golfi í febrúar.  17.25 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Newcastle og Charlton.  19.30 Spænski boltinn á Sýn. Beint frá leik Bilba og Real Madrid.  22.30 Hnefaleikar á Sýn. Shane Mosleyog Ronald Wright berjast.  0.40 Hnefaleikar á Sýn. Viðureign Fernando Vargas og Tony Mars- hall.  6.30 Formúla 1 í Sjónvarpinu. Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu. LEEDS LIFIR Úrvalsdeildarfélag- ið Leeds United er í öruggum höndum eftir að hópur fjárfesta keypti félagið á 30 milljónir punda. „Félagið er laust úr gjörgæslu og við getum hugsað til framtíðar,“ sagði Gerald Krasner, nýr stjórnarformaður Leeds United. „Félagið getur nú staðið í skilum og við hlökkum til þess að berjasta fyrir sæti okkar í úrvalsdeildinni.“ MILLJÓN FYRIR SJÁLFSMARK Útvarpsstöðin 104.6 RTL, í Berlín, hefur boðið milljón evr- ur til þess leikmanns Bayern München sem skorar sjálfsmark í leiknum gegn Hertha Berlin í dag. Útvarpsstöðin birti tilboðið í auglýsingu í dagblaðinu Bild í gær. Þýska knattspyrnusam- bandinu er ekki skemmt og segir tilboðið ósiðlegt. FÓTBOLTI Arsenal getur leikið sinn 31. deildarleik í röð án taps þegar liðið mætir Bolton á Highbury í dag. Fari svo bætir það eigið félagsmet og set- ur um leið úrvalsdeildarmet. Liðið getur einnig jafnað met Leeds (1973–74) og Liverpool (1987–88) hvað varðar flesta deild- arleiki í röð án taps frá upphafi leik- tíðar, eða 29. Arsenal hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið síðustu níu deildar- og bikarleiki. Góðar líkur eru á að sigurgangan haldi áfram í dag því Arsenal hefur ekki tapað í síðustu átta deildarleikj- um gegn Bolton, þó svo að síðustu tveir leikir liðanna hafi endað með jafntefli. Bolton hefur aftur á móti tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deild og bikar. ■ ■ Tala dagsins 31       ■ Fótbolti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.