Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2004 LÍKFUNDARMÁLIÐ Tomas Mala- kauskas heldur því fram, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins, að hann hafi ætlað að kalla á lækni til að hjálpa Vaidas Jucevicius þeg- ar hann var hvað veikastur. Jucevicius lést skömmu síðar. Malakauskas mun hafa sagt að eftir að Vaidas Jucevicius lést hafi Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson pakkað líki hans inn í plastpoka og filtteppi svo hægt yrði að flytja líkið austur í Nes- kaupstað. Sjálfur mun Mala- kauskas hafa sagst viljað grafa lík- ið í jörð nær borginni. Grétar, sem er Norðfirðingur, fór með flugi á Norðfjörð en Malakauskas og Jónas Ingi fóru á bílaleigujeppa með líkið vafið í teppið. Þeir urðu veðurtepptir á Djúpavogi í tvo daga og komust ekki til Norðfjarð- ar fyrr en sunnudaginn 8. febrúar. Malakauskas hefur sagt að þegar þeir hafi komið til Neskaupstaðar hafi engin leið verið að grafa líkið, þar sem jörð var frosin. Í vand- ræðunum fundu þeir engan stað betri en sjóinn fram undan neta- gerðarbryggjunni. Malakauskas hefur sagt Grét- ar og Jónas Inga hafa varpað lík- inu í höfnina. Sjálfur vill hann meina að hann hafi staðið álengd- ar og hafi ekki vitað að Juce- vicius hafi verið stunginn, til að koma í veg fyrir að líkið flyti upp, fyrr en eftir á. ■ NETAGERÐARBRYGGJAN Tomas Malakauskas segir Grétar Sigurðarson og Jónas Inga Ragnarsson hafa varpað líkinu í höfnina. Líkfundarmálið í Neskaupstað: Fundu ekki betri stað en höfnina Grunsam- legar færslur Alls fóru grunsamlegargreiðslur að upphæð fimm og hálfrar milljóna króna milli reikninga sakborninga og til og frá Litháen mánuðina áður en Vaidas, hinn látni Lithái, kom til Íslands með fíkniefni innvortis. Þá er einungis um að ræða greiðslur er lögreglu þótti ástæða til að spyrja nánar út í við skýrslutöku en ekki allar færslur á reikningum þremenninganna. Í framburði sínum gefa sakborn- ingarnir þrír engar haldbærar skýringar á greiðslunum og neita því að þær tengist á nokkurn hátt fíkniefnasölu eða komu Vaidas Jucevicius til Íslands. ■ PENINGAFÆRSLUR: Tomas Malakauskas INN 16. okt., greiðsla frá nafngreindri konu í Litháen, 300.000 kr. 30. okt, greiðsla frá sömu konu, 300.000 kr 7. nóv., greiðsla frá Jónasi Inga Ragnarsyni, 200.000 kr. 24. nóv., greiðsla frá Jónasi Inga Ragnarsyni, 200.000 kr. Alls 1.000.000 kr. ÚT Á tímabilinu 7. nóv. til 1. des. tekur Malakauskas út 194.000 kr. með debetkorti í Litháen. Alls 194.000 kr. MMRO (einkahlutafélag sakborninga) ÚT 24. nóv. greiðsla til Flugleiða, 53.760 kr. (spurt hvort tengist ferðalagi Grétars til Litháen) 2. des. greiðsla til nafngreinds karlmanns í Litháen, 50.090 kr. ódagsett greiðsla vegna húsaleigu 75.000. 5. janúar, greiðsla til nafngreinds karlmanns í Litháen, 358.200 kr. 5. janúar, greiðsla til til nafngreindar konu í Litháen, 179.500 kr. Alls 716.550 kr. Jónas Ingi Ragnarsson INN 27. ágúst greiðsla frá Grétari Sigurðssyni, 84.000 kr. 15. sept. greiðsla frá Grétari Sigurðarsyni, 50.000 kr. 15. sept. greiðsla frá Grétari Sigurðarsyni, 550.000 kr. 5. janúar leggur Jónas sjálfur inn í reiðufé 600.000 kr. Alls 2.000.550 kr. ÚT 2. desember greiðsla vegna neyðarvega- bréfs fyrir Malakauskas og annað, 33.952 kr. 7. nóv. greiðsla til Malakauskas, 200.000 kr. 24. nóv. greiðsla til Malakauskas, 200.000 kr. Alls 433.952 Grétar Sigurðarson ÚT 27. ágúst greiðsla til Jónasar Inga Ragnarssonar, 84.000 kr. 15. sept. greiðsla til Jónasar Inga Ragnars- sonar, 50.000 kr. 15. sept. greiðsla til Jónasar Inga Ragnarssonar, 550.000 kr. 15. sept. greiðsla til nafngreinds Íslendings, 400.000 kr. (greitt í reiðufé) Alls 1.084.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.