Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 63
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf-undur og aðstoðarforstjóri Time Warner, og eiginkona hans Anna Ólafsdóttir eignuðust stúlku- barn í New York á miðvikudaginn. Fæðing litlu prinsessunnar jafnar aðeins kynjahlutfallið í fjölskyldunni en fyrir eiga þau hjónin tvo syni. Annars er helst að frétta af Ólafi Jóhanni að hann situr við skriftir og vinnur að lokafrágangi nýrrar skáldsögu sem gert er ráð fyrir að verði gefin út með haustinu. Guðbergur Bergsson er annaríslenski rithöfundurinn sem verður þess heiðurs aðnjótandi að taka við Norðurlandaverðlaun- um sænsku akademíunnar en Thor Vilhjálmsson fékk verð- launin árið 1992, fyrstur Íslend- inga. Samkvæmt tölfræðinni má því búast við að Svíarnir renni gagnrýnum augum sínum hingað aftur í kringum 2016. Hafnfirðingurinn og loftskeyta-maðurinn fyrrverandi Jón Kr. Óskarsson gekk hraustlega til verks á meðan hann sat sem vara- þingmaður Sam- fylkingarinnar á Alþingi síðustu tvær vikur. Hann flutti þar mörg mál sem vörðuðu eldri borgara en hann er sjálfur orðinn 67 ára og formaður 60+ í Hafnarfirði sem er félag eldri borgara í Sam- fylkingunni. Jón lét hins vegar ekki síður að sér kveða í málefnum ungs fólks og gekk hart fram í að spyrja Þorgerði K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra hví dans og framsögn væru ekki kennd í ríkari mæli í framhaldsskólum landsins. Þetta féll í góðan jarðveg hjá ung- um jafnaðarmönnum í Hafnarfirði sem kusu hann mann vikunnar fyrir frammistöðu sína á þingi. Áður höfðu þeir kosið hann heið- ursfélaga UJ í bænum. Jón mun hafa fullan hug á að láta reyna á möguleika sína til að ná öruggu sæti í prófkjöri fyrir næstu kosn- ingar enda fáir sem geta reitt sig á stuðning bæði hinna eldri og yngri í flokkum sínum. Sjálfur er hann óþreytandi að minna á að Kondrad Adenauer, kanslari Þýskalands, hafi ekki byrjað í pólitík fyrr en á svipuðum aldri og Jón er nú... 63LAUGARDAGUR 20. mars 2004 Opið eingöngu Laugardaginn 20. mars frá kl 11 - 17 Sunnudaginn 21. mars frá kl 13 - 17 SKEMMUVEGUR 16 (BLÁ GATA) KÓPAVOGI (NEÐAN VIÐ BYKO) L A G E R S A L A (Heildsölu) Útivistar, skíða, golffatnaður ofl ofl. Barna og fullorðisstærðir 50-80 % afsláttur Frítt fyrir börnin Jú, leikhúsið er lífsnauðsynlegtog börn eru besta leikhúsfólk í víðri veröld. Leikhús er galdra- hús,“ segir Kristín Helga Gunn- arsdóttir í ávarpi sínu á alþjóð- lega barnaleikhúsdeginum, sem haldinn er hátíðlegur í dag. Í tilefni dagsins verður opnuð í Norræna húsinu klukkan hálf- fimm heimasíða ASSITEJ-sam- takanna á Íslandi, en það eru al- þjóðleg samtök um barna- og ung- lingaleikhús. Ávörp flytja bæði Kristín Helga og fulltrúi alþjóða- samtakanna. Einnig býður Möguleikhúsið við Hlemm upp á ókeypis sýningu á „Tveimur mönnum og kassa“ klukkan eitt, og á sama stað sýnir Stoppleikhópurinn leikritið Land- námu eftir Valgeir Skagfjörð klukkan þrjú. Í maí verður síðan haldin hér á landi Norræn barnaleikhúshátíð, þar sem sýnd verða barnaleikrit frá öllum Norðurlöndunum. ■ TVEIR MENN OG KASSI Í dag er alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn haldinn hátíðlegur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K Fréttiraf fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.