Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR UNDANÚRSLIT Í GRINDAVÍK Þriðji leikur Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Intersport-deildar karla í körfubolta hefst klukkan 19.15 í Grinda- vík. Staðan í einvíginu er 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG FER AÐ HVESSA Á vesturhelmingi landsins síðdegis. Gæti þá orðið stormur á Vestfjörðum og á nálægum spásvæðum. Vaxandi úrkoma vestantil síðdegis. Sjá síðu 6 26. mars 2004 – 85. tölublað – 4. árgangur ● 48 ára í dag Haukur Hólm : ▲ SÍÐA 16 Í vinnunni á afmælisdaginn ● eldað í örbylgjuofni ● villandi merkingar María Jolanta: ▲ SÍÐUR 18–19 Pólskur páskamatur HLIÐARSKRÚFA MISSTI AFL Aftari hliðarskrúfa fjölveiðiskipsins Baldvins Þor- steinssonar missti afl rétt áður en nótin festist í skrúfunni. Þetta kom fram við sjó- próf sem fóru fram í gær. Sjá síðu 2 ÚTLENDINGAR ÁN LEYFIS Nokkur hundruð útlendingar eru búsettir hérlendis án tilskyldra leyfa, að sögn Georgs Lárus- sonar, forstjóra Útlendingastofnunar. Nokk- ur fyrirtæki hafa ítrekað orðið uppvís að ráðningu ólöglegra starfskrafta. Sjá síðu 2 SÁTT UM HALLDÓR Um 66% lands- manna eru sátt við að Halldór Ásgrímsson taki við sem forsætisráðherra, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjá síðu 4 GREMJA ÖRYRKJA Öryrkjar vilja ekki samstarf við stjórnvöld um Evrópuárið vegna vanefnda hinna síðarnefndu á sam- komulagi frá því síðastliðið vor. Sjá síðu 6 DÓMSMÁL Maður var í gær dæmd- ur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á ellefu ára tíma- bili, frá því hún var fimm eða sex ára til átján ára aldurs. Með þessu var dómur Héraðsdóms Reykja- víkur staðfestur. Ekki hefur fallið þyngri dómur í sambærilegu máli á Íslandi. Mál þetta kom fyrst fyrir hér- aðsdóm árið 2002 en þá var mað- urinn sýknaður. Hæstiréttur sendi málið aftur til meðferðar með dómi í maí í fyrra. Önnur stúlka, frænka þoland- ans, kærði manninn einnig fyrir kynferðisbrot en maðurinn var sýknaður af þeirri ákæru. Í dóminum kemur fram að sak- felling byggist á áreiðanlegum framburði þolandans auk vitnis- burðar fjölmargra vitna um óeðli- leg samskipti mannsins við stjúp- dóttur sína. Árið 1997 tók Barna- verndarnefnd Reykjavíkur málið upp en eftir skýrslutöku var kom- ist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða. Stúlkan lagði svo sjálf fram kæru gegn stjúpföður sínum í janúar 2002. Hæstiréttur staðfesti einnig að manninum bæri að greiða 1,5 milljónir króna ásamt vöxtum til fórnarlambsins ásamt öllum máls- kostnaði. ■ matur o.fl. ● fermingarbörn ● fermingargjafir Kolfinna Nikulásdóttir: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Ákvað að verða kristin Fermingarblaðið MEÐ DJÚPSTÆÐA BARNAGIRND Ágúst Magnússon leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að hafa verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot. Ágúst hefur greinst með djúpstæða, rótgróna barnagirnd sem hefur þróast að minnsta kosti frá því hann var 13 ára gamall en Ágúst er 37 ára. LÍKFUNDARMÁLIÐ Enginn hefur enn verið handtekinn eða yfirheyrður í Litháen vegna meintra tengsla við líkfundarmálið, að sögn Arnars Jenssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Rannsókn á uppruna efnanna sem fundust í líkinu stendur yfir og er talið að þau komi frá Litháen. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur Grétar Sigurð- arson, eins sakborninganna í mál- inu, haldið því fram að hér á landi starfi rússnesk/litháísk mafía sem stundi skipulagða glæpastarfsemi. Að sögn Arnars hefur þetta verið rannsakað af lögreglunni, en ekki hefur tekist að færa sönnur á það. Hann útilokar þó ekki að svo sé en vill meina að birting á rannsóknar- gögnum málsins í fjölmiðlum geri lögreglu erfiðara fyrir varðandi rannsókn málsins í Litháen. Íslenska lögreglan hefur ekki enn sem komið er sent lögreglu- menn til Litháen heldur treystir á samstarf lögreglu þar í landi sem séð hefur um rannsóknina þar. Aðspurður um hvers vegna Litháar sem nefndir voru í yfir- heyrslum yfir þremenningunum hafa ekki verið teknir til yfir- heyrslu vegna líkfundarmálsins segir Arnar að málið sé einfald- lega ekki komið það langt á veg. Einnig segir hann að verið gæti að nokkuð vantaði upp á að nægi- legar sannanir væru fyrir því að mennirnir tengdust skipulagðri glæpastarfsemi. Hann skýrði jafnframt frá því að taka hafi þurft upp gólffjalir í íbúð Tomas Malakauskas á mið- vikudag því lífsýni sem send höfðu verið út til Noregs til DNA- rannsóknar reyndust ekki nægj- anleg til þess að sannreyna mætti að Vaidas Jucevicius hefði látist þar. Niðurstöður fyrri rannsóknar- innar bárust þó ekki lögreglu fyrr en á miðvikudag. sda@frettabladid.is Hæstiréttur Íslands: Fangelsi í fimm og hálft ár fyrir misnotkun á barni Enginn hefur verið yfirheyrður í Litháen Rannsókn stendur yfir á uppruna fíkniefnanna sem fundust í líkinu í Neskaupstað. Talið er að þau séu frá Litháen. Enginn hefur verið yfirheyrður eða handtekinn þar. Enginn íslenskur lögreglu- þjónn hefur verið sendur til Litháens til að rannsaka meint tengsl skipulagðra glæpa þar við Ísland. Beitti sex drengi kynferðisofbeldi: 5 ára fangelsi DÓMSMÁL Ágúst Magnússon, 37 ára Reykvíkingur, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyr- ir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn sex drengjum og vörslu barnakláms sem innihélt meðal annars myndbönd með honum í kynferðislegum athöfnum með drengjum. Dómurinn var kveð- inn upp í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Samtals fóru drengirnir sex fram á 10,75 milljónir í miska- bætur en Ágúst var dæmdur til að greiða fimm þeirra samtals 1.750 þúsund krónur. Bótakröfu eins drengjanna, sem er mis- þroska, var vísað frá. Vegna fé- lagslegra vandamála og mis- þroska drengsins taldi dómurinn erfitt að greina milli afleiðinga af háttsemi ákærða á drenginn og líðan hans fyrir brotið. Ágúst hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni áfrýja dómnum. Dómurinn segir að þær aðferðir sem Ágúst beitti sýni einbeittan brotavilja hans. Sjá nánar bls. 10 Kvikmyndir 30 Tónlist 20 Leikhús 20 Myndlist 20 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 2 6 . M A R S T I L 1 . A P R Í L 2 0 0 4birta vikulegt tímarit um fólkið í landinu ÚTBREIDDASTA TÍMARIT LANDSINS - 96.000 EINTÖK NR . 12 . 2004NR . 12 . 2004 Stílráðgjöf Lífsstíll lifandi fæðu Ungir menn á Viagra Persónuleikapróf Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Upprennandi óperustjarna í London Sjónvarpsdagskrá næstu7dagaJóhanna Guðrún Ólafsdóttir: ▲ Upprennandi óperu- stjarna í London birta ● lifandi fæða ● skipt um stíl Fylgir Fréttablaðinu dag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Reynt við hraðamet: Á sjöföldum hljóðhraða LOS ANGELES, AP Ef allt gengur að óskum mun hraðfleygasta flugvél sögunnar fljúga í fyrsta sinn á morgun. Reyndar ekki ýkja lengi, þar sem henni verður sleppt úr flutningavél í mikilli hæð og ræsir hreyfil sinn í tíu sekúndur áður en menn bíða eftir því að hún hrapi í Kyrrahafið út af strönd Kaliforníu. Flugvélin nefnist X-43A og er ómönnuð tilraunavél sem NASA hefur þróað og vonast til að fljúgi á sjöföldum hljóðhraða, rúmlega átta þúsund kílómetra hraða á klukkustund, með nýrri tegund hreyfils sem verið er að prófa. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.