Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 2
2 24. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR „Ætli ég hafi ekki svipað traust á þess- ari niðurstöðu og þjóðin hefur á mér.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, naut mest trausts stjórnmálamanna í könnun Fréttablaðsins þegar veginn hafði verið saman fjöldi þeirra sem treysta best og treysta síst stjórn- málamönnum landsins. Spurningdagsins Steingrímur, hefurðu traust á þessari niðurstöðu? ■ Lögreglufréttir Tilmælin verði ekki orðin tóm Davíð Oddsson telur að Seðlabankinn eigi að beita sér ógni bankarnir stöðugleikanum í leit sinni að skyndigróða. Bankastjóri Landsbankans segir stöðu erlendra skammtímalána hafa batnað mikið að undanförnu. EFNAHAGSMÁL „Aukning erlendra skulda hefur verið það mikil að undanförnu að ekki fær staðist til lengdar,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans. Davíð ít- rekaði viðvaranir sínar til bank- anna um aukningu erlendra skulda bankakerfisins. Hann sagði nauðsynlegt að stjórnendur viðskiptabankanna taki þær til al- varlegrar skoðunar. Davíð sagði áminningarnótu Seðlabankans til viðskiptabankanna um aukningu erlendra skulda ekki plagg sem bankinn sendi til þess að firra sig ábyrgð og vísa í ef illa færi. Hann sagði opinn og frjálsan fjármála- markað forsendu fyrir góðu gang- verki samfélagsins, en að menn yrðu að kunna sér hóf og gæta að langtímahagsmunum. „Bankarnir eiga vissulega að sækjast eftir góðum hagnaði, en þeir geta ekki leyft sér að skara að sér skyndi- gróða á kostnað stöðugleikans í efnahagslífinu.“ Birgir Ísleifur Gunnarsson Seðlabankastjóri segir að frá því að Seðlabankinn sendi sínar við- varanir hafi hið ánægjulega gerst að bankarnir hafi lengt í erlendum lánum, þannig að hlutfall langtíma- lána og skammtímalána hafi batn- að. Birgir sagði viðbrögð við við- vörunum Seðlabankans hafa verið með ólíkum hætti. „Einhverjir sögðu: ekki benda á mig.“ Hann segir viðvörunarorðum um er- lendu lánin og ógn þeirra við láns- hæfismat vera beint til allra þeirra banka á Íslandi sem hafi að undan- förnu stundað lántöku erlendis. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir það rétt að staðan við áramót hafi verið þannig að hlutfall skammtímalána hafi verið hærra en menn hafi vilj- að hafa. „Við biðum heimildar frá matsfyrirtækjum til þess að stækka ramma fyrir langtímalán. Þannig að ef horft er á stöðuna eins og hún er í dag þá hefur hún breyst mikið til batnaðar.“ Hann segir það gilda um þetta eins og margt annað að alltaf sé ástæða til að fara varlega, en telur ekki ástæður til að gera mikið úr hætt- um þessu samfara. Davíð Oddsson sagði að best væri að stjórnendur bankanna sæju sjálfir hvert stefndi og ógnuðu ekki stöðugleikanum. „En á hinn bóginn má enginn vafi ríkja um að Seðlabankinn tekur fast á málum er ekki er farið að vin- samlegum tilmælum, sem hann sendir frá sér.“ haflidi@frettabladid.is Dómur kveðinn upp yfir morðingja Önnu Lindh: Dæmdur í lífstíðarfangelsi STOKKHÓLMUR, AP Mijailo Mijailovic var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Önnu Lindh, þáverandi utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, sem hann stakk í verslunarmiðstöð í Stokk- hólmi 10. september í fyrra en hún lést af sárum sínum næstu nótt. Verjendur Mijailovic héldu því fram við réttarhöldin að sakborn- ingur ætti við það mikil geðræn vandamál að stríða að hann væri ekki sakhæfur. Geðlæknar sem skoðuðu hann komust að annarri niðurstöðu og neitaði dómarinn í síðustu viku að verða við beiðni verjenda um að geðrannsókn á Mijailovic yrði endurtekin. Þá þótti ljóst að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Í dóminum segir að Mijailovic hafi verið meðvitaður um hvað hann var að gera þegar hann réðst á Lindh og að árás hans hafi verið mjög hrottafengin. Mijailovic ját- aði verknaðinn en sagðist hafa fylgt röddum í höfði sér og neitar því að hafa ætlað að myrða Lindh. Peter Althin, lögmaður Mijailovic, sagði í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin um áfrýjun. ■ NORRÆNA Ferjan kom til Seyðisfjarðar í gær eftir tveggja mánaða hlé frá siglingum. Norræna siglir á ný: Seinkun vegna veðurs SIGLINGAR Farþegaskipinu Nor- rænu, sem væntalegt var til Seyð- isfjarðar snemma í gærmorgun, seinkaði um hátt í sjö klukku- stundir vegna veðurs. Þetta er fyrsta ferð Norrænu til Íslands í tvo mánuði en ferjan hefur verið í slipp í Hamborg þar sem gert var við skemmdir sem urðu þegar hún rakst á hafnar- garðinn í Þórshöfn í Færeyjum. Um eitt hundrað farþegar voru um borð í Norrænu þegar hún lagðist við bryggju á Seyðisfirði síðdegis í gær. Lögreglan leitaði í bifreiðum og farangri með aðstoð sérþjálfaðra hunda en engin ólög- leg fíkniefni fundust. Flestir farþeganna fara aftur með skipinu í kvöld. ■ HÚS BRANN TIL KALDRA KOLA Eldur kviknaði í gömlu yfirgefnu timburhúsi í Bessastaðahreppi í gærkvöldi. Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins var kallað á staðinn en húsið brann til kaldra kola og verður að öllum líkindum rifið. VÖRUBIFREIÐ VALT Vörubifreið með gám í eftirdragi lenti á ljósa- staur og valt á hliðina á afrein frá Vesturlandsvegi að Sæbraut um miðjan daginn í gær. Bílstjór- inn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Kallaður var til krani til að rétta flutningabíl- inn við. EINMANA MÓTMÆLANDI Mikið hefur verið um mótmæli gegn for- setanum en þessi mótmælandi var þó einn innan um gaddavírsgirðingar. Forseti Taívans: Vill telja at- kvæði á ný TAÍVAN, AP Chen Shui-bian, forseti Taívans, sem vann nauman sigur í forsetakosningum um síðustu helgi, hvatti í gær til þess að at- kvæði yrðu endurtalin og hét því að sætta sig við niðurstöðuna. Stjórnarandstæðingar hafa gagn- rýnt kosningarnar harkalega og sagt óeðlilega að þeim staðið. Forsetinn var veiklulegur og virkaði þreyttur þegar hann ávarpaði landsmenn í sjónvarpi fjórum dögum eftir að hann varð fyrir skoti á kosningaferðalagi. Komið hafa fram kenningar um að árásin hafi verið sviðsett en rannsóknarmenn sem vinna að rannsókn árásarinnar segja bílinn hafa verið á of mikilli ferð til að hægt væri að skjóta á forsetann til þess eins að særa hann. ■ TUGIR ÖKUMANNA EKKI MEÐ BELTI Umferðarátak var í Reykjanesbæ í gær. Lögreglan var við eftirlit á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu og stöðvaði öku- menn sem ekki voru í bílbelti eða notuðu farsíma án handfrjáls búnaðar. 37 ökumenn og þrír far- þegar voru kærðir fyrir að vera ekki með beltin spennt og ellefu fyrir að tala í farsíma. SINUBRUNAR VIÐ GRUNNSKÓLA Kveikt var í sinu við Hvaleyrar- skóla, Víðistaðaskóla, Lækjar- skóla, Klukkuberg og Lindarberg í Hafnarfirði og víðar í gær. Talið er að skólakrakkar hafi verið að verki í flestum tilfellum. Greið- lega gekk að slökkva eldana og hvorki urðu meiðsl á fólki né tjón á mannvirkjum. DÝRBÍTUR DRAP KIND Hundur réðst á kindur við Garðaveg í Hafnarfirði. Ein rolla drapst og önnur særðist. Vegfarandi varð vitni að atvikinu og hafði sam- band við lögreglu. Eigandi hunds- ins er ófundinn. Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun HEILBRIGÐISMÁL Miðstjórn banda- lags háskólamanna (BHM) hefur endanlega fallið frá hugmynd um málshöfðun á hendur Landspítala - háskólasjúkrahúsi vegna skorts á samráði við uppsagnir og kjara- breytingar starfsfólks spítalans í tengslum við sparnaðaraðgerðir. „Við ætlum að taka höndum saman með stjórn spítalans í þeirri von að við getum komið í veg fyrir frekari sparnaðarað- gerðir, því þessar uppsagnir og aðgerðir núna duga engan veginn til ef ekki kemur viðbótarfram- lag,“ sagði Halldóra Friðjónsdótt- ir, formaður BHM. „Við ætlum því að reyna að leggjast á eitt með stjórn spítalans til að herja á stjórnvöld til að ekki verði um frekari niðurskurð að ræða.“ Halldóra sagði að næsta skref yrði að kynna málið fyrir Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráð- herra. Síðan yrðu þau atriði kynnt sem BHM og stjórn spítalans myndu leggja áherslu á. ■ HALLDÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR BHM og Landspítali taka höndum saman. BHM fellur frá málssókn: Herja á stjórnvöld ■ Lögreglufréttir ÍTREKAR VIÐVARANIR Davíð Oddsson varar bankana við að ganga of langt í erlendum lántökum. Hann segir mikil- vægt að vinsamleg tilmæli Seðlabankans séu ekki orðin tóm og ekki megi ríkja vafi um að bankinn fylgi orðum sínum eftir. Best sé þó að frumkvæðið komi frá bönkunum sjálfum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T MIJAILO MIJAILOVIC Morðingi Önnu Lindh var dæmdur í ævi- langt fangelsi. Áfrýjun hefur ekki verið ákveðin. Voðaskot: Fékk skot í höfuðið FÆREYJAR Fimmtán ára færeyskur drengur lést af völdum voðaskots sem hann varð fyrir í fyrrakvöld. Hann var staddur í húsi í Tvøroyri ásamt þremur jafnöldrum sínum þegar skotið hljóp af og fór í höfuð piltsins. Sýslumaðurinn á Tvøroyri sagði við blaðið Sósíalinn að líklegt væri að skotið hefði hlaupið af þegar pilt- urinn hafi verið að leggja byssuna frá sér en þremenningarnir sem með honum voru segjast ekki hafa handleikið byssuna. Lögreglan á sama stað sagði við Útvarp Færeyja að ekkert benti til annars en að um voðaskot hefði verið að ræða. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.