Fréttablaðið - 22.03.2004, Side 1

Fréttablaðið - 22.03.2004, Side 1
● ópera frumflutt á fáskrúðsfirði Diddú: ▲ SÍÐA 19 Ástarsorg og fárviðri 1873 HAGTÖLUR Heildarvanskilum ein- staklinga hefur fækkað, en alvar- legum vanskilum hefur fjölgað. Slíka þróun má lesa þannig að greiðslubyrði af sívaxandi skuldum sé farin að sliga efnahag fleiri heimila, þrátt fyrir góðæri. Skuldir íslenskra heimila halda áfram að aukast, að því að kemur fram í Pen- ingamálum Seðlabanka Íslands. Eignir heimilanna hafa einnig auk- ist og jafnvel meira en skuldirnar að mati bankans. Seðlabankinn bendir á að verð fasteigna sé í sögu- legu hámarki. Seðlabankinn stendur við fyrra mat sitt um að ólíklegt sé að greiðslubyrði verði verulegt vanda- mál nema kaupmáttur minnki, at- vinnuleysi aukist eða vexir hækki stórlega. Seðlabankinn telur ekki æskilegt að íbúðaverð hækki áfram umfram vöxt kaupmáttar. Það myndi skapa hættu á að fasteigna- markaður leiðrétti sig með skarpri lækkun. Slík lækkun myndi þýða neikvæða eignastöðu þeirra sem eru með eignir sínar hátt veðsettar. Seðlabankinn telur því æskilegra að leiðréttingin byrji fyrr, meðan sæmilegur þróttur sé í efnahagslíf- inu og gangi yfir á lengri tíma. Skuldir heimilanna eru orðnar 191 prósent af ráðstöfunartekjum, ef notaður er sá mælikvarði sem Seðlabankinn hefur beitt undanfar- in ár. Bankinn kynnir til sögunnar nýja flokkun lána, en samkvæmt þeirri flokkun eru skuldir heimil- anna 180 prósent af ráðstöfunar- tekjum þeirra. Hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hækkaði um þrettán prósent á síðasta ári. Seðlabankinn bendir á að megnið af skuldum heimila séu verðtryggð- ar og því næmar fyrir verðbólgu og kaupmáttarrýrnun. Áföll þar sem saman færi verðbólguskot, gengis- lækkun og raunlækkun íbúðaverðs í kjölfar ofþensluskeiðs myndi koma illa við heimilin í landinu. haflidi@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR STÓRLEIKUR Í GRINDAVÍK Grindavík tekur á móti Keflavík í undan- úrslitum Intersport-deildar karla í körfu- bolta. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Grindavík sigraði í fyrsta leik liðanna á laugardaginn með 94 stigum gegn 84. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FLOTT VEÐUR Í BORGINNI ef fer sem horfir. Hægur vindur vestast en all- hvasst austast. Sólin mun létta lund við suður- og vesturströndina. Él verða fyrir norðan. Sjá síðu 6. 22. mars 2004 – 81. tölublað – 4. árgangur ● glitrandi stuð Birgitta Sigursteinsdóttir: ▲ SÍÐA 30 14 ára maga- dansmær Júlíus Sólnes: ▲ SÍÐA 18 Með 14 í forgjöf DEILT UM STJÓRNARSKRÁNA Sig- urður Líndal lagaprófessor gefur lítið fyrir orð Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra um stjórnarskrána. Björn segir túlkun Sigurðar til marks um hvernig menn geti einangrast í fílabeinsturni. Sjá síðu 2 LÁNSHÆFISMATI ÓGNAÐ Auknar erlendar skuldir eru það sem ógnar helst lánshæfismati þjóðarinnar og bankanna að mati fyrirtækja sem sérhæfa sig í að meta lánshæfi þjóða og banka. Sjá síðu 6 SENDIR BÆJARSTJÓRA TÓNINN Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir bæjarstjórann á Akureyri óttast að árangur í byggðamálum Eyjafjarðar styrki Framsóknarflokkinn. Sjá síðu 6 SKÍÐAVERTÍÐIN BÚIN Útlit er fyrir að skíðavertíðinni á suðvesturhorninu sé lokið. Forstöðumaður skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að aðeins hafi verið opið í 30 daga í vetur. Sjá síðu 8 Sívaxandi skuldir sliga æ fleiri heimili Útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar er nokkuð gott, en alvarlegum vanskilum fjölgar samt sem áður. Eignir heimilanna hafa aukist. Hækki íbúðaverð áfram umfram kaupmátt gæti það leitt til leiðréttingar sem færi illa með skuldsett íslensk heimili. ● náttborð ● gardínur ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Safnkirkjan í Árbæ minnir á góðan dag Elías Snæland Jónsson: Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ● 67 ára í dag Skoðanakönnun: Enginn ógnar Ólafi Ragnari KÖNNUN Ólafur Ragnar Grímsson verður áfram forseti samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Af þeim sem tóku afstöðu sögð- ust 85% styðja Ólaf Ragnar. Fylgi við Ástþór Magnússon og Snorra Ásmundsson er vart mælanlegt. Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir ljóst af þessu á Ólafur Ragnar njóti mjög víðtæks stuðn- ings. „Þetta er í raun Ólafur Ragnar gegn engum,“ segir Gunnar Helgi. „Hinir frambjóðendurnir hafa nátt- úrlega ekkert fylgi eins og allir vissu fyrirfram. Þetta virðist vera algjörlega vonlaus barátta hjá þeim.“ Hann segist ekki sjá neinn sem hugsanlega gæti ógnað Ólafi Ragn- ari. Sjá nánar bls. 2 FYRSTU FERMINGAR ÁRSINS Þrír piltar í Grafarvogi hlýða á orð prestsins og bíða eftir oblátunni. Fyrstu fermingar ársins fóru fram um helgina en alls munu á fimmta þúsund börn fermast á árinu og hafa þau aldrei verið fleiri. Sjá nánar bls. 4 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FARFUGLAR Lögreglan á Hvolsvelli fór á stúfana í gær til að skyggn- ast um eftir hópi einstaklinga sem ekki var von á fyrr en undir mán- aðamót. Einstaklingarnir voru um 150 talsins og fundust eftir skamma eftirgrennslan í hlíðinni fyrir ofan Holtsós. Um var að ræða hóp farfugla, tjalds, sem að sögn Sigurgeirs Ingólfssonar, bónda í Hlíð í Rang- árvallasýslu, er ávallt fyrsti vor- boði héraðsins. „Þetta er ákveðinn vorboði og fyrsti farfuglinn. Þó svo að tjald- urinn sé nú ekki farfugl nema að hluta er hann farfugl um þessar slóðir og hverfur alveg á veturna. Það er ákveðinn léttleiki sem fylgir því að sjá hann,“ segir Sigurgeir. Hann segir tjaldinn með fyrra fallinu í ár og oft láti hann ekki sjá sig fyrr en alveg undir mánaða- mót. Hins vegar hafi tíðin verið með eindæmum góð í vetur og tún farin að grænka. „Menn eru jafnvel farnir að plægja og gera flögin klár,“ segir Sigurgeir og bendir á að vorverk- in séu sífellt að hefjast fyrr. Það sé svo komið nú að bændur séu jafnvel farnir að tala um að hefja sáningu. Aðspurður segist hann þó ekki leggja í að hreyfa við tímasetn- ingu sauðburðar þrátt fyrir breyt- ingar á tíðarfari og munu lömb hans ekki líta dagsins ljós fyrr en um mánaðamótin apríl-maí eins og alltaf. ■ TJALDUR Sást til 150 fugla undir Eyjafjöllum í gær. Fyrsti vorboðinn þar um slóðir. Farfuglarnir komnir: Vorboðinn óvenju snemma á ferð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.