Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2004 ■ Draumanámið? Senn fer vorið á vængjum yfirflóann og í kjölfarið hefst sum- arleyfistími Íslendinga með til- heyrandi utanlandsferðum. Ferðir suður á bóginn halda velli sem vinsælustu áfangastaðirnir, en einmitt þar er gott að geta gripið til tungumáls heimamanna sem ekki allir eru talandi á enskri tungu. Til að geta beðið skammlaust um reikninginn á veitingahúsinu, eða spurt innfædda til vegar að áhugaverðum stöðum, er bæði góð og skynsamleg fjárfesting að sækja tungumálanámskeið áður en haldið er af stað. Mímir-símenntun býður upp á sérstök vornámskeið sem fram fara í maí og júní fyrir ferðalanga sumarsins. Námskeiðin standa í fjórar til fimm vikur, en samanlagt eru þau sextán til tuttugu klukku- stunda löng. Kennt er tvisvar í viku, jafnt á byrjendanámskeið- um sem og framhaldsnámskeið- um fyrir lengra komna. Að sögn Sigríðar Einarsdóttur hjá Mími- símenntun eru vornámskeið í spænsku og ítölsku lang- vinsælust ár frá ári, og kemur það til af fyrirhuguðum ferðalög- um fjölda nemenda á þær slóðir. Auk spænsku og ítölsku er boðið upp á vornámskeið í frönsku, ensku, þýsku, dönsku og portú- gölsku. Námsefnið er blanda af málfræði og talþjálfun. Nám- skeiðin kosta frá 17.200 til 21.500 krónur. ■ Tungumálanámskeið: Að geta skammlaust beðið um reikninginn Á námskeiðinu öðlast nemendur færni og kunnáttu til að setja upp og hafa umsjón með tölvum sem keyra á Windows XP stýrikerfinu. Að námskeiði loknu á nemandi að geta séð um rekstur minni eða meðalstórra tölvuneta. Innifalið í náminu er alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna „Microsoft Certified Professional“. Námskeiðið er góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á áframhaldandi nám s.s. MCSA. Þetta er síðasta MCP námskeiðið á þessari önn. Kennt er mán. og mið. 18-22 og lau. 13-17 Námskeiðið byrjar 14. apríl. Inntökuskilyrði Nemendur þurfa að kunna góð skil á notendaumhverfi Windows stýrikerfisins og geta lesið ensku, þar sem stór hluti námsefnis er á ensku. Reynsla af rekstri tölvukerfa er ekki nauðsynleg. Kennsluhættir Námið byggir bæði á kennslu og verklegum æfingum þar sem nemendur takast á við dæmi- gerð vandamál sem upp kunna að koma. Einnig fá nemendur aðgang að fjarnámsvef NTV þar sem fyrir liggja verkefni auk ítarefnis. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi MCP XP NETUMSJÓN Sýning í Borgarleikhúsinu: Móðurskólar að verki Sýningin Móðurskólar að verkiverður opnuð í Borgarleikhúsinu í dag. Sýnd verða verkefni móður- skóla í Reykjavík í fjölmenningu, leiklist, nýsköpun, vellíðan og sam- kennd, fjölgreind, tungumálum, tækni og vísindum, tengslum við leikskóla og listasmiðju. Á sýningunni verður sýni- kennsla, fyrirlestrar, fagleg ráðgjöf og ýmsar uppákomur. Sýningin stendur til laugardags og stendur frá 13-17 í dag, 11-16 á morgun og föstudag og 11-14 á laugardag. Meðan á sýningunni stendur verður einnig opið hús í móðurskól- unum sjálfum á tilteknum tímum. ■ Ef ég væri að setjast á skólabekk í dag, þá færi ég sennilega í viðskiptafræði. Ólafur Gíslason ÆTLI ÖLDURNAR LEYFI BRIMBRETTI Í DAG? Það getur komið sér vel í sumarfríinu að geta spjallað við heimamenn á þeirra eigin tungu.     HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ FSKS Félag sérfræðinga í klínisri sálfræði Fræðsluerindi á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði Haldið í Námunni, húsnæði Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7. Átta fyrirlestrar á fimmtudagskvöldum í mars 2004, kl. 20:15-22:00 Opnir fyrirlestrar allir velkomnir Fimmtudagur 25.3. Jákvæð sálfræði: Forvörn við þunglyndi. Dr. Gunnar Hrafn Birgisson, klínískur sálfræðingur Forvarnarstarf hjá börnum, unglingum og fullorðnum. Dr. Eiríkur Örn Arnarson, klínískur sálfræðingur Fundarstjóri: Oddi Erlingsson Dagskráin er haldin með stuðningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og verkefni Landlæknisembættisins, Þjóð gegn þunglyndi. Aðgangseyrir kr. 500,- Þunglyndi Sálfræðilegt sjónarhorn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.