Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 16
Margrét okkar á Skaganumkomin á stúfana enn. Í Frétta- blaðinu 12. mars síðastliðinn lýsir hún lambakjötsrétti framreiddum að kröfu útlendinga, sleikir út um og segir: „Namm, namm. Ég smakkaði þessu líkan fyrir stuttu, hann var framreiddur á árshátíð Landssambands sauðfjárbænda. Mér þótti þetta svo sem ekki vond- ur matur (enda var mér innrætt í æsku að lasta ekki mat). Þessi mat- ur var bragðgerður með einhverju því sama og notað er til að bragð- gera svínakjöt. Þó varð ég fyrir vonbrigðum. Þar vantaði ljúffenga lambakjötsbragðið, sem kemur mest frá því sjálfu (trúlega með einhverjum hjálparefnum), enda séu beinið og fitan matreidd með“. Þegar svo Margrét fer að tala um Ísland sem spilltasta land Evrópu verð ég að taka mér í munn orð Þorgils ríka forðum: „Vorkunn er þér, svo heimskur sem þú ert“. Um skrif Margrétar um land- búnað yfirleitt finnst mér hæfa nokkrar tilvitnanir í viðbót. Gam- all vinur minn um vini sína: „Það var gaman að rífast við þá“. Atli keldnaskáld við kokvíða fjalla- heimasætu eftir að hafa barið ill- þýðið ætt hennar alla til óbóta: „Eigi hef ég fyrr hitt mær sem mig svengir svo mjög undir fyrir- skyrtu við, sem yður“. Svo er mér nú og farið til Margrétar á Skaga. Að fornum sið felldu menn orðaskipti sín í stuðla og rím. Sá fékk virðing sem níðskældri var. Tryggvi skáld Magnússon um samskipti Drottins vor og Kölska gamla á fjallinu forðum: Þrætu stórum efldu ys, ítar fóru sátta á mis. Kostasljór með kjaftaþys Kölski fór þá heimleiðis. Þetta finnst mér hæfa í tilefni þess að ég er á heimleið. Heima ætla ég að bíða spenntur eftir frekar viskulegum Margrétar á Skaga um landbúnaðarmál. Mér er það vorkunn svo heimskum manni. ■ 22. mars 2004 MÁNUDAGUR Andsvar JÓHANNES GEIR GÍSLASON ■ skrifar um landbúnað. Við gerum betur Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005. Verð háð breytingu á gengi. Frankfurt kr. 2.700,- á dag m.v. A flokk Munichenkr. 2.700,- á dag m.v. A flokk Berlin kr. 2.700,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Þýskaland AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is Munið Visa afsláttinn HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- Menningarhátíð okkar Möggu á Skaganum Er skólastefna heildtæk án þroskaþjálfa? Fram til ársins 1990 voru inntöku-skilyrði í grunn- og framhalds- skólum landsins. Þessi inntökuskil- yrði voru miðuð við greindarvísitölu nemenda. Með reglugerð frá 1990 er ekki um neina afmörkun nemenda að ræða lengur. Foreldrar eiga að geta valið um úrræði fyrir fötluð börn sín. Úrræðin sem standa til boða eru almennir grunnskólar, sér- hæfðar sérdeildir og sérskólar. Smám saman hafa nemend- ur með þroskahöml- un hafið nám í al- mennum grunnskól- um. Stefnumörkun í sérkennslu frá 2002 er með heildtæka skólastefnu að meginleiðarljósi. Gert er ráð fyrir að skólinn sé fyrir alla, nemendur með miklar þroska- hamlanir jafnt sem bráðgera. Áætl- að er að um 1% nemenda stundi nám í sérskólum og sérhæfðum sérdeild- um. Heildtæk skólastefna felur m.a. í sér að allir geti lært en á misjafnan hátt, að allir læri samkvæmt ein- staklingsáætlun og að kennarar vænti mikils af öllum nemendum sínum. Í stefnuskránni er megin- áhersla lögð á einstaklinginn í bekknum á eigin forsendum. En hvernig er skólinn að koma til móts við þarfir barna með miklar þroska- hamlanir? Hvernig er hann mannað- ur faglega? Hverskonar val er for- eldrum boðið upp á fyrir fötluð börnin sín? Starf þroskaþjálfa í skólum Í starfslýsingu þroskaþjálfa í skólum kemur m.a. fram að þroska- þjálfi eigi að miðla sérþekkingu og vera í samstarfi við kennara, aðra starfsmenn skólans og foreldra. Þannig er skýrt kveðið á um sam- vinnu og ábyrgð þroskaþjálfans gagnvart þeim nemendum sem hann ber ábyrgð á. Í reglugerð um störf, starfsvettvang og starfhætti þroskaþjálfa segir (II. kafli, 3. grein) meðal annars : „Með þroska- þjálfun skal á fræðilegan háttstefnt að því að koma fötluðum til aukins þroska“. Einnig er kveðið skýrt á um greiningu á færni og framkvæmd einstaklingsáætlana. Hæfni þroskaþjálfans til að vinna með viðhorf, greina færni og koma með tillögur að þeim þáttum sem koma helst að gagni fyrir nem- endur með þroskahömlun er aug- ljós. Það fer eftir færni hvers nem- anda hvernig áætlun er gerð og hvernig aðstoð hann fær. Það er þroskaþjálfans að meta það og fá aðra til samvinnu og samábyrgðar. Einstaklingsáætlun miðar að því að gera einstaklinginn sem sjálf- stæðastan og skapa honum aðstæð- ur til náms út frá forsendum hans. Þetta er oft flókið þar sem nemend- ur geta þurft mjög sérhæfða aðstoð. Mikilvægt er að það leiði ekki til þess að þroskaþjálfinn sé sá eini sem þekkir nemandann enda er það í hrópandi ósamræmi við stefnu Reykjavíkur í sérkennslumálum. Þess leiða misskilnings gætir oft hjá skólastjórum þegar ráða á til starfa þroskaþjálfa fyrir nemendur með þroskahömlun að þroska- þjálfinn sé góður stuðningsfulltrúi. Hvernig starfssvið þroskaþjálfans þróast hverju sinni er því mikið und- ir honum sjálfum komið. Hans fyrs- ta hlutverk felst því oft í að gera samstarfsfólki sínu grein fyrir í hverju menntun hans felst og skil- greina starfssvið sitt. Starfskenning þroskaþjálfans tekur mið af siða- reglum, lögum, reglugerðum og starfslýsingu þeirri sem þegar er til um starfssvið þroskaþjálfa í skól- um. Nemendur og starfsmenn í sér- kennslustefnu Reykjavíkurborgar Í stefnu fræðsluráðs Reykjavík- ur um sérkennslu frá 2002, kemur fram að samkvæmt rannsókn frá ár- inu 2000 fái um 20% nemenda sér- kennslu í grunnskólum Reykjavíkur. Nemendahópnum má í meginatrið- um skipta í tvennt: Annarsvegar 16- 17% nemenda með sértækan náms- vanda vegna líffræðilegra, sálfræði- legra, uppeldislegra og félagslegra orsaka og hinsvegar 3–4% nemenda með margvíslegar fatlanir og mikla sérkennsluþörf. Þessi þrjú til fjögur prósent nemenda er sá markhópur sem þroskaþjálfar hafa sérmenntað sig til að sinna. Nú bregður svo við að hvergi er minnst á þroskaþjálfa í sérkennslu- stefnu Reykjavíkurborgar. Talað er um að sérkennari stjórni sérkennsl- unni og hafi það hlutverk að sinna fyrst og fremst skipulagi sér- kennslu og ráðgjöf við bekkjarkenn- ara. Lagt er til að sálfræðingar leggi fyrir greinandi próf og að námsráð- gjafar taki tengslapróf og aðrar kannanir. Einnig er talað um stuðn- ingsteymi fyrir kennara og tveggja kennara kerfi. Það er því greinilega lagt upp úr samvinnu á milli fag- stétta og samábyrgð. Athygli vekur að skilgreining á starfi stuðningsfulltrúa er tiltekin nokkuð nákvæmlega. Hlutverk þeirra er m.a. að aðstoða kennara og fylgja nemanda eftir þörfum. Þeirra starf er undir umsjón bekkjarkenn- ara, yfirmanns sérkennslu eða skólastjóra. Þeir taka meðal annars til námsefni og önnur kennslugögn og halda skrár. Á fylgiskjali nr. 9 í sérkennslu- stefnu Reykjavíkurborgar er lýsing á námskeiði á framhaldsskólastigi er stendur stuðningsfulltrúum sem starfa í skólum til boða. Markmiðið með þessu námi stuðningsfulltrúa er eins og segir á bls. 13 í stefnu- skránni „að mennta nýja fagstétt innan skólanna“. Við spyrjum, er virkilega hægt að tala um fagstétt eftir 182 klukkustunda nám í framhalds- skóla? Fagaðilar í hverju þá? Hver er staða þroskaþjálfa með 90 ein- inga nám á háskólastigi þar sem markhópurinn er skilgreindur með margvíslega fötlun og þroska- hömlun. Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir þroskaþjálfum í stefnu- skrá Reykjavíkurborgar um sér- kennslu? Fagstéttir fyrir nemendur með margvíslegar fatlanir og þroska- hömlun Í framhaldsnámi KHÍ er kennd sérkennslufræði. Hægt er að taka hana til 30 eininga til Dipl.Ed gráðu eða 60 eininga til MA gráðu, þar sem valið er sérhæft efni tengt sér- kennslu. Í 10 skyldueiningum er ein- ungis að hluta fjallað um fatlaða. Í sérkennslunni er hinsvegar hægt að velja fleiri einingar sem tengjast fötluðum nemendum. Það er því alls ekki sjálfgefið að þeir sem útskrif- ast úr sérkennslufræði í framhalds- deild KHÍ hafi næga sérmenntun til að vinna með nemendur með þroskahömlun. Þess vegna er það svo að sá sem útskrifast af sér- kennslubraut er hæfastur til að vinna með þann nemendahóp sem hann hefur valið til að mennta sig til. Í 90 eininga námi þroskaþjálfa er markhópurinn skýr, það er einstak- lingar með þroskahömlun. Réttur fatlaðra Það er réttur hvers fatlaðs barns að fagaðili með menntun á sviði fötl- unar sjái um eða komi að þjálfun og námi þess. Rétt eins og það er réttur allra barna í grunnskóla að hafa fag- menntaða manneskju til að sinna kennslu á þeirra forsendum. Til þess að hægt sé að tala um skóla fyrir alla nemendur, þar sem allir eru undirbúnir til að lifa og starfa í íslensku samfélagi þá verð- ur að koma til vitundarvakning á starfi þroskaþjálfa. Í skólum er hefð fyrir því að þar starfi kennarar, sérkennarar og stuðningsfulltrúar. Með tilkomu nemenda með hinar ýmsu fatlanir og þroskahamlanir er þörf á að bæta við starfsfólki með sérmenntun í fötlun, meðal annars þroskaþjálfum. Þannig er hægt að byggja upp gott og öflugt þverfaglegt samstarf í kringum þennan hóp nemenda sem er að hefja nám í almennum skólum. Þá fyrst er hægt að tala um val fyrir foreldra. ■ Umræðan HANSÍNA SKÚLADÓTTIR OG MARGRÉT EINARSDÓTTIR ■ skrifa um menntamál. ■ Það er réttur hvers fatlaðs barns að fag- aðili með menntun á sviði fötlunar sjái um eða komi að þjálfun og námi þess.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.