Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 22. mars 2004 27 BIG FISH kl. 10.10 CHEAPER BY THE DOZEN kl. 6 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 6, 8.30 og 11 B. i. 16 ára LOST IN TRANSLATION kl. 5.40 og 8 SÝND kl. 6, 8.30 og 11 B. i. 16 ára SÝND kl. 8 og 10.30 B. i. 16 ára T H E P A S S I O N O F T H E C H R I S T – F O R S A L A H A F I N T H E P A S S I O N O F T H E C H R I S T – F O R S A L A H A F I N Frábær gamanmynd frá leikstjórum There’s Something About Mary og Shallow Hal Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri MIKE MEYERS (Austin Powers myndirnar) fer á kostum í myndinni. SÝND kl. 6 og 8 isl. texti KÖTTURINN MEÐ HATTINN Ekki eiga við hattinn hans! SCHOOL OF ROCK kl. 6, 8 og 10.15 MONSTER kl. 10.15 B. i. 16 ára HHH1/2 kvikmyndir.com SÝND kl. 8 B.i. 14SÝND kl. 6, 7, 9 og 10 SÝND kl. 6, 8 &10 B.i. 16 Rafmagnaður erótískur tryllir í anda „Kiss the Girls“ og „Double Jeopardy“. Framkvæmdabókin hefur fengið frábærar viðtökur og því höldum við sérstaka framkvæmdasmiðju (2.5 klst) þar sem við förum yfir efni bókarinnar og í lok þess tíma gengur þú út með með: • Viðhorf sem þú vilt hafa að leiðarljósi • Markmið sem þú ætlar að keppa að • Vinnuvenjur sem þarf til að koma hlutum í verk TÍMI: Þriðjudagur 30. mars (13:00 - 15:30) eða (16:30 - 19:00) LEIÐBEINANDI: Þorsteinn Garðarsson, höfundur bókarinnar NÁMSKEIÐSGJALD: Kr. 7.900. - bók og vinnuhefti innifalið Flest stéttafélög endurgreiða allt að 50% af námskeiðsgjaldinu. SKRÁNING: Bókabúðir Pennans, Máls og menningar og Eymundssonar SÍMASKRÁNING: 561 5800. NETSKRÁNING: fbokin@simnet.is FRAMKVÆMDABÓKIN 2004 FRAMKVÆMDABÓKIN + ÞJÁLFUN … O G Þ Ú K E M U R H L U T U M Í V E R K 2004Það verður því miður að segjasteins og er að sígildar, frábær- ar og rímaðar barnabækur Dr. Seuss henta illa til aðlögunar að kvikmyndaforminu. Þær eru of stuttar og því þarf að klastra utan á þær bæði umfram söguþræði og nýjum persónum. Þetta er auðvit- að nauðsynlegt til að teygja sög- urnar í lágmarkssýningartíma bíómyndar en tekur um leið allan sjarma af sögum og persónum Dr. Seuss. Til þess að breiða yfir þetta hefur verið brugðið á það ráð að dubba hæfileikaríka og hressa gamanleikara upp í titil- hlutverkin. Þetta var sorglega áberandi í Þegar Trölli stal jólunum þar sem Jim Carrey fór hamförum í hlut- verki Trölla. Þetta slapp þó fyrir horn þar og þreytandi viðbæturn- ar náðu ekki að draga allan kær- leiks- og jólaboðskapinn úr sögu Dr. Seuss. Ástandið er öllu verra í þessari mynd um Köttinn með höttinn. Einfaldri sögunni um systkinin sem leiðist heima á rigningardegi, þar til Kötturinn kemur og lífgar upp á tilveruna, er kaffærð í leiðinda þvælu um ástarævintýri einstæðrar móður þeirra og vandamála í vinnunni hjá henni. Mike Meyers fer svo mikinn í hlutverki Kattarins en stælarnir eru svo yfirdrifnir að hann er ekkert meira en Austin Powers í kjánalegu gervi. Sagan fer svo út í allsherjardellu og skilur ekkert eftir sig og það segir sitt að skemmtlgasta persónan er gull- fiskurinn sítuðandi. Myndin er hins vegar vel gerð og litríkt umhverfið passar ágæt- lega við teikningar Dr. Seuss og nær að heilla allra yngstu bíógest- ina en vei sé þeim sem leggja það á sig að fylgja börnunum á þessa mynd. Þórarinn Þórarinsson UmfjöllunKvikmyndir THE CAT IN THE HAT Leikstjóri: Bo Welch Aðalhlutverk: Mike Myers, Alec Baldwin, Kelly Preston Þreytandi brandaraköttur á spítti Löggumyndin Starsky & Hutchbyggir á þrautreyndu formúl- unni um ólíku löggurnar sem er gert að vinna saman. Samstarfið fer illa af stað enda þola gaurarn- ir ekki hvorn annan en eftir lífs- háska og aðrar hremmingar tengjast þeir traustum vinabönd- um. Ekkert nýtt á ferðinni hérna enda kannski ekki við því að búast þar sem myndin byggir á sam- nefndum sjónvarpsþáttum frá diskótímanum. Það breytir því ekki að gamlar lummur geta verið góðar ef þær eru rétt matreiddar og Starsky & Hutch er hreint út sagt frábær skemmtun. Þar munar vitaskuld mest um framlag aðalleikaranna Bens Stiller og Owens Wilson. Báðir eru þeir hörku gamanleikarar og eru aldrei betri en þegar þeir deila myndum saman. Þeir njóta sín í botn í hlutverkum diskólöggutöffaranna Starsky og Hutch og eru svo innilega meðvit- aðir um það hversu hallærislegir þeir eru að þeir fara allan hring- inn og verða æðislegir. Hár- greiðslan er út úr kú, fötin alveg á mörkunum og reykspólið ætti að vera mislukkað, en þvert á móti er þetta allt saman æðislegt. Sagan er algert aukaatriði og myndin er lítið annað en saman- safn drepfyndinna og flottra atriða. Sem sagt hreinræktuð skemmtun sem reynir ekki að vera neitt annað. Aukaleikarar standa sig með prýði og fylgja aðaltöffurunum vel eftir. Snoop Dog er svalur, Vince Vaughn kann vonda kallinn utanbókar, Carmen Electra stend- ur alltaf fyrir sínu og sama má segja um Will Ferrell og Chris Penn. Fyrir þá sem ekki nenna að kveljast með Kristi er þetta besta myndin í bíó í dag. Ekki spurning. Þórarinn Þórarinsson UmfjöllunKvikmyndir STARSKY & HUTCH Leikstjóri: Todd Phillips Aðalhlutverk: Ben Stiller, Owen Wilson Diskóboltar í stuði Þungarokkarinn Ozzy Osbourneer talinn heppilegasti aðilinn til að taka á móti verum frá öðr- um hnöttum fari svo að þær villst til jarðarinnar. Þetta er í það minnsta niðurstaða netkosningar sem gerð var í kjölfar þess að ummerki um vatn fundust á Mars. Ozzy gerði sér lítið fyrir og malaði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en hann fékk 9% atkvæða rétt eins og nektarfyrirsætan Jordan. Ozzie fékk 26% atkvæða en rang- láti Idoldómarinn Simon Cowell fékk fæst atkvæði eða 3%. David og Victoria Beckham enduðu í sjöunda sæti með 6% atkvæða. Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.