Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 14
14 24. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Norðurlönd HERFERÐ GEGN AL-KAÍDA MÓTMÆLT Pakistönsk stjórnvöld standa fyrir mikilli herferð gegn al-Kaídaliðum nú um stundir. Ekki eru þó allir á því að sú herferð sé til góðs og var efnt til mótmæla gegn henni í gær í Bara-héraði nærri landamærum Afganistans. LÍKFUNDARMÁLIÐ Illugi Jökulsson, ritstjóri DV, undrast ummæli Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra um birtingu blaðsins á lögregluskýrslu eins sakborning- anna í Neskaupstaðarmálinu. Ráðherra sagðist í Ríkisútvarp- inu í gær harma að blaða- mennska á Íslandi væri komin niður á þetta stig. „Mér finnst þessi ummæli mjög einkennileg,“ segir Illugi. „Það hefur alltaf tíðkast í ís- lenskri blaðamennsku að blöð skrifi um sakamál þó ekki sé búið að upplýsa þau endanlega eða dæma í þeim. Þó magnið sé meira í þessu tilviki hjá okkur þá get ég ekki séð að það sé neinn eðlis- munur á því að birta þetta og ým- islegt annað sem sjálfsagt þykir að birta.“ Illugi segir að tekin hafi verið ákvörðun um að birta skýrsluna í heild sinni vegna þess að málið sé eitt sérstæðasta og óhugnanleg- asta sakamál sem upp hafi komið á Íslandi. „Skýrslan birtir alveg nýja hlið á íslenskum undirheimum þannig að okkur þótti full ástæða til að leyfa fólki að kynnast þeim veruleika.“ Ríkissaksóknari hefur falið lögreglunni að rannsaka hvernig skýrslan barst til DV. Illugi sagði í gærkvöld að lögregluyfirvöld hefðu ekki haft samband við rit- stjórn DV. „Ef við verðum yfirheyrðir þá verður það mjög stutt yfir- heyrsla því við gefum náttúrlega ekkert upp hvar við fengum þetta.“ ■ LÍKFUNDARMÁLIÐ Bogi Nilsson ríkis- saksóknari hefur farið fram á að lögreglan í Reykjavík rannsaki hvernig lögregluskýrsla með játningu Grétars Sigurðarsonar í Neskaupstaðarmálinu barst til DV og birtist á síðum blaðsins í gær. Björn Bjarna- son dómsmála- ráðherra sagði að birting lög- regluskýrslunn- ar væri aðför að íslenska réttar- kerfinu en Bogi sagðist ekkert vilja tjá sig um það. Hins vegar væri þetta, svo hann myndi, í fyrsta skiptið sem svona nokkuð gerðist og hann liti málið mjög al- varlegum augum. „Ég hef óskað eftir því við lög- regluna að hún taki þetta til rann- sóknar og það segir hvað mér finnst um þetta,“ segir Bogi. „Það verður ekki annað séð en að þarna hafi verið rofinn trúnaður eða þagnarskylda. Það getur líka ver- ið að einhver hafi komist yfir skýrsluna með ólögmætum hætti, til dæmis með því að brjótast ein- hvers staðar inn eða hnýsast ein- hvers staðar í hana, en það er lög- reglunnar að fara yfir málið.“ Þeir sem hafa lögregluskýrsl- una, sem birt var í heild sinni í DV í gær, undir höndum eru lögregluyfirvöld, dómstólarn- ir og verjendur sakborninganna í málinu. Bogi segir að sá trúnaður sem eigi að ríkja milli þeirra sem sinna málinu hafi brostið. Málið sé einnig mjög alvarlegt því það ríki viss trúnaður á milli þess yfirheyrða og lögreglunnar. „Hann hefur að mínum dómi greinilega verið rofinn,“ segir Bogi. Bogi segist ekki getað svarað því hvaða afleiðingar svona trún- aðarbrestur geti haft. „Þetta á náttúrlega bara ekki að gerast. Ég man ekki dæmi þess að skýrsla af sakborningi hafi áður birst með þessum hætti í fjölmiðlum.“ Ekki náðist í Harald Johannes- sen ríkislögreglustjóra þar sem hann er erlendis. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, vildi ekkert tjá sig um birtingu lögreglu- skýrslunnar heldur vísaði á ríkis- saksóknara. trausti@frettabladid.is Sími 540 1900 www.krabbameinsfelagid.is F ít o n / S ÍA F I0 0 8 9 9 6 – TIL STYRKTAR KRABBAMEINSFÉLAGINU Í marsmánuði er hægt að leggja Krabbameinsfélaginu lið í 38 verslunum um land allt. Einnig er hægt að hringja í styrktarsíma Krabbameinsfélagsins 907 5050 og verða þá 1.000 krónur skuldfærðar af símareikningi. Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝJAR PILS- OG BUXNADRAGTIR Á ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI BOGI NILSSON Ríkissaksóknari segist ekki muna eftir því að skýrsla hafi áður verið birt með þeim hætti sem gert var í DV í gær. „Þetta á náttúrlega bara ekki að gerast. Greinilegur trúnaðarbrestur Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur farið fram á að lögreglan rannsaki hvernig lögregluskýrsla barst til DV. Hann segir trúnað hafa verið rofinn og þagnarskyldu brotna. ILLUGI JÖKULSSON OG MIKAEL TORFASON Ritstjóri DV segir að ef hann verði yfirheyrður vegna málsins muni hann ekkert gefa upp. Illugi Jökulsson ritstjóri DV: Undrast ummæli ráðherra NÍU PRÓSENTA ATVINNULEYSI Ellefti hver vinnufær Finni var án vinnu í síðasta mánuði, eða níu prósent. Það er litlu minna atvinnuleysi en í janúar þegar 9,4 prósent Finna voru atvinnu- laus. Alls voru 229.000 án vinnu í febrúar, jafn margir og í febrúar fyrir ári. FORMANNSSKIPTI Kja Leo Jo- hannesen verður formaður Sam- bandsflokksins færeyska sem heldur flokksþing sitt um næstu helgi. Johannesen gefur einn kost á sér og er því sjálfkjörinn. Hann tekur við af Alfred Olsen, sem hefur gegnt formennsku til bráðabirgða síðan Lisbeth L. Pet- ersen sagði af sér eftir kosningar í janúar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.