Fréttablaðið - 24.03.2004, Side 1

Fréttablaðið - 24.03.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR HANDBOLTI Heil umferð verður í RE/MAX-úrvalsdeildinni í handbolta karla í kvöld. Topplið Vals sækir KA-menn heim. ÍR og Haukar leika í Austurbergi og HK og Grótta/KR mætast í Digranesi. Loks eigast Fram og Stjarnan við í Framhúsinu. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FLOTT VEÐUR Á AKUREYRI ef fer sem horfir. Norður- og Austurland verða í sérflokki. Í borginni verður hlýtt en ekki mjög sólríkt. Milt á landinu og það er enn að hlýna. Sjá síðu 6. 24. mars 2004 – 83. tölublað – 4. árgangur ● pínulítið skakkt kannski Þorvaldur Þorsteinsson: ▲ SÍÐA 22 Nýtt leikrit ● í kennaraháskólanum í kvöld Ólafur Gíslason: ▲ SÍÐA 35 Helgileikir á páskum ● lagið hljómaði kunnuglega í fyrstu Magnús Þór Sigmundsson: ▲ SÍÐA 38 Textahöfundur Heaven ● tungumálanámskeið Sigrún Hjálmtýsdóttir er í ítölsku: ▲ SÍÐUR 24-25 Spennandi og dularfullir orðaleikir TILMÆLI SEÐLABANKANS Forsæt- isráðherra telur að Seðlabankinn eigi að beita sér, ógni bankarnir stöðugleikanum í leit sinni að skyndigróða. Seðlabankinn verði að taka fast á málum ef ekki verði far- ið að vinsamlegum tilmælum. Sjá síðu 2 ARAFAT NÆSTUR Öll forystusveit Hamas er á lista Ísraela yfir þá sem þeir vilja ráða af dögum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, kann einnig að vera með- al skotmarka. Sjá síðu 4 ÞJÓÐARATKVÆÐI Rúmlega átta af hverjum tíu kjósendum vilja að forseti Ís- lands hafi vald til að skjóta umdeildum mál- um undir þjóðaratkvæði. Karlar eru hlynntari málskotsrétti forsetans en konur. Sjá síðu 6 KLAUFASKAPUR Slæleg vinnubrögð og klaufaskapur Landsvirkjunar ollu því að röng landmælingargögn voru notuð við undirbúning Norðlingaöldulóns. Ný gögn benda til að áhrif lónsins verði minni en áður var talið. Sjá síðu 10 nám o.fl. TIL HEIÐURS FÖLLNUM LEIÐTOGA Palstínskir vígamenn Al Aqsa standa heiðursvörð við tjald þar sem minningarathöfn um andlegan leiðtoga Hamas, Ahmed Yassin, fór fram. Yassin féll í árás Ísraelsmanna þegar hann var á leið úr bænahúsi á mánudag. Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 LÍKFUNDARMÁLIÐ Grétar Sigurðar- son, einn þriggja sakborninga í líkfundarmálinu, segir að nafn- greindur Lithái, sem tengist að sögn Grétars skipulögðum glæpa- samtökum þar í landi, hafi hótað sér og hinum sakborningunum tveimur limlestingum eða dauða tækist þeim ekki að ná fíkniefnun- um úr Vaidas Jucevicius, Litháan- um sem fannst látinn í Norðfjarð- arhöfn. Þetta mun hafa komið fram við skýrslutöku hjá lögreglu. Gögn um símanotkun, bæði hér heima og í Litháen, og framburð- ur annarra sakborninga renna stoðum undir fullyrðingar Grét- ars. Tomas Malakauskas hringdi í Litháann sem Grétar óttaðist 218 sinnum frá 2. janúar til 11. febrú- ar. Síðustu dagana fyrir lát Vaidas Jucevicius, það er frá 30. janúar til miðnættis 2. febrúar, eru skráð 26 símtöl milli Malakauskas og þessa landa hans í Litháen. Í framburði Grétars kemur fram að þegar tvísýnt var um að Jucevicius gæti skilað af sér fíkniefnunum komu ítrekað skýr skilaboð frá yfirboðurum Malakauskas í Litháen um lim- lestingar eða líflát kláruðu þre- menningarnir ekki það sem þeim var ætlað að gera, það er að ná fíkniefnunum úr Jucevicius. Malakauskas bar síðar að þetta væri rangt hjá Grétari. Grétar sagðist ekki hissa á því þar sem Malakauskas óttaðist þá menn sem höfðu hótað sakborningunum þremur. Þegar Grétar var spurð- ur hvað átt væri við með að klára verkið sagði hann það að hjálpa Jucevicius að skila af sér efnun- um. Ef það tækist ekki áttu þeir að breyta flugmiða þannig að hann kæmist úr landi og undir læknishendur og ef það tækist ekki var þeim skipað að koma lík- inu fyrir. Grétar hefur sagt að þetta hafi allt virst skipulagt af „þessum mönnum“, það er lit- háískum glæpamönnum. sjá nánar bls. 12, 13, 14 og 15. Grétar lét undan vegna hótana Einn sakborninga í líkfundarmálinu segir að ákveðnar hótanir frá Lit- háen hafi orðið til þess að hann játaði aðild að málinu. Hinir sakborn- ingarnir ekki eins vissir. Áttu mikil samskipti við Litháen. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VIÐSKIPTI Davíð Oddsson forsætis- ráðherra segist taka undir þau sjónarmið Árna Magnússonar fé- lagsmálaráðherra sem fram komu á þingi Samtaka iðnaðarins. Þar varpaði Árni fram þeirri spurn- ingu hvort eðlilegt væri að ein- stakir viðskiptabankar verðu mestum kröftum sínum í að brytja niður fyrirtæki í íslensku við- skiptalífi, til hagnaðar fyrir sjálfa sig. „Ég tek undir þau meginsjón- armið sem þar komu fram og eru mjög í þeim anda sem ég hef ver- ið að nefna.“ Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss og einn kjölfestueigenda Landsbank- ans, hefur sagt að bankinn hafi komið að hagræðingu fyrirtækja og breytt skipulagi þeirrra. Hann hefur vísað því á bug að verið sé að brytja niður fyrirtækin. Þvert á móti sé verið að styrkja þau og efla til framtíðar. Árni segist standa við fyrri orð sín en vill ekki nefna nein dæmi. Hann segist vera þeirrar skoðunar að eignarhaldið í atvinnulífinu hafi verið að færast á hendur örfárra manna. „Það er ekki sú mynd sem mér finnst vera okkur þóknanleg og ég sem stjórnmálamaður hlýt að hafa skoðun á því.“ ■ SKILABOÐ UM FÓRNARLÖMB Fólk hefur skrifað hugleiðingar um fórnar- lömb sprengjutilræðanna í Madríd á glugga Atocha-lestarstöðvarinnar þar sem nokkrar sprengjur sprungu. Madrídartilræði: Færri létust en talið var MADRÍD, AP Spænska lögreglan sagði í gær að árásirnar 11. mars hefðu kostað 190 manns lífið en ekki 202 eins og áður var talið. Vísað var til mistaka sem hefðu verið gerð við að bera kennsl á lík þeirra sem létust. Alls hafa níu verið kærðir vegna hryðjuverkanna og er sjö þeirra haldið í einangrun. Yfir- völd telja sig hafa nægar sannan- ir til að halda mönnunum bak við lás og slá en formlegar ákærur hafa ekki verið gefnar út. Fjórir til viðbótar voru handteknir á mánudag en hafa ekki verið leidd- ir fyrir dómara. Spænska lögreglan og leyni- þjónustan hafa greint starfs- bræðrum sínum frá Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi frá nöfnum grunaðra þátttakenda í árásunum, sem talið er að hafi flúið frá Spáni til annarra Evrópu- landa, að sögn dagblaðsins El Mundo. Fjöldi þjóðarleiðtoga verður viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb árásanna sem haldin verður í Madríd í dag. Fulltrúi Ís- lands við athöfnina verður Geir H. Haarde fjármálaráðherra. ■ Ísland sem fjölmyntaland: Krónan föst í sessi GJALDMIÐLAR Birgir Ísleifur Gunn- arsson segir tilhneigingar gæta að draga upp ýkta mynd af því hversu íslenskur þjóðarbúskapur sé háður heimsviðskiptum. Hann segir umræðu hefjast öðru hvoru um hvort Íslands bíði þau örlög að verða fjölmyntaland. „Utanríkis- viðskipti hafa vissulega aukist, en eru þó lítil miðað við umfang þjóð- arbúskaparins.“ Vægi erlendra fjárfestinga sé mun minna en hjá flestum fullvaxta ríkjum. Örfá fyrirtæki geri upp í erlendri mynt. Birgir Ísleifur segir að þeg- ar alls sé gætt fari ekki á milli mála að krónan hafi trausta stöðu sem viðskiptamiðill í íslenskum þjóðarbúskap. „Ekkert gefur til- efni til þess að ætla að breyting verði á því.“ ■ Gagnrýni á bankana: Davíð Oddsson sammála Árna SAMSTÍGA FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson tekur undir sjónarmið Árna Magnússonar og spyr hvort eðlilegt sé að viðskiptabankar brytji niður fyrirtæki sjálf- um sér til hagnaðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.