Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 29
22. mars 2004 MÁNUDAGUR Gary Kasparov tryggði sér sigurá hraðskákmótinu Reykjavik Rapid 2004 í gær þegar hann lagði Bretann Nigel Short að velli í úrslitaeinvígi. Kasparov komst í úrslit með sigri á Peter Nielsen í bráðabana en Short komst áfram á sigri á Alexei Dreev. Short var aldrei í hættu í þeirri skák og var peði yfir þegar hann knúði fram sigur í hróksendatafli. Kasparov sigraði Short í fyrri einvígisskákinni en þar tefldi Short ákaflega til vinnings en Kasparov varðist honum vel og hafði sigur. Seinni skák þeirra félaga lauk með jafntefli. Short tefldi illa en tókst að halda jöfnu. Það breytti því þó ekki að úrslitaeinvígi þeirra lauk með 1,5 vinningi Kasparovs gegn hálfum viningi Shorts og Rússinn stóð því uppi sem sigurvegari. Þegar Kasparov og Short áttust við árið 1993 sigraði Kasparov með 12,5 vinningi gegn 7,5 vinningum Shorts. ■ Skák GARY KASPAROV ■ kom, sá og sigraði á Reykjavik Rapid 2004 skákmótinu en hann lagði félaga sinn Nigel Short í úrslitaeinvígi í gær. Imbakassinn Kasparov sigraði Reykjavik Rapid ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Rjóður. Deep Purple. Michael Schumacher. Lárétt: 1bannar, 6ala,7mó,8st,9kea, 10ber, 12 rík,14dal,15ka,16al,17 kal, 18slök. Lóðrétt: 1basl,2alt,3na,4ameríka,5 róa,9ker, 11fall,13kalk,14das,17kk. Lárétt: 1 aftekur, 6 fæða, 7 eldsneyti, 8 í röð, 9 verslunarfélag, 10 lemur, 12 auðug, 14 dollara, 15 íþróttafélag, 16 verkfæri, 17 frostskemmd, 18 slöpp. Lóðrétt: 1 bágindi, 2 rödd, 3 átt, 4 heimshluti, 5 fara á sjó, 9 ílát, 11 hrun, 13 efni, 14 happadrætti, 17 listamaður. Lausn: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Nei, sko til! Þú ert með við- urkenningu fyrir mætingu í sundi, silfurverðlaun úr Dansskóla Dúdda, valinn vinalegasti strákurinn í fimmta bekk, brons úr fimleikakeppni grunnskóla... Ekki svona hátt, í guðanna bænum! Þetta er bara stuð og svo fallegtog allt glitrar,“ segir Birgitta Sigursteinsdóttir, 14 ára maga- dansmær sem dansar með maga- dansfélaginu Rakssharky. „Það eru í kringum tuttugu konur sem eru rosalega virkar núna en það stendur misjafnlega á hjá fólki. Það eru nokkrar sem eru 14 og 15 ára en ég er yngst.“ Birgitta hefur verið að dansa magadans síðan í janúar á síðasta ári og er ekkert á því að snúa sér að einhverju öðru. „Þegar ég byrj- aði hafði ég bara verið í skyldu- samkvæmisdönsum í skólanum en ekkert umfram það. Ég var búin að heyra aðeins um þetta þegar ég byrjaði. Þá var mamma að vinna með einhverjum konum sem voru að dansa. Ég kynntist þeim og prófaði og mér fannst þetta svo geðveikt skemmtilegt að ég er ennþá í þessu.“ Hún æfir í Kramhúsinu tvisvar í viku ásamt dansfélaginu þar sem kennarar erlendis frá skiptast á að koma og kenna. „Um daginn vorum við með karlkyns kennara, Maher frá Egyptalandi. Hann var bara mjög nettur á því. Þetta var samt svo- lítið skrýtið því ég hef ekki séð karlmann dansa magadans áður. Ég hef aðeins heyrt um það en ekki mjög mikið.“ Nú æfir danshópurinn stíft fyr- ir sýningu sem á að halda á Nasa, laugardaginn 3. apríl og segir Birgitta að sýningin verði rosa flott. ■ BIRGITTA SIGURSTEINSDÓTTIR Hefur æft magadans í rúmt ár og er nú að æfa fyrir sýningu í byrjun apríl.Dans BIRGITTA SIGURSTEINSDÓTTIR ■ er yngsti magadansari landsins. Hún æfir nú stíft fyrir sýningu sem haldin verður í byrjun apríl. Glitrandi magadans GARY KASPAROV Hefur teflt á fjórum mótum á Íslandi og sigrað í þeim öllum. Hann sést hér á gangi í miðbæ Reykjavíkur ásamt Short sem tapaði fyrir honum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.