Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 8
8 22. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Afríka Morgunblaðið - kjarni málsins „Kjarni málsins er auðvitað sá, að þau vinnubrögð sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra vitnaði til í merkri ræðu á Iðn- þingi, voru mjög til umræðu í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratug.“ Leiðarahöfundur Morgunblaðsins. 21. mars. Skárra væri það nú! „Þetta var heiðarlegur slagur.“ Margrét Tómasdóttir nýkjörinn skátahöfðingi eftir kosningaslag. Morgunblaðið 21. mars. Óvæntur stuðningur „Ég hefði haldið að fleiri vildu sjá Davíð áfram sem ráðherra. Sjálfur vil ég sjá hann áfram sem ráðherra og hefði viljað að hann yrði áfram forsætisráð- herra.“ Sigurður Kári Kristjánsson. Fréttablaðið 21. mars. Orðrétt Flugmálaráðherra Afganistans myrtur: Óeirðir og blóðsúthellingar í kjölfar morðsins HERAT, AP Mirwais Sadiq, flug- málaráðherra Afganistans, var myrtur í borginni Herat í vest- urhluta landsins í gær. Að sögn talsmanna ráðherrans var skot- ið á hann þar sem hann sat í bíl sínum. Miklar óeirðir brutust út í kjölfar morðsins. Samkvæmt fréttum er mannfall mikið í borginni og lík eins og hráviði um allt. Talsmenn borgarstjórans í Herat, Ismail Khan, segja fylg- ismenn Zahir Nayebzada hers- höfðingja ábyrga fyrir morðinu. Hersveitir sem styðja Kahn hafa umkringt heimili Nayebzada svo og hernaðar- mannvirki í borginni. Nayebzada áskakar á hinn bóginn hersveitir Khans um að stofna til óeirðanna. Ríkissjónvarpið í Afganistan sagði frá því að yfirmaður ör- yggismála og yfirmaður fíkinefnadeildar í borginni hafi einnig verið myrtir í gær. Þeir munu hafa verið farþegar í bif- reið sem varð fyrir sprengju- árás. ■ Skíðavertíðin búin á suðvesturhorninu Skíðafólk á suðvesturhorni landsins hefur að mestu þurft að sinna öðrum áhugamálum í vetur enda viðrað illa til skíðaiðkunnar. Bláfjöll hafa verið opin í tæpa þrjátíu daga og Skálafell í þrjá. SKÍÐASVÆÐI Ég er hræddur um að þetta sé búið,“ segir Grétar Hall- ur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli, spurður hvort skíða- vertíðin sé á enda. Eftir ágæta byrjun í haust hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir skíðafólk á suðvesturhorni landsins og alls hefur skíðasvæðið í Bláfjöllum verið opið í tæpa þrjátíu daga í vetur. „Það hefur ekkert verið opið í Bláfjöllum síðan aðra helgina í febrúar,“ segir Grétar en í fyrra voru skíðadagarnir fjörutíu. „Það þarf að snjóa veru- lega svo við getum opnað á ný.“ Ástandið í Skálafelli er sýnu verra, þar hafa lyftur verið gangsettar í heila þrjá daga og á Hengilssvæðinu eru örfáir skíðadagar að baki. Þó þar sé búnaður til snjóframleiðslu stoðar lítið að ræsa hann þar sem hlýindin bræða gervisnjó líkt og náttúrulegan. Grétar segir að talsvert hafi fækkað í starfsliði skíðasvæð- anna í takt við snjóleysið en um 15 séu á launaskrá. Fólk sitji þó ekki auðum höndum því alltaf sé að viðhaldsstörfum að hverfa. Framlög sveitarfélaganna tólf sem standa að rekstri skíða- svæðanna nema um 66 milljón- um króna á ári og sé þeirri fjár- hæð deilt niður á íbúa sveitarfé- laga má sjá að kostnaðurinn er um 350 krónur á mann. Í fyrra námu tekjur af sölu lyftukorta um 36 milljónum og var rekstur- inn í járnum. Árið þar á undan var um 20 milljóna króna tap á rekstrinum en í ár er búist við að niðurstaðan verði í kringum núllið. Hagrætt hefur verið og starfsfólk t.d. látið vinna þar sem viðrar til skíðaiðkunnar í það og það sinnið. Ingvar Sverr- isson formaður stjórnar skíða- svæðanna segir áætlað að hætta skíðarekstri á Hengilssvæðinu en að samkomulag hafi verið gert við skíðafélögin tvö, ÍR og Víking, sem þar hafa aðstöðu, um að halda honum áfram um skeið. „Enn er ár eftir af þessu samkomulagi en ég held að af- farasælast sé að loka í Henglin- um og bjóða félögunum aðstöðu á hinum svæðunum.“ Áætlanir gera ráð fyrir að áfram verði rekin skíðasvæði í Bláfjöllum og Skálafelli og ekkert sem bendir til að það breytist. Ingvar segir það hinsvegar í verkahring eig- endanna, þ.e. sveitarfélaganna og þá stjórnmálamannanna, að ákveða hvernig málum verði háttað. „Þegar horft er t.d. 30 ár aftur í tímann má sjá að svæðin tvö vega hvort annað vel upp. Þegar vandræði eru á öðrum staðnum er staðan góð á hinum.“ Möguleikar eru á að setja lyftu upp á topp Skálafells þannig að hægt væri að skíða lengur og eins er áformað ný stólalyfta verði sett upp í Bláfjöllum í sumar. Sú er fjögurra sæta og er keypt frá Andorra. bjorn@frettabladid.is Umdeildur styrkur: Fyrir hvíta stúdenta BANDARÍKIN, AP Deilur hafa blossað upp í Roger Willams University, smáum skóla í Rhode Island fylki Bandaríkjanna, eftir að ungliða- hreyfing Repúblikanaflokksins í skólanum auglýsti eftir umsókn- um um 250 dala námsstyrk fyrir hvíta stúdenta. Umsækjendur þurftu að skrifa stutta ritgerð um hvers vegna þeir væru stoltir af arfleið kyn- stofnsins og senda nýlega mynd til staðfestingar á húðlitnum. Repúblikanaflokkurinn hefur brugðist ókvæða við og bannað ungliðunum að notast við merki flokksins. Forvígismaður styrkveitingar- innar segir hugmyndina hafa ver- ið að vekja umræðu um jákvæða mismunun. ■ Kosið í Malasíu: Trúarflokkar biðu ósigur Glasgow Ferðatímabil: 1. apríl–15. júní og 20. ágúst–31. október. Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. * M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku. Ferðalag á bílaleigubíl um Skotland er ógleymanlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Þar leggst allt á eitt, náttúrufegurð, fjölbreytni í landslagi, heillandi bæir og þorp, skemmtigarðar, kastalar, fornar minjar, söfn og síðast en ekki síst gestrisnir og vingjarnlegir Skotar. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16). VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Flug og bíll út í heim Verð frá 31.600 kr. á mann* Verð frá 40.630 kr. á mann** London – Flug og bíll – SAMA VERÐ Ofangreind verðdæmi og skilmálar fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til Glasgow gilda einnig fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til London. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 MIRWAIS SADIQ Flugmálaráðherra Afganistans var sonur Is- mails Khan, héraðsstjóra í Herat. Hann var myrtur í borginni Herat í gær. KÚALA LUMPUR, AP Flokkar sem byggja á auknu vægi íslam í stjórnskipun Malasíu biðu ósig- ur í þingkosningum þar í landi. Flokkur Abdullah Ahmad Badawi vann hins vegar sigur og var allt útlit fyrir að hann réði meirihluta atkvæða á þjóð- þinginu í kjölfar kosninganna. Sigur hófsamari múslima er sagður koma á óvart en afstaðan til vægis trúarbragða í stjórn- skipulaginu var ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Flokkur Anwar Ibrahim, fyrrum aðstoðarforsætisráð- herra, var nánast þurrkaður út í kosningunum en Ibrahim situr í fangelsi sakaður um hórdóm og spillingu. ■ URÐ OG GRJÓT Brekkurnar í Bláfjöllum eru ekki árennilegar eftir snjóleysi síðustu vikna. STJÓRNLAGADÓMSTÓLL Í SUÐUR- AFRÍKU Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, opnaði í gær stjórnlagadómstól í byggingunni þar sem Nelson Mandela var vistaður sem fangi í áratugi. Bretar notuðu bygginguna einnig til þess að halda Mahatma Gand- hi föngum á árunum 1908 til 1913. Mbeki sagði viðeigandi að byggingin væri notuð sem höfuð- stöðvar dómstólsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.