Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 18
Júlíus Sólnes, prófessor viðverkfræðideild Háskóla Ís- lands, er 67 ára í dag. Júlíus er yfirleitt ekki minnugur á afmæli og skiptir þá ekki máli hvort hans eigin afmæli á í hlut eða annarra. Hann mundi þó eftir þessu í þetta sinnið. „Þannig er að við hjónin erum á leið í heilsubótarferð til Flórída og buðum því fjölskyld- unni í kaffi í gær,“ útskýrir Júlíus. „Annars hefur það oft komið fyrir mig að gleyma afmælinu mínu en konan mín sér til þess að það fari ekki fram hjá mér.“ Hann segir litlu máli skipta þó hann muni ekki eftir eigin afmælisdegi en verra sé að gleyma afmæli frúar- innar: „Það hefur komið fyrir og var ekki gott en mér var fyrir- gefið.“ Spurður hvernig það sé að ná 67 ára aldrinum svarar hann: „Ja, nú er maður orðinn löggilt gamal- menni og það er ágætt. Ég var að uppgötva að þessu fylgja ýmis fríðindi á borð við frítt í strætó og sund. Ég nota reyndar strætóinn ekki mikið en fer talsvert í laug- arnar“. Júlíus varð prófessor við verk- fræðideildina árið 1972 en nokkr- ar breytingar urðu á hans högum árið 1987 þegar hann var kjörinn á þing fyrir Borgaraflokkinn. Tveimur árum síðar settist hann í ríkisstjórn og var meðal annars fyrsti umhverfisráðherra þjóðar- innar. Þrátt fyrir annir um ævina segist hann aldrei hafa haft jafn mikið að gera og nú: „Það er allt á fullu. Ég fer í rannsóknarleyfi til Bandaríkjanna og Mexíkó í haust og þarf að undirbúa það. Svo er bara í fjölmörg horn að líta.“ Júlíus reiknar ekki með stór- kostlegum afmælisgjöfum að þessu sinni en minnist þess að hafa fengið útivistarklæðnað, golfkylfur og stangveiðiútbúnað á fyrri árum. „Já, bræður mínir gáfu mér heilmiklar fluguveiði- græjur á sínum tíma. Það var þeg- ar ég var á fullu á eftir laxinum en sú tíð er liðin,“ segir hann. Golfið hefur hinsvegar tekið við: „Já ég er á fullu í golfinu, byrjaði reynd- ar sem unglingur og bý að því,“ segir hann, en Júlíus er með fjórtán í forgjöf. ■ 18 22. mars 2004 MÁNUDAGUR Margrét Jónsdóttir, sérfræð-ingur við HR og vararæðis- maður Spánar á Íslandi, var sæmd krossi Ísabellu hinnar kaþólsku af sendiherra Spánar, Eduardo Garrigues, fyrir hönd Spánarkon- ungs. Orðan var veitt Margréti fyrir að vinna að útbreiðslu spænskrar menningar á Íslandi og störf sín sem vararæðismaður við hátíðlega athöfn í Ósló. „Mér þykir vænt um þessa viðurkenningu og hún kom mér skemmtilega á óvart,“ segir Mar- grét. Að þessu sinni voru fjórar orður veittar af sendiherranum í Ósló, þar af var þremur Norð- mönnum veittur þessi heiður auk Margrétar. „Sendiherrann er rithöfundur og mjög menningarlega sinnaður. Hann setti sig mjög vel inn í hvað er að gerast á Íslandi og tók eftir hvað spænskan og áhugi á spæn- skri menningu er blómstrandi hér á landi. Það gæti einnig haft eitt- hvað með það að gera að mér var sýndur þessi heiður að það voru tvö banaslys hér á landi í fyrra sem ég lenti í að sinna.“ Margrét var lektor í spænsku við Háskóla Íslands áður en hún hóf störf hjá Háskólanum í Reykjavík og segir að á meðan hún var í HÍ hafi nemendum í spænsku fjölgað mjög. Nú er hún að byggja upp tungumálatengt viðskiptanám við HR. „Við erum að bregðast við nýrri þörf í tungu- málanámi. Það er orðin svo skýr og almenn krafa um að allir séu góðir í tungumálum. Þá er ekki síðra að fólk sé í praktísku námi, en sé ekki bara að læra bókmennt- ir og málvísindi. Við leggjum einnig mikla áherslu á menningar- læsi því fólk nær ekki árangri, hvorki í viðskiptum né öðru nema að hafa næmi fyrir annarri menn- ingu.“ ■ Þennan dag árið 1895 sýndufrönsku bræðurnir Auguste og Louis Lumière áhorfendum í fyrsta sinn kvikmynd, og telst þetta yfirleitt vera fyrsta kvik- myndasýning sögunnar. Einungis boðsgestir fengu að vera viðstaddir þessa fyrstu sýn- ingu, og það sama var upp á ten- ingnum í næstu sýningu sem þeir efndu til nokkrum mánuðum síð- ar. Það var svo í desember þetta sama ár sem þeir bræður efndu í fyrsta sinn til opinberra kvik- myndasýninga, þar sem allir gátu keypt sig inn. Fyrsta mynd þeirra var af verkamönnum að koma út úr verksmiðju. Á árinu 1895 tóku þeir lifandi myndir af járnbraut- arlest að koma á brautarstöð, garðyrkjumanni sem er vökvaður, múrhruni, pokahlaupi og alls kyns öðrum atburðum sem þeir sýndu síðan furðu lostnum áhorfendum. Kvikmyndasýningar þeirra nutu gífurlegra vinsælda næstu árin, en eftir Heimssýninguna árið 1900 ákváðu þeir að hætta opinberum sýningum og snúa sér alfarið að framleiðslu og sölu á uppfinningum sínum. ■ Orðuveiting MARGRÉT JÓNSDÓTTIR ■ var sæmd krossi Ísabellu hinnar kaþólsku. Franskir bræður sýna lifandi myndir Afmæli JÚLÍUS SÓLNES ■ Á það til að gleyma afmælum, sínum og annarra, en er þó alveg klár á því að hann er 67 ára í dag. KEIRA KNIGHTLEY Þessi unga og efnilega leikkona (Bend it like Beckham, The Pirates of the Carribean) er 19 ára í dag. 22. mars MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Vararæðismaður Spánar á Íslandi var sæmd krossi Ísabellu hinnar kaþólsku af sendiherra Spánar í Ósló fyrir að vinna að útbreiðslu spænskrar menningar á Íslandi. Spænska blómstrar á Íslandi FYRSTA KVIKMYNDASÝNINGIN ■ Í París urðu nokkrir iðnrekendur þess heiðurs aðnjótandi að fá að sitja undir fyrstu kvikmyndasýningu sögunnar. 22. mars 1895 Orðinn löggilt gamal- menni með 14 í forgjöf Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona, tengdadóttir, tengdamóðir og amma, MAGÐALENA KRISTÍN BRAGADÓTTIR Tunguseli 3 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar, er bent á krabbameinsfélögin. Guðbjörn Karl Ólafsson Bragi Hlífar Guðbjörnsson Thelma Dögg Guðbjörnsdóttir Ólafur Ragnar Guðbjörnsson María Albertsdóttir Kolbrún Guðbjörnsdóttir Helga Kristín Kristvaldsdóttir Tómas Magni Bragason Anna Ragna Bragadóttir Margrét Steinunn Bragadóttir Valdimar Ólafsson Hólmfríður Jóna Bragadóttir Geir Sigurður Sigurjónsson Björg Ólöf Bjarnadóttir Ragnar Óskarsson Bogi Thorarensen Bragason Sólveig Ásgeirsdóttir Sigríður Carson William Steve Carson Ragna Klara Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuð eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og amma, Sveinborg Helga Sveinsdóttir sem lést laugardaginn 13. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 26. mars kl. 11 árdegis. Esther Finnbogadóttir Ragna Finnbogadóttir Sigríður R. Júlíusdóttir Sveinn S. Sveinsson Finnbogi Guðmundsson Finnbogi Jónsson ■ Andlát Baldur Baldursson prentari, Blikahöfða 7, lést fimmtudaginn 11. mars. Jarðarför- in hefur farið fram í kyrrþey. Guðmundur Þorvaldsson, fyrrverandi bóndi Laugarbökkum, Ölfusi, lést föstu- daginn 12. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sjöfn Jónmundsdóttir Black, lést mánudaginn 15. mars. Jarðarförin hefur farið fram. ■ Jarðarfarir 13.30 Jón Rósmundsson, fyrrverandi borgargjaldkeri, Hæðargarði 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. AUGUSTE OG LOUIS LUMIERE Árið 1895 urðu þeir fyrstir manna til þess að sýna kvikmyndir. ■ Afmæli Sveinbjörn Rafnsson, prófessor í sagn- fræði, er 60 ára. Páll Hersteinsson, prófessor í spen- dýrafræði, er 53 ára. Magnús Tumi Magnússon myndlista- maður er 47 ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T R EY N IS SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.