Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.03.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Úr skóginum á netið SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500FRa mtíDaRB óK - www.kbbanki.is ÉG Á MÉR DRAUM Draumur fermingarbarnsins getur orðið að veruleika með aðstoð Framtíðarbókar. Með því að ávaxta fermingarpeningana á Framtíðarbók er lagður grunnur að því að stórir draumar geti orðið að veruleika í framtíðinni. Gjafakort fyrir Framtíðarbókina fást í öllum útibúum KB banka. Verðtryggður sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæðan verður laus til úttektar við 18 ára aldur. Láttu draumana rætast! N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s VERTU fiAR SEM FJÖRI‹ ER! Fylgstu me› dagskránni WWW.NORDUR.IS Þegar ég var barn voru það semnefnt er „børnelokker“ á danskri tungu það sem ég óttaðist mest. Fyrst þegar ég heyrði um þessa børnelokkera, sem voru sagðir halda sig í nærliggjandi skógi, var ég reyndar svo blaut bak við eyrun að ég hélt að þetta væru einhvers konar dýr. Í sama skógi voru nefnilega bæði refir og broddgeltir. Seinna komst ég að því að børnelokkerar voru ekki dýr heldur menn sem lokkuðu til sín börn með því að bjóða þeim eitt- hvað gott en væru svo alls ekki góðir við þau þegar til kæmi. Sem betur fer gerði ég mér þá enga grein fyrir því á hvern hátt børne- lokkerarnir voru vondir við börn. En alltaf var uggur í mér í skógin- um, jafnvel þótt ég héldi fast í hönd pabba eða mömmu. ÞEGAR ég, enn á barnsaldri, flutti til Íslands hélt ég að þessi óværa væri horfin úr lífi mínu. Hér kann- aðist ekkert barn við børnelokkera sem eftir því var innt. Mér fannst það líka ósköp rökrétt því hér voru engir skógar. Og ég verð að viður- kenna að ég var fegin. Það leið þó ekki á löngu áður en ég áttaði mig á því að hér voru, að sögn, til dóna- kallar sem voru svipaðir og børne- lokkerarnir dönsku. ÞETTA var fyrir tíma internetsins. Þegar børnelokkerar og dónakallar höfðu helst sælgæti að vopni í leit sinni að fórnarlömbum. Nú er að- gangur þeirra að börnunum greiðari því það er svo auðvelt að vera í dulargervi á netinu. Börn eru þannig á vissan hátt útsettari fyrir því að verða svívirt af mönnum sem ekki ganga heilir til skógar. Á sama tíma hefur það sem betur fer gerst að þögnin umlykur síður þessi mál en áður, upp kemst um fleiri sem vonandi komast undir læknishendur og fá bót meina sinna. ÞRÁTT fyrir þetta geta á vegi barnanna okkar alltaf leynst hættur. Þess vegna er eins gott að læra að vara sig á þeim. Hlutverk foreldra er stórt í þessum efnum. Við þurf- um að leiðbeina börnunum, kenna þeim smám saman í samræmi við þroska þeirra á þær hættur sem gætu orðið á vegi þeirra. Við þurf- um líka að hlúa að þeim og styrkja þau í að byggja upp trausta sjálfs- mynd. Aðeins á þann hátt verða þau fær um að bjarga sér. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.