Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 19
Í sumar verður frumsýnd á Fá-skrúðsfirði óperan Le Pays eft- ir franska tónskáldið Joseph-Guy Ropartz. Flytjendur verða söngv- ararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Gunnar Guð- björnsson ásamt Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara. „Þetta er eina óperan sem ger- ist hér á landi og er samin af út- lendingi,“ segir Albert Eiríksson, sem hefur ásamt öðrum skipulagt Franska daga á Fáskrúðsfirði undanfarin ár. Flutningur Le Pays verður einn af hápunktum hátíð- arinnar í ár. „Hún var samin árið 1908 og sýnd þá í Frakklandi, en síðan týndist hún að heita má þar til hún var gefin út á diski af sinfóníu- hljómsveit í Lúxemborg árið 2000.“ Óperan fjallar um franskan sjómann sem kemst einn lífs af þegar skútan hans ferst við Ís- land. Honum er bjargað af ís- lenskum bónda og verður svo ást- fanginn af heimasætunni á bæn- um. „Þessi ópera er byggð á sögu- legum heimildum. Árið 1873 fór- ust við Vesturhorn margar franskar skútur í fárviðri. Það var gerð smásaga um einn af þeim mönnum sem björguðust, og upp úr þeirri smásögu var síðan þessi ópera gerð.“ Elín Pálmadóttir blaðamaður verður sögumaður við flutning- inn, og hún sér einnig um gerð efnisskrár. Hún hefur kynnt sér mjög vel málefni franskra sjó- manna við Íslandsstrendur fyrr á tímum. „Hún hefur skrifað bók um þessi mál þar sem hún talar með- al annars um þetta fárviðri 1873 og rekur sögu þessa manns. Þar segir frá því þegar herskip kom að sækja manninn eftir fimm eða sex mánuði. Þá fylgdi heimilis- fólkið honum niður í fjöru og þar grét ein stúlka svo hátt að eftir var tekið.“ Franskir dagar hafa í nokkur ár verið haldnir á Fáskrúðsfirði og hafa tekist verulega vel. Fjöldi fólks gerir sér ferð í bæinn af þessu tilefni og auk þess koma jafnan góðir gestir frá vinabæ Fáskrúðsfjarðar í Frakklandi í heimsókn. ■ 19MÁNUDAGUR 22. mars 2004 Ópera LE PAYS ■ Franska óperan verður frumsýnd á Fáskrúðsfirði í sumar. Óperan verður hápunktur Franskra daga fyrir austan. Frumraun íslensku gítar-rokksveitarinnar Singapore Sling, breiðskífan The Curse of... fékk frábæra dóma í Washington Post á föstudag. Dómarnir birtast þó heldur seint í blaðinu, þar sem platan kom út á síðasta ári. Gagnrýnandinn Mike Joyce talar um að gagnrýnendur vestra hafi margir reynt að lýsa tónlist sveitarinnar nákvæmlega með orðum, en án árangurs. Hann segist heyra áhrif frá Velvet Underground, Jesus and Mary Chain, My Bloody Val- entine, surf-gítarleikaranum Dick Dale og jafnvel popparanum Chris Isaak. Að lokum segir hann að á þeim köflum sem andi tónlistarinnar sé ekki sannfærandi sé stemningin alltaf undarlega aðlaðandi. Singapore Sling eru nú í Bandaríkjunum í stuttu tónleika- ferðalagi. Upptökur á annarri breiðskífu þeirra eru hafnar. ■ Tónlist SINGAPORE SLING ■ Fá frábæra dóma í Washington Post. Singapore Sling í Washington Post ■ Þetta gerðist 1882 Bandaríkjaþing bannar fjölkvæni. 1913 Jack London, sem síðar varð rit- höfundur, skrifar þekktum rithöf- undum bréf til að spyrja hve miklar tekjur þeir hefðu af ritstörfum. 1945 Arababandalagið er stofnað. 1958 Kvikmyndaframleiðandinn Mike Todd, þriðji eiginmaður Elísabetar Taylor, ferst í flugslysi. 1974 Bandaríkjaþing samþykkir stjórn- arskrárbreytingu um jafnrétti kynjanna. 1984 Sjö leikskólakennarar í Kaliforníu eru kærðir fyrir kynferðisbrot gegn leikskólabörnum. 1999 Réttarhöld hefjast yfir lækninum Jack Kevorkian, sem hafði þá verið kærður fyrir að svipta fár- sjúkan mann lífi. SINGAPORE SLING Halda áfram að fá góða gagnrýni í Bandaríkjunum. Franska óperan Le Pays á Fáskrúðsfirði SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR Syngur ásamt Berg- þóri Pálssyni og Gunnari Guðbjörns- syni þegar franska óperan Le Pays verður frumflutt hér á landi í sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.