Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 32
24. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR KAPPAKSTUR Þjóðverjinn Ralf Schumacher er tilbúinn að sam- þykkja launalækkun til að geta verið áfram hjá Williams-liðinu. Þetta sagði umboðsmaður öku- þórsins í gær. Schumacher hefur verið orðað- ur við Toyota og Renault undan- farið. Orðrómur hefur verið uppi um að hann vilji meiri pening fyr- ir að vera áfram í herbúðum Willi- ams. Að sögn umboðsmannsins felur nýi samningurinn í sér launalækkun en Schumacher mun á móti fá aukinn pening ef hann kemst á verðlaunapall. Schumacher hefur verið hjá Willi- ams í fimm ár og á þeim tíma hef- ur hann unnið sex mót. ■ FÓTBOLTI „Leikmenn voru farnir að segja að þeir væru búnir að gleyma af hverju þeir væru dæmdir í leikbann vegna þess hve málin drógust á langinn,“ sagði Mark Palios, framkvæmdastjóri Enska knattspyrnusambandsins (FA). Palios fyrirskipaði endur- skoðun á reglum um meðferð aga- mála í ensku knattspyrnunni í kjölfar mála Rios Ferdinand og Joes Cole. Það tók FA fjóra mán- uði að komast að niðurstöðu í máli Ferdinands og Cole missti af leikj- um með Chelsea í haust vegna agabrota í leik með West Ham í fyrravor. Palios naut liðsinnis Brendans Batson, fyrrum leik- manns WBA og Arsenal, við að semja reglurnar. Palios segist vona að við lok næstu leiktíðar sjái menn að aga- mál hafi gengið hraðar fyrir sig en áður. Hann segir að leikmenn og félög verði að hjálpa til. Áfrýjanir sem hafi þann eina tilgang að bæta stöðu leikmanna hafi spillt fyrir eðlilegum framgangi mála. „Ein- hverjir munu reyna að tefja fyrir leikbönnum svo þau falli betur að leikjaprógrammi og mikilvægustu leikjunum,“ sagði Palios. „Við skulum sjá til hversu staðfastir við verðum í að koma í veg fyrir að menn misnoti reglurnar.“ Nýju reglurnar miða að því að hraða því að leikmenn taki út bann og að áfrýjunum fækki. Brottrekstur þýðir sjálfkrafa leikbann eftir gildistöku nýju reglnanna en samkvæmt núgild- andi reglum tekur leikbann gildi tveimur vikum eftir leik. Áfrýjun verður aðeins leyfð ef líkur eru á að refsing hafi bitnað á röngum aðila og verður að úrskurða í slík- um málum innan fjögurra virkra daga eftir áfrýjun. Dómar sem byggja á mynd- bandsupptökum verða að liggja fyrir innan viku frá leik og slíkum dómum má aðeins áfrýja ef þeir eru þyngri en þriggja leikja bann. Leikbönn vegna fjölda gulra spjalda koma til framkvæmda sjö dögum eftir síðasta spjald en ekki fjórtán eins og nú. Lyfjamálum skal ljúka á innan við mánuði. Nýju reglurnar, sem munu ná til allra atvinnudeilda á Englandi, verða að öllum líkindum sam- þykktar af FA á mánudag. Þær verða síðan endurskoðaðar eftir leiktíðina 2004-2005. ■ Ralf Schumacher, ökuþór Williams: Samþykkir launalækkun RALF SCHUMACHER Er tilbúinn að vera á árangurstengdari launum en áður hjá Williams. AP /M YN D RIO FERDINAND Beið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu í sínu máli. Enska knattspyrnusambandið ætlar að hraða meðferð agamála. Engar tafir Enska knattspyrnusambandið hefur samið nýjar reglur sem miða að því að hraða meðferð agamála.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.