Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2004 HANDBOLTI „Þetta er að mínu viti erfiðasti andstæðingurinn,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV sem leik- ur við þýska félagið Nürnberg í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Í hinum undanúrslita- leiknum mætast rúmenska félag- ið Universitatea Remin Deva og pólska félagið MKS Vitaral Jelfa. Nürnberg vann tyrknesta fé- lagið Anadolu University 40-26 og 28-20 í átta liða úrslitum keppninnar og rúmenska félagið Uni Ursus Cluj 59-53 samanlagt í sextán liða úrslitum. Lið Nürnberg virðist firna- sterkt. Það er í öðru sæti Búndeslígunnar, sjö stigum á eft- ir toppliði FHC Frankfurt-am- Oder. Með því leika tíu landsliðs- menn, fjórir þýskir, tveir austur- rískir og einn frá Hollandi, Lit- háen, Slóvakíu og Hvíta-Rúss- landi. Tveir þýsku landsliðs- mannanna, Sylvia Harlander og Katrin Blacha, léku á HM í Króa- tíu í vetur sem og báðir austur- rísku landsliðsmannanna, Bar- bara Strass og Stefanie Ofen- böck. Barbara Strass er systir Sylviu sem leikur með ÍBV. „Þetta er handbolti í hæsta gæðaflokki en handboltinn er þannig íþrótt að allt getur gerst,“ sagði Aðalsteinn. „Þetta er ekki síður spurning hvernig við leik- um sjálf en hvernig andstæðing- urinn leikur.“ Dagný Skúladóttir mun út- vega ÍBV spólur með leikjum liðsins í þýsku deildinni en ein- nig munu Eyjamenn leita til Helgu Magnúsdóttur, sem var eftirlitsmaður EHF á seinni leik Nürnberg og Anadolu University í átta liða úrslitum keppninnar. Aðalsteinn taldi það því óþarfi að gera sér ferð til Þýskalands og sjá Nürnberg spila. Aðalsteinn segir að hvíldin verði mikilvægur þáttur í undir- búningi liðsins fyrir leikinn. Lið- ið hafi leikið sjö leiki á tíu dögum og sýni bæði merki um andlega og líkamlega þreytu. Markmiðið í deildakeppninni hafi náðst og hann verði að sýna varúð í hvernig hann ráðstafi leikmönn- um í komandi leikjum. Fyrri leikur ÍBV og Nürnberg verður ytra 17. eða 18. apríl og sá seinni í Eyjum 24. eða 25. apríl. „Kosturinn við að leika fyrri leikinn ytra er sá að við getum komið á óvart,“ sagði Aðalsteinn. „Ég reikna ekki með að þeir viti mikið um okkur. Gallinn er sá að við þurfum að ferðast til Þýska- lands og heim aftur en Nürnberg þarf aðeins að ferðast einu sinni.“ ■ KÖRFUBOLTI Gréta María Grétars- dóttir, þjálfari KR sem féll úr leik gegn ÍS í undanúrslitum 1. deildar kvenna, á von á sigri Keflavíkur í kvöld gegn ÍS. „Ég býst við því að Keflvíkingar taki fyrsta leikinn á heimavelli þó það hafi verið vandræði hjá þeim undanfarið eftir þessi þjálfara- skipti, sem komu mjög á óvart,“ sagði Gréta María. „Þetta er þjálf- ari [Sigurður Ingimundarson] sem þekkir þær og hefur verið með áður, bæði í landsliðinu og Kefla- vík. Ég held að Keflavík taki rimm- una en ég vona að ÍS taki alla vega sína heimaleiki þannig að við fáum sem flesta leiki,“ bætti hún við, en vinna þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Gréta segir að lykillinn að sigri Keflavíkur sé að stöðva Öldu Leif Jónsdóttur og Casie Lowman hjá ÍS. „Keflavík hefur mun meiri breidd þannig að það verður erfiðara fyrir ÍS að stoppa liðið. Keflavík er með sterkari manneskjur inni í teignum, Önnu Maríu [Sveinsdóttur] og Erlu Þorsteinsdóttur. Svo á Birna Val- garðsdóttir það til að detta í stuð og þá er erfitt að stoppa hana.“ Að sögn Grétu eiga bæði lið lík- lega eftir að spila svæðisvörn í kvöld til að koma í veg fyrir að gátt- ir opnist inni í teig. „En þá kemur fyrir að það opnist fyrir utan og Casie Lowman hjá ÍS virðist vera mjög hittin og ef hún fær tíma þá setur hún hann ofan í.“ Gréta telur að svæðisvörn muni henta ÍS betur en Keflavík, því þá hægist frekar á leiknum. Það sé eitthvað sem Kefla- vík vilji ekki að gerist. ■ Fyrsti úrslitaleikur 1. deildar kvenna í kvöld: Keflavík tekur rimmuna ERLA ÞORSTEINSDÓTTIR Keflavík er með sterkari manneskjur en ÍS inni í teignum, þar á meðal Erlu Þorsteins- dóttur. M YN D /P JE TU R ÍBV Íslands- og bikarmeistarar ÍBV leika gegn þýska félaginu Nürnberg í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. ÍBV leikur við Nürnberg Eyjastúlkur leika við þýska félagið 1. FC Nürnberg í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FÓTBOLTI Evrópumeistarar AC Mil- an eru komnir langleiðina í undan- úrslit Meistaradeildar Evrópu eft- ir stórsigur á Deportivo 4-1 á San Siro í gær. Deportivo byrjaði betur og Walter Pandiani kom liðinu yfir á 12. mínútu með skallamarki. Brasilíumaðurinn Kaka jafnaði fyrir Milan undir lok fyrri hálf- leiks og var þetta þriðja mark hans í níu leikjum í Meistaradeild- inni. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Andriy Shevchenko kom þeim yfir þegar 30 sekúndur voru liðn- ar af hálfleiknum og Kaka bætti öðru marki sínu við skömmu síð- ar. Andrea Pirlo skoraði síðan fjórða og síðasta mark Milan á 53. mínútu með skoti beint úr auka- spyrnu. Porto vann Lyon á heimavelli, 2-0. Deco skoraði fyrra mark Porto undir lok fyrri hálfleiks og Ricardo Carvalho það síðara um miðjan seinni hálfleik. Miðað við úrslitin í gær eru miklar líkur á að Milan og Porto mætist í undan- úrslitum. ■ 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar: Milan burstaði Deportivo KAKA Ricardo Kaka í baráttu við Nourredine Naybet í leik Milan og Deportivo. Kaka skoraði tvö mörk í leiknum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.