Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 10
10 24. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Árétting VORKOMAN UNDIRBÚIN Garðyrkjumaðurinn Peter Grimm mátti beina slöngu sinni hátt til að vökva tré sem hann hafði skreytt í tilefni af vorkomu í Þýskalandi. Óeirðirnar í Kosovo voru skipulagðar segja Sameinuðu þjóðirnar: Glæpur gegn mannkyni KOSOVO, AP Harri Holkeri, yfir- maður Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að óeirðirnar í Kosovo á dögunum sem kostuðu 28 manns lífið hefðu verið skipulagðar fyrir fram af mönnum sem vildu eyði- leggja framtíð Kosovo. „Þeir eru sekir um alvarlega glæpi gegn mannkyninu,“ sagði Holkeri. Þetta sagði Holkeri eftir að um 200 friðargæsluliðar réðust inn á fjögur heimili í borginni Obilic í gærmorgun, handtóku tvo ein- staklinga og höfðu á brott gögn sem þeir telja að geti leitt í ljós hverjir stóðu á bak við óeirðirnar. 366 heimili voru eyðilögð í óeirð- unum og kveikt í 41 kirkju. Alls hafa nær 200 manns verið hand- teknir vegna óeirðanna. Yfirmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna baðst afsök- unar á því að hafa ekki séð óeirð- irnar fyrir og komið í veg fyrir þær. 180 Serbar sem misstu heimili sín vegna árása Kosovo-Albana reyndu í gær að komast til helstu svæða Serba í Kosovo eða til Serbíu en án árangurs. „Þeir lof- uðu, þeir lofuðu,“ hrópaði Milica Todorovic örvæntingarfull þegar ekkert varð úr að hún og fleiri Serbar kæmust á svæði þar sem Serbar eru í meirihluta. Margir af 100.000 Serbum í Kosovo vilja flytja til Serbíu en stjórnvöld í Belgrad vilja að þeir verði áfram í Kosovo til að styrkja tilkall Serba til svæðisins. ■ VIRKJUNARLÓN „Þarna er ekki við okkur að sakast heldur er um mis- tök og klaufaskap hjá Landsvirkj- un að ræða,“ segir Örn Arnar Ing- ólfsson, framkvæmdastjóri Loft- mynda ehf., en fyrirtækið vann að landmæling- um á svæði Norðlingaöldu fyrir Lands- virkjun. „Það sem gerist er að 1994 vinnum við að mælingum á svæðinu út frá öðrum forsend- um en síðar gerðust. Fjórum árum síðar vinnum aftur að mælingum vegna þess að menn vildu fá loftmyndir í lit sem voru komnar til sögunnar. Seinni gögnin voru aldrei notuð heldur var stuðst við gögnin frá 1994 sem voru á allt öðrum forsendum en mælingarnar 1998.“ Örn segir þó greinilegt að um mistök hafi verið að ræða þar sem Landsvirkjun hafi tapað miklu á að notast við eldri gögnin. „Nýjar mælingar eru þeim í hag í baráttu þeirra við umhverfissinna.“ Theodór Theodórsson, umsjón- armaður landmælinga hjá Lands- virkjun, viðurkennir að um slæ- leg vinnubrögð hafi verið að ræða. „Það verður að viðurkenn- ast að notast var við eldri m æ l i n g a r sem voru teknar undir öðrum for- merkjum en síðar varð. Þetta varð okkur ljóst nýverið og má kenna ákveðnu kæruleysi þar um. Þarna gleymist alfarið að yfirfara þau gögn sem lögð voru fram og því fór sem fór.“ Nýju mælingarnar sem gerðar hafa verið benda til að lónið hafi lítil sem engin áhrif á svokölluð Eyvafen en það var ein helsta ástæða þess að hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps setti sig mjög á móti hugmyndum Landsvirkjunar. „Þetta er gjörbreytt staða frá því sem áður var en það á enn eft- ir að kynna þetta fyrir hrepps- nefndinni,“ segir Aðalsteinn Guð- mundsson, starfandi oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Ef ég fengi að ráða yrði ekki hróflað við steini þarna en það skal viður- kennast að þetta lítur mun betur út en það gerði áður og ekki loku fyrir það skotið að hreppsnefnd líti málið öðrum augum. Það ræðst á hreppsfundi í byrjun næsta mánaðar.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, fellst ekki á að Landsvirkjun hafi gert mistök en segir þessa nýju stöðu mála að öðru leyti ekki breyta neinu um áætlanir Landsvirkjun- ar á svæðinu. „Þetta breytir engu um okkar áætlanir nema þá helst að nú ætti að ganga betur að ná samstöðu um verkið. Við munum að sjálfsögðu vinna áfram að þessu verkefni og freista þess að ná víðtækari sátt um það enda er Norðlingaöldulón með tilheyrandi framkvæmdum mikilvægt fyrir raforkuframleiðslu fyrirtækisins í framtíðinni. Fyrst klárum við Kárahnjúkavirkjun og síðan tök- um við stöðuna upp á nýtt.“ albert@frettabladid.is ALLIR Í BARÁTTUNA Takið þátt í baráttunni fyrir frelsi Baska- lands, segir á þessum vegg í San Sebastian. Sjálfstjórn Baska: ETA íhugar vopnahlé MADRÍD, AP „Ég hef á tilfinningunni að innan skamms, á næstu dögum eða vikum, muni ETA lýsa yfir vopnahléi,“ sagði Julen Madari- aga, einn stofnenda ETA, sem hef- ur verið búsettur í Frakklandi um áratuga skeið. Fleiri sem þekkja til aðskilnaðarhreyfingarinnar hafa tekið undir orð hans. Talið er að ETA sé reiðubúið að lýsa yfir nýju vopnahléi í von um að ný ríkisstjórn sósíalista fallist á að veita Böskum sjálfstjórn. Nýi forsætisráðherrann Jose Luis Rodriguez Zapatero segist ekkert ræða við ETA meðan samtökin beiti ofbeldi. ■ Bresk móðir: Aftur í fangelsi BRETLAND, AP Bresk móðir hefur verið fangelsuð í annað skipti fyr- ir að sjá ekki til þess að dóttir hennar á táningsaldri mæti í skól- ann. Hún verður fjórar vikur í fangelsi, sama tíma og hún fékk að dúsa í fangelsi árið 2002 fyrir að tryggja ekki að önnur dóttir hennar mætti í skóla. Móðirin neitaði því að hafa ekki gert sitt til að tryggja að dóttir sín mætti í skóla. Milli maí og október á síðasta ári var mæt- ing dótturinnar þó aðeins 61% af því sem ætlast var til. Þegar kon- an var fangelsuð í fyrra skiptið varð hún fyrsta foreldrið til að sitja inni fyrir að sjá ekki til þess að barn sitt mætti í skóla. ■ „Ef ég fengi að ráða yrði ekki hróflað við steini þarna en það skal viður- kennast að þetta lítur mun betur út en það gerði áður. – hefur þú séð DV í dag Mistök kostuðu mömmu lífið GENGIÐ AF FUNDARSTAÐ Blair og Ahern yfirgefa Hillsborough-kastala í Belfast eftir árangurslausa fundi. Norður-Írland: Fundað án árangurs BELFAST, AP Árangurinn af fundum forsætisráðherra Írlands og Bret- lands með leiðtogum norður-írsku stjórnmálaflokkanna í gær varð enginn. Bertie Ahern og Tony Blair höfðu vonast til að hleypa lífi í tilraunir til að mynda nýja heimastjórn á Norður-Írlandi. Forsætisráðherrarnir sögðu að þó að enginn árangur hefði náðst í gær myndu þeir vinna áfram að því að koma á nýrri stjórn og settu sér það markmið að það tæk- ist fyrir lok maí en þá kjósa Norð- ur-Írar fulltrúa sína á Evrópu- þingið. Stærsti flokkur mótmælenda neitar að ræða við stærsta flokk kaþólikka en samkvæmt friðar- samkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa verða allir flokkar að skipta með sér völd- um. ■ LÖGREGLUMÁL Að gefnu tilefni skal áréttað, vegna viðtals við Pál Heimi Einarsson í blaðinu í gær, að Páll taldi að afleysingaprestur sem rætt var um í viðtalinu væri að leita eftir sambandi við unga pilta, það er 20-25 ára, á spjallrás- um á Netinu. Atvinnuleit í ESB: Greiða ekki bæturnar BRUSSEL, AP Evrópudómstóllinn úr- skurðaði í gær að stjórnvöld í einu aðildarríki Evrópusambandsins geti neitað ríkisborgara annars ríkis um atvinnuleysisbætur ef þau telja hann ekki hafa næg tengsl við viðkomandi ríki. Dómstóllinn hafnaði kröfu írsks manns sem var neitað um at- vinnuleysisbætur í Bretlandi þeg- ar hann fór þangað að leita að vinnu 1998. Maðurinn taldi sig eiga rétt á atvinnuleysisbótum samkvæmt reglum EES-samn- ingsins um fólksflutninga en nið- urstaða dómstólsins var að tak- markanir á félagslegri aðstoð brytu ekki gegn þeim reglum. ■ FLÝJA ÁRÁSIR KOSOVO-ALBANA Fjöldi Kosovo-Serba reyndi í gær að komast til svæða þar sem Serbar eru fjölmennir. Klaufaskapur Landsvirkjunar Slæleg vinnubrögð Landsvirkjunar ollu því að röng landmælingargögn voru notuð við undirbúning Norðlingaöldulóns. Ný gögn benda til að áhrif lónsins verði minni en áður var talið og setji Eyvafen ekki í hættu. NORÐLINGAALDA Á litla kortinu sjást útlínur uppistöðulónsins miðað við nýja útreikninga. Stærri myndin sýnir uppistöðulónið miðað við 575 metra yfir sjávarmáli.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.