Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 16
16 24. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR BÓLUSETT GEGN LÖMUNARVEIKI Seinni hluti mikillar bólusetningarherferðar hófst í Nígeríu í gær. Fyrri hluti hennar tak- markaðist nokkuð af því að sveitarstjórnar- menn í norðurhluta landsins bönnuðu hana af ótta við að reynt yrði að eitra fyrir landsmönnum. Guðmundur Hallvarðsson vill breyta fánalögum: Rýmri reglur á sumrin ÞJÓÐFÁNINN „Ég vil að mönnum verði heimilt að hafa þjóðfánann uppi allan sólarhringinn yfir há- sumartímann. Ég mun vinna að málinu í sumar og leggja fram til- lögu þessa efnis á haustþinginu,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Samkvæmt fánareglum má ekki draga fána á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og má hann að jafnaði ekki vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis. Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis. Þessu vill Guðmundur breyta þannig að heimilt verði að hafa þjóðfánann uppi allan sólarhring- inn frá miðjum maí og fram í byrjun ágúst. „Ég vil að við notum þjóðfán- ann okkar sem oftast og mest. Við sjáum það víða erlendis að fáninn blaktir við hún á hótelum og við- líka stöðum, ásamt þjóðfánum annarra ríkja, allan sólarhringinn. Ég finn fyrir miklum stuðningi við þessar hugmyndir og er ákveðinn í að vinna því fylgi á Al- þingi,“ sagði Guðmundur Hal- varðsson. ■ Alberto Fujimori: Endurkoma undirbúin PERÚ, AP Fjórum árum eftir að þing Perú samþykkti lög þess efnis að Alberto Fujimori, fyrrum forseti landsins, mætti ekki gegna kjörnu embætti næstu tíu árin eru stuðn- ingsmenn hans farnir að skipu- leggja endurkomu hans. Fujimori flýði frá Perú til Jap- ans þegar hann hraktist úr emb- ætti vegna ásakana um spillingu. Þá hafði hann verið tíu ár við völd. Nú hafa stuðningsmenn hans stofnað nýjan flokk sem á að bjóða fram í kosningunum eftir tvö ár. Þeir hyggjast leita leiða við að fá bannið við þátttöku Fuji- moris í stjórnmálum stytt. ■ R Ú N A www.kodakexpress.is Sími 570 7500 www.hanspeterse • 3.2 milljón pixla • 3x Optical aðdráttur (35-105mm) • 3,4x Digital aðdráttur (106-357mm) • Tekur allt að 16 myndir í röð á 2 sek. sem þú getur síðan valið úr, t.d. íþrótta-, hesta- eða golfmyndir. • Tekur video • Allt niður í 1 cm nærmynd (macro) • AA eða Li-ion hleðslurafhlöðumöguleikar G 4 G Æ Ð A F R A M K Ö L L U N U M A L L T L A N D Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Kennt er á forritið með með það í huga að það nýtist fólki í starfi. Námið hentar því þeim sem hafa grunn en vilja fá dýpri þekkingu og skilning á nær óendanlegum möguleikum þessa vinsæla verkfæris. Innifalið í náminu er alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: - Adobe Certified Expert. Inntökuskilyrði: Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa góða undirstöðuþekkingu á Windows umhverfinu og reynslu af Photoshop eða að hafa lokið grunnnámi í Photoshop. Mikið af námsgögnum eru á ensku. Tími: Kennt er þriðjudags- og fimmtudagsmorgna frá kl. 8:30-12:30. Námskeiðið hefst 30. mars og lýkur 28. maí. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi Mér finnst frábært hve mikil áhersla var lögð á verklagið og nauðsyn þess að þekkja og skilja heildarmyndina. Ég hafði talsverða reynslu en komst fljótt að því hvað þekking mín var takmörkuð. Viljum eiga en skortir fé SAMKEPPNISYFIRVÖLD „Ég dreg ekk- ert í land með yfirlýsingarnar en auðvitað er ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að endurskipu- leggja innan stofnunarinnar og auka þannig skilvirkni,“ segir Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar. Hann hefur lát- ið hafa eftir sér að vegna mann- eklu og fjárskorts geti stofnunin ekki rannsakað mál að eigin frum- kvæði eins og henni sé gert að gera. „Við höfum mikinn áhuga á að eiga frumkvæði að málum sem hafa vakið eftirtekt okkar og ým- islegt í íslenskum viðskiptaheimi gefur fullt tilefni til að ætla að Samkeppnisstofnun skoði það ofan í kjölinn. Staðan er hins veg- ar sú að við eigum fullt í fangi með þau mál sem eru hjá okkur í dag og erum illa í stakk búin til að bæta í sarpinn.“ Mannekla er ein ástæða þess að rannsókn vegna hugsanlegs samráðs tryggingafélaganna í landinu er enn til skoðunar í stofn- uninni. Vonir standa þó til að henni ljúki innan tíðar en þá verða tæp sjö ár síðan hún hófst. Önnur 120 mál bíða þá afgreiðslu hjá þeim rúmlega tug starfsmanna sem þar starfa við rannsókn mála. „Það er óþolandi fyrir aðila sem hlut eiga að málum að þurfa að bíða mánuðum og jafnvel árum saman undir grun um óeðlilega viðskiptahætti,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Sam- taka verslunar og þjónustu, vegna ummæla forstöðumanns sam- keppnissviðs Samkeppnisstofnun- ar um að vegna manneklu og fjár- skorts sé ekkert svigrúm hjá stofnuninni til að rannsaka mál að eigin frumkvæði. „Við höfum ítrekað bent á þetta gegnum tíðina og ég held að nauð- AÐ NOTA FÁNANN SEM OFTAST Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að reglur um notkun fánans verði rýmkaðar og heimilt verði að flagga allan sólarhringinn yfir sumartím- ann. Samkeppnisstofnun segir ýmislegt í íslensku viðskiptalífi kalla á skoðun samkeppnisyfir- valda. Fjárskortur og mannekla hindri það.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.