Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 18
Mikill meirihluti kjósenda erþeirrar skoðunar að forseti Íslands eigi að hafa vald til að skjóta málum til þjóðarinnar, þyki honum þingheimur vera að gera rangt. Fræðimenn hafa deilt um hvert vald forsetans sé en þjóðin deilir ekki. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því á mánudagskvöld segist rúmlega 81 prósent kjósenda vera þeirra skoðunar að forsetinn eigi að hafa vald til að heimila þjóð- inni að kjósa um þau mál sem hann telur mikið umdeild og efast um. Þá getur skipt miklu hver gegnir embættinu hverju sinni. Þjóðin vill greinilega að sá sem gegnir því hafi dómgreind og þá hæfileika sem þarf til að geta tek- ið ákvarðanir um að skjóta mál- um til þjóðarinnar. Það er vilji þjóðarinnar að kosinn sé í emb- ættið sá einstaklingur sem hefur það til að bera sem þarf, dóm- greind og kjark. Núverandi for- seti hefur nefnt tvö mál þar sem hann íhugaði hvort hann ætti að nýta sér málskotsréttinn, það er að neita að skrifa undir lög, þar sem hann taldi málin jafnvel þess eðlis að þjóðin ætti að segja skoð- anir sínar á þeim. Kárahnjúkamálið og öryrkja- málið ollu því að forsetinn íhug- aði hvort hann ætti að vísa þeim málum í þjóðaratkvæði. Ef það er rétt mat forseta að þessi mál séu þau sem hafa einna helst vakið með þjóðinni löngun til að kjósa um þau, bar honum þá ekki að vísa þeim til þjóðarinnar? Neita að staðfesta lögin og láta kjósa um þau? Samkvæmt skoðana- könnun blaðsins virðist mikill meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að ekki verði aðeins tal- að um málskotsréttinn þegar kos- ið er til forseta, eða gagnrýni á orð hans eða athafnir rís upp, heldur að möguleikinn verði virk- ur. Þjóðin vill hafa meira að segja en að kjósa til þings. Þjóðin vill fá að taka fram fyrir hendur á lög- gjafarvaldinu eða samþykkja gerðir þess. Sú er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins. En hvers vegna ætli rætt sé um hvort forsetinn hafi í raun þetta vald eða ekki og hvers vegna ætli skiptar skoðanir séu um hvort auka eigi völd forseta eða skerða? Enn og aftur er skýr- ingarnar að finna í pólitísku þrasi. Þeir sem eru andstæðingar núverandi forseta tala sem einn kór um fánýti embættisins á meðan þeir sem eru stuðnings- menn forsetans tala á allt annan hátt. Það vill verða siður stjórn- málamanna að horfa til einstak- linga en ekki embætta. Þjóðin getur skilið á milli og hún kýs að sá eða sú sem gegni embætti for- seta hverju sinni hafi völd til að skjóta málum til þjóðarinnar – og geri það. ■ Júlíana, fyrrum Hollands-drottning, lést nýlega, 94 ára gömul. Hún var 39 ára þegar hún tók við ríkinu af móður sinni Vil- helmínu árið 1948. Júlíana var drottning Hollands í þrjátíu og tvö ár, frá 1948 til 1980 þegar hún vék, af heilsufarsástæðum, fyrir dóttur sinni Beatrix. Júlíana lærði alþjóðalög við háskólann í Leyden og tók virkan þátt í hjálparstörfum. Hún gift- ist þýskum prinsi, Bernhard, árið 1936 og þau eignuðust fjórar dætur. Á valdatíma sínum naut Júlíana mikilla vinsælda þegna sinna vegna alþýðleika. Hún verslaði við hverfiskaupmenn og sendi börn sín í ríkisskóla. Ein af eftirlætisiðjum hennar var að hjóla um stræti og þá veifaði hún gjarnan til vegfarenda. Hún kaus fremur að vera ávörpuð „frú“ en „yðar hátign“. Forsætisráðherra Hollands sagði í sjónvarpsávarpi eftir lát hennar að hún hefði ver- ið drottning fólksins fremur en forstjóranna. Júlíana sagði eitt sinn að ef hún hefði ekki orðið drottning hefði hún viljað verða félagsráðgjafi. Valdatími Júlíönu var upp- gangstími í sögu landsins, sér- staklega í efnahagsmálum. Hin þrjóska, hvatvísa og alþýðlega Júlíana átti hins vegar í erfið- leikum í einkalífi. Dóttir hennar, Maria-Christina, hafði fæðst blind. Júlíana komst í kynni við mann sem margir töldu vera skottulækni en honum tókst að bæta sjón dótturinnar. Hann varð náinn vinur Júlíönu, sem treysti mjög á hann. Efasemdar- menn sögðu að hollenska kon- ungsfjölskyldan hefði eignast sinn Raspútín. Önnur dóttir, Irena, lenti upp á kant við móður sína og föður þegar hún giftist kaþólskum Spánverja og missti fyrir vikið erfðarétt að krún- unni. Enn önnur dóttir, Margriet, kom móður sinni einnig í upp- nám þegar hún giftist kúbönsk- um félagsfræðingi sem bjó í New York. Mestu lætin urðu þó vegna erfingja krúnunnar, Beatrix, sem giftist Þjóðverja sem hafði verið félagi í þýska nasistaflokknum. Óeirðir urðu á götum úti vegna þessa. Stærsta hneykslið í sögu fjölskyldunnar varð árið 1976 þegar uppvíst varð að eiginmað- ur Júlíönu, Bernhard prins, hefði þegið mútur frá bandaríska Lok- heed-fyrirtækinu. Hneykslið skók Holland og Bernhard var ekki lengur leyft að gegna opin- berum embættum í þágu lands- ins Árið 1999 gat Júlíana ekki lengur sinnt opinberum störfum vegna heilsuleysis. Tveimur árum síðar sagði eiginmaður hennar að hún þekkti ekki lengur fjölskyldumeðlimi sína. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um stöðu forseta Íslands. 18 24. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Nýtt tækifæri til náms fyrir þásem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskólanámi er eitt brýnasta verkefni í m e n n t a m á l u m samtímans. Samfé- laginu ber skylda til að skapa þeim nýtt tækifæri sem horfið hafa frá námi, t.d. vegna t a k m a r k a ð r a r þjónustu mennta- kerfisins eða per- sónulegra erfið- leika. Þessu hafa stjórnvöld skellt skollaeyrum við en verkalýðs- hreyfingin hefur unnið af krafti í málinu. Nú nýverið lögðum við nokkr- ir þingmenn Samfylkingarinnar fram tillögu á Alþingi um nýtt tækifæri til náms. Fyrsti flutn- ingsmaður er Einar Már Sigurð- arson en nýtt tækifæri til mennta er einnig stór liður í menntasókn flokksins og munum við kynna það vel á næstu mánuðum. Tekinn upp þráðurinn Markmiðið er að hækka mennt- unarstig þjóðarinnar, skapa nýtt tækifæri til náms og auðvelda fólki að taka aftur upp þráðinn í náminu þar sem frá var horfið. Margir hurfu frá námi af félags- legum ástæðum og þurfa nú að- eins hvatningu, upplýsingar eða ráðgjöf til að hefja nám á ný. Með sérstöku átaki innan menntakerf- isins opnast þessum hópi ný leið til menntunar. Nýtt tækifæri til náms á að byggjast á aðgengilegu grunn-, framhalds- eða starfsnámi auk sérstakra námstilboða fyrir þá sem vilja bæta við fyrri menntun eða hasla sér völl á nýjum sviðum. Þannig má jafna tækifæri til náms, stuðla markvisst að því að allir nýti tækifæri sín og virkja þann auð sem hvað mestu skiptir, þ.e. mannauðinn. Meira atvinnuleysi Samkvæmt vinnumarkaðsrann- sóknum Hagstofunnar síðastliðin ár eru um 30% þeirra sem eru á vinnumarkaði með grunnskólapróf eða minni menntun. Þetta er mark- hópur umrædds átaks. Hluti þessa hóps er hinn svokallaði „brottfalls- hópur“ framhaldsskólans, sem tal- inn er vera allt að 33% af árgangi. Það bendir til þess að þörf sé á nýju tækifæri til náms, auk hins formlega framhaldsskólanáms. Þá er þessi hópur hlutfallslega stærstur meðal atvinnulausra og fellur fyrst út af vinnumarkaði þegar að þrengir. Á árinu 2002 var atvinnuleysi á landinu 3,3% en 6,5% í hópi þeirra sem minnsta hafa menntunina. Átak um nýtt tækifæri til náms hefur einnig mikið gildi litið til framtíðar. Stéttaskipting framtíð- arinnar mun að verulegu leyti markast af aðgangi að menntun. Okkar er að koma í veg fyrir að til verði tvær þjóðir í landinu, þ.e. sú sem hefur tækifæri til að afla sér þekkingar og hin sem ekki fær tækifæri til þekkingaröflunar. Því eru námstilboð um nýtt tækifæri verulega mikilvægur liður í að jafna tækifærin og þar með af- komu fólks. Tengja þarf saman nám og vinnustaði, meta þá reynslu sem fæst með vinnu og auka tengsl fræðslustofnana og atvinnulífs. Ekki síst þarf að tryggja að ein- staklingarnir hverfi ekki af vinnu- markaði þótt þeir afli sér viðbótar- menntunar. ■ Illa farið með forsetann? „Ég man þá tíð að óskráðar regl- ur sögðu til um að ekki mátti gera grín að forseta vorum. Aldrei man ég eftir Vigdísi Finn- bogadóttur í áramótaskaupi (þó minni mitt sé nú reyndar ekki óbrigðult) hvað þá í Spaugstof- unni, nei það var ekki við hæfi. Ég man heldur ekki eftir að hún væri skotspónn fjölmiðla fyrir þær yfirlýsingar sínar að rækta landið og vera góð við börnin. En ef hr. Ólafur Ragnar lætur um- mæli um siðferðisleg mál sem þessi fjúka má bauna á hann að vild því þessar yfirlýsingar hljóta að bera keim pólitíkur. Ég er ekki að meina að það eigi ekki að gagnrýna forsetann. Gagnrýni er eins og orðið felur í sér af hinu góða og málefnaleg umræða um forsetaembættið ætti að vera öllum gagnleg. Það er því sjálfsagt að forseti taki þátt. Það er hægt að bera virð- ingu fyrir skoðunum annarra hvort sem þær samræmast manns eigin eður ei. Það sem vakti þó meiri athygli en þetta skilningsleysi þeirra Kristjáns og Sigmars þátta- stjórnenda var ótrúlegt virð- ingarleysi sem einkenndi fram- komu þeirra. Endurtekið tóku þeir Kastljósbræður fram í fyrir forsetanum. Ég taldi þessi skipti á síðustu 10 mínútum útsending- arinnar og voru þau 9 talsins. Hvað varð um þann grundvallar mannasið að leyfa fólki að ljúka máli sínu, sérstaklega þar sem þetta voru ekki kappræður í sjónvarpssal, ja nema þeir Kast- ljósbræður hafi skilið þetta þannig. Mér finnst eins og fólk sé svo upptekið af eigin ágætum og því að vera töff og kúl að gefa sjálfum forsetanum ekkert eftir. Sjónvarpsþáttastjórnendur sem eru orðnir. Kannski er ég svona hrikalega gamaldags að rifja upp hugtak eins og almenna virðingu. Já, kannski er ég bara svona púkó.“ - ELÍN BIRNA SKARPHÉÐINSDÓTTIR Á WWW.POLITIK.IS Um daginnog veginn BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ skrifar um mennta- mál. Maðurinn JÚLÍANA HOLLANDSDROTTNING ■ lést nýlega, 94 ára gömul. Nýtt tækifæri til náms ■ Bréf til blaðsins Hollenska hjól- reiðadrottningin Vald forsetans og þjóðin ■ Markmiðið er að hækka menntunarstig þjóðarinnar, skapa nýtt tækifæri til náms og auð- velda fólki að taka aftur upp þráðinn í nám- inu þar sem frá var horfið. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 • Opin virka daga kl. 12-14 • www.redcross.is/kopavogur Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur tók þátt í að skipuleggja og meta þörf fyrir andlegan stuðning við fórnarlömb jarðskjálftanna í Íran. Guðbjörg segir frá reynslu sinni og upp- lifun í máli og myndum á opnum fræðslu- fundi sem haldinn verður í Hamraborg 11 í kvöld, 24. mars, kl. 20. Allir velkomnir! Fræðslufundur Að standa yfir rústum heimilis síns FRAMHALDSSKÓLI Nýtt tækifæri til náms á að byggjast á aðgengilegu grunn-, framhalds- eða starfsnámi auk sérstakra námstilboða fyrir þá sem vilja bæta við fyrri menntun eða hasla sér völl á nýjum sviðum. JÚLÍANA HOLLANDSDROTTNING Hún þótt þrjósk, hvatvís og alþýðleg og sagðist hafa viljað verða félagsráðgjafi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.