Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 12
22. mars 2004 MÁNUDAGUR Höfuðborgarsvæðið fær mestu styrkina Ýmislegt kemur í ljós þegar rýnt er í hverjir hafa hlotið styrki til atvinnu- sköpunar en sérstöku átaki var hleypt af stokkunum árið 1996 til stuðnings frumkvöðlastarfsemi. Lítið er fylgst með hvort átakið skilar árangri. STYRKVEITINGAR „Fjárhæð styrkveit- inga úr sjóðnum Átak til atvinnu- sköpunar lækkar á þessu ári um átta milljónir króna til að kosta eitt starf í iðnaðarráðuneytinu. Það er ein ástæða þess að fjárveitingar úr sjóðnum þetta árið verða lægri en árið 2003,“ segir Kristján Möller, alþingismaður Samfylkingar- innar, og þykir miður að farið sé svo með tak- markað fé sjóðs- ins. „Ráðherra byggðamála tek- ur stóran bita af því litla fé sem til er og notar það til að kosta aukin verkefni vegna nýrra laga um vísinda- og tækniráð. Þetta er slæmt vegna þess að á sama tíma er viðvarandi atvinnuleysi meðal ungs fólks og eldri kvenna og það hlýtur að vera forgangsmál að fækka atvinnulausum sem allra fyrst. Á sama tíma lækkar sú heildarupphæð sem nota á til frumkvöðlastarfsemi um 30 millj- ónir milli ára.“ Kristján óskaði á Alþingi eftir svörum ráðherra um hvernig farið væri með fé úr sjóðnum og hvern- ig úthlutanirnar hafa dreifst á hin ýmsu kjördæmi landsins. Hann segist undrandi yfir mörgu í svar- inu sem honum barst. „Það kemur á óvart að sjá hversu stór hluti styrkjanna fer til Reykjavíkur og nágrennis. Ég hafði gert mér í hugarlund að fyrst „Einnig sýn- ist mér vanta á eftirlit með þeim fjár- munum sem veittir eru úr sjóðnum. Handlyftarar Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519 tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is Lyftigeta 2,3 tonn Sterkbyggðir og öruggir Standard Quicklift kr kr 48.515,- 55.966,- m/vsk m/vsk Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. SPORTLEG BUXNADRESS FRÁBÆRT ÚRVAL AF BOLUM KRISTJÁN MÖLLER Slæmt að fjárframlög til atvinnusköpunar lækki á sama tíma og viðvarandi atvinnuleysi blasir við fjölda fólks. Norðvesturkjördæmi 77,6 m. Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Reykjavík norður og suður 70,4 m. 38,2 m. 173,1 m. DREIFING STYRKJA Höfuðborgarsvæðið hefur fengið stærstan hluta styrkja. Suðvesturkjördæmi 28,5 m. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T R EY N IS SO N LANDBÚNAÐUR Núverandi stuðningur ríkisins við landbúnaðinn verður áfram undir þrýstingi og þarf að minnka. Þetta kemur fram í svari Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra við fyrirspurn Gunnars Örlygssonar, þingmanns Frjáls- lynda flokksins. Guðni segir þessa þróun vera í kjölfar samninga Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar sem setji skorður með hvaða hætti og að hvaða marki landbúnaðurinn sé studdur. Gunnar spurði hvort fyrirhugað væri á vegum landbúnaðarráðu- neytisins að endurskoða breytingar á styrkjakerfinu og hvort ráðherra hefði í hyggju að skoða búsetustyrki í því sambandi. Í svari ráðherra var vitnað til yfirlýsingar Guðna um vinnu við svokallaða grænbók landbúnaðar- ins á búnaðarþingi en í henni verður mörkuð heildarstefnumótun ís- lensks landbúnaðar. Landbúnaðar- ráðherra telur farsælast að nálgast viðfangsefnið út frá heildarstefnu- mörkun fyrir landbúnaðinn „þar sem einstakir hlutar hans ganga í takt og í samræmi við skilgreind heildarmarkmið,“ segir í svarinu. ■ Guðni Ágústsson: Búast má við að minnka þurfi styrki GUÐNI ÁGÚSTSSON Segir alþjóðasamninga þrengja að landbúnaðarstyrkjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.