Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 30
30 24. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR MALONE MÆTTUR AFTUR „Póstmaðurinn“ Karl Malone er kominn aftur í lið Los Angeles Lakers eftir að hafa átt við erfið meiðsli að stríða. Hér sést hann taka körfuskot gegn Milwaukee Bucks. Lakers vann leikinn 104-103 og skoraði Malone 14 stig. Körfubolti FÓTBOLTI Chelsea hefur ekki unnið Arsenal í síð- ustu sextán viðureign- um liðanna í úrvalsdeildinni og bikarkeppninni. Arsenal hefur unnið ellefu leiki en fimm hafa endað með jafntefli. Liðin hafa mæst þrívegis á þessu tímabili og hefur Arsenal farið með sigur af hólmi í öllum þremur viðureignun- um. Allir leikirnir hafa endað með 2-1 sigri Arsenal en lítill munur hefur verið á liðunum nema ef vera skyldi í deildarleiknum á Stamford Bridge þar sem Arsenal réð lögum og lofum á vellinum. Þetta lélega gengi Chelsea-manna gegn Arsenal er farið að fara veru- lega í taugarnar á leikmönnum liðsins og hyggjast þeir kvitta fyr- ir sig í kvöld í leik liðanna í Meist- aradeildinni á Stamford Bridge. ■ FÓTBOLTI „Við viljum komast eins langt og við getum í Meistara- deildinni og við ætlum að gefa allt í leikinn,“ sagði Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal. Arsenal leikur í kvöld við Chelsea í átta liða úrslitum Meistaradeild- ar UEFA á Stamford Bridge. „Við höfum beðið í nokkur ár eftir að komast þetta langt og eigum góða möguleika á að komast áfram. Það eiga þeir líka svo ég held að það verði erfitt að giska á úrslitin,“ bætti Wenger við. Claudio Ranieri, framkvæmda- stjóri Chelsea, brýnir fyrir leik- mönnum sínum að einbeita sér að leiknum og hugsa eingöngu um Chelsea. Hann þakkar leikmönn- unum stuðninginn að undanförnu en þeir verði að einbeita sér að leiknum við Arsenal. „Á miðviku- dag snýst allt um Chelsea, ekki Ranieri eða einhverja einstak- linga.“ Framkvæmdastjórarnir eru var- kárir en Jimmy Floyd Hasselbaink er þegar kominn í mikinn ham. „Ég er viss um að við munum vinna þá á Stamford Bridge og ég gæfi allt fyrir að verða leikmaðurinn sem skorar sigurmarkið. Leikmenn Arsenal munu mæta yfirvegaðir til leiks og algjörlega sannfærðir um að þeir séu betri en við. Það verða mestu mistök þeirra. Mér virðist sem leikmenn Arsenal séu orðnir hrokafullir af velgengninni.“ „Meistaradeildin skiptir okkur miklu máli,“ sagði Thierry Henry. „Við erum kannski fimm leiki frá því að komast í tæri við bikarinn en það er enn löng leið og við verðum bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Henry. „Ég hef áður komist í undanúrslitin en ekki Arsenal. Við vorum nálægt því í fyrra, um það bil 20 mínútur frá því, þegar við lékum við Val- encia. En þetta snýst ekki um hvað við höfum gert áður heldur hvað við getum gert núna. Ég lít ekki til baka, ég lít til framtíðar.“ Í Madríd leikur Real Madrid við Monaco. Félögin hafa verið í forystu heima fyrir í mest allan vetur en hefur fatast flugið að undanförnu. Real Madrid heldur forystunni á Spáni þrátt fyrir 4-2 tap í Bilbao á sunnudag. Í síðustu viku tapaði félagið fyrir Real Zaragoza í úrslitaleik bikarkeppn- innar og þar með var draumurinn um þrennuna úr sögunni. Monaco hefur aðeins náð átján stigum í ellefu leikjum á þessu ári og um helgina missti félagið forystua í deildinni en það hefur verið í efsta sæti frá því í september. ■ FÓTBOLTI „Við ætlum að hafa gaman af þessu og gera okkar besta,“ sagði Lúkas Kostic, þjálfari U17-lands- liðsins. „Ég vona að strákarnir geti verið ánægðir og stoltir með frammistöðu sína.“ Keppni í 2. milliriðli Evrópu- keppni U17-liða hefst í dag í Jórvík- urskíri á Englandi. Íslendingar leika við Norðmenn á Glanford Park í Scunthorpe en Englendingar leika við Armena í Sheffield. Á föstudag leika Íslendingar við Eng- lendinga í Doncaster og við Armena í Worksop á sunnudag. Lúkas telur liðin í riðlinum í svipuðum gæðaflokki. „Á þessu stigi keppninnar eru bara góð lið svo þetta verður erfitt en við erum tilbúnir. Albanir og Litháar sem urðu eftir í okkar riðli í haust voru einnig með mjög góð lið.“ Íslending- ar unnu Albani 3-1 í haust og Litháa 5-1 en gerðu einnig markalaust jafn- tefli við Rússa. Lúkas segir að íslenska liðið hafi undirbúið sig með æfingum og leikjum í fótboltahúsunum í vetur. Spurning sé um leikform íslenska liðsins enda langt í mótin hér heima. Engu að síður eru leikmenn bjart- sýnir á góð úrslit. Norðmenn bjuggu sig undir keppnina með leikjum við norsk unglingalið og æf- ingaferð til La Manga á Spáni. Eng- lendingar léku við Svisslendinga í haust og við Frakka, Portúgali og Finna á móti í Algarve í febrúar. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík mætir ÍS í Keflavík í fyrsta úrslitaleik 1. deildar kvenna í körfubolta.  19.15 ÍR og Haukar leika í Austur- bergi í úrvalsdeild RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 HK keppir við Gróttu/KR í Digranesi í úrvalsdeild RE/MAX-deildar karla í handbolta.  19.15 Fram leikur við Stjörnuna í Framhúsinu í úrvalsdeild RE/MAX-deild- ar karla í handbolta.  19.15 KA og Valur keppa í KA- heimilinu í úrvalsdeild RE/MAX-deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.40 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.00 Fákar á Sýn. Fjölbreyttur þáttur um hestaíþróttir.  18.30 US PGA Tour 2004 á S’yn. Þáttur um bandarísku mótaröðina í golfi.  19.30 Meistaradeild UEFA á Sýn. Bein útsending frá fyrri leik Chelsea og Arsenal í átta liða úrslitum.  21.40 Meistara- deild UEFA á Sýn. Út- sending frá fyrri leik Real Ma- drid og Monaco í átta liða úrslitum.  22.50 Handboltakvöld á RÚV.  23.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis. hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 MARS Miðvikudagur Paul Dickov, leikmaður Leicester: Ekki í skoska landsliðinu FÓTBOLTI Framherjinn Paul Dickov, einn af þremur leikmönnum Leicester sem eru sakaðir um kynferðislega misnotkun, var ekki valinn í leikmannahóp Skota fyrir vináttulandsleik gegn Rúm- eníu 31. mars. Berti Vogts landsliðsþjálfari segist hafa rætt við Dickov og þeir hafi báðir talið best að hann spilaði ekki leikinn. „Eins og er vill hann fyrst spila með Leicester áður en hann getur einbeitt sér 100 prósent að því að spila með landsliðinu,“ sagði Vogts. „Ég virði ákvörðun hans og Paul mun áfram koma til greina í landslið- ið.“ Dickov var ásamt félögum sínum í Leicester í æfingabúðum á Spáni þegar þrjár konur sökuðu hann og þá Keith Gillespie og Frank Sinclair um að hafa mis- notað sig kynferðislega. ■ Ólympíuleikarnir í Aþenu: CIA óttast hryðjuverk FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Hæstráðandi hryðjuverkadeildar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hitti skipuleggjendur Ólympíuleik- anna í Aþenu í gær í því skyni að bæta öryggi á leikunum, sem hefj- ast 13. ágúst. Hryðjuverkin í Madrid fyrr í mánuðinum hafa aukið á hræðslu skipuleggjendanna en ríkisstjórn Grikklands er þegar undir mikl- um þrýstingi um að efla öryggis- ráðstafanir sínar. Ríkisstjórnin hefur beðið samherja sína innan NATO um hjálp við að fylgjast með lofthelgi Grikklands og um að vera á varðbergi gagnvart hryðjuverkahótunum á meðan á leikunum stendur. ■ AP /M YN D ■ Tala dagsins 16 Evrópukeppni U17-liða: Leika við Norðmenn í dag Gefum allt í leikinn Chelsea og Arsenal leika á Stamford Bridge í kvöld í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsene Wenger ætlar sér langt í keppninni. THIERRY HENRY Hefur skorað átta mörk í þrettán leikjum gegn Chelsea.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.