Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 1
● andlit no name 2004 Björk Jakobsdóttir: ▲ SÍÐA 25 Í fótspor flottra kvenna LÖGREGLUMÁL Fjöldi tilkynninga til lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum yngri en 14 ára hefur farið hraðvaxandi frá árinu 1999, sam- kvæmt samantekt embættis Ríkis- lögreglustjóra. Árið 1999 bárust 17 slíkar tilkynningar til lögreglu, en 54 á síðasta ári. Þess ber að geta að talan fyrir árið 2003 er bráðabirgða- tala og gæti því enn breyst. Fjöldi brota vegna vörslu á barnaklámi hefur aukist um að minnsta kosti helming frá árinu 1999. Þá voru sjö slík brot skráð hjá lögreglu, en 14 á árinu 2003. Um fjölda brota vegna vörslu barna- kláms árið 2003 gildir það sama og um kynferðisbrotin. Þar er einnig um bráðabirgðatölu að ræða sem getur breyst. „Það er ekki hægt að fullyrða að þessar tölur sýni stórfellda aukn- ingu á umræddum brotum í sam- félaginu,“ sagði Rannveig Þórisdótt- ir, félagsfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra, spurð um hvað mætti lesa út úr niðurstöðum sam- antektarinnar. „Þarna koma til fleiri þættir sem geta skýrt þetta. Um- ræðan hefur breyst verulega á síð- ari árum. Áður voru þetta mála- flokkar sem ekki mátti tala um. Þá hafði fórnarlambið gjarnan þá til- finningu að það bæri ábyrgð á þeim verknaði þegar brotið var gegn því. Þar má vísa til umræðunnar um nauðganir, þegar tíðkaðist að spyrja konur hvernig þær hefðu verið klæddar þegar nauðgunin átti sér stað, eins og það gæti raunverulega skýrt að einhverju leyti hvað komið hafði fyrir þær. Þó má benda á að komnar eru nýjar leiðir fyrir barna- níðinga til að nálgast börnin, eink- um þau yngri. Þá eru þeir ekki eins áberandi í stækkandi samfélagi.“ Sjá nánar bls. 4 jss@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR VERÐUR KEFLAVÍK MEISTARI? Keflavík getur orðið Íslandsmeistari kvenna í körfubolta ef liðið sigrar ÍS í kvöld. Keflavík hefur sigrað í báðum leikj- unum sem búnir eru en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður meistari. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er á heimavelli Keflavíkur. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGLÆTISVEÐUR UM ALLT LAND Bjart veður á Austurlandi en slyddu- eða snjóél sunnan og vestan til. Hlýnar á morgun. Sjá síðu 6. ráðgjafarstofa heimilanna ● góð ráð Fjármögnun sumarfrísins fjármál o.fl. Áslaug Gunnarsdóttir: ▲ SÍÐUR 22 & 23 29. mars 2004 – 88. tölublað – 4. árgangur Þórir Baldursson: ▲ SÍÐA 24 Slær upp stórtónleikum GÖGNUM STOLIÐ Þremur kössum með leynilegum gögnum bandarísku alríkislögrelunnar um John Kerry, forseta- frambjóðanda Demókrataflokksins, hefur verið stolið af heimili sagnfræðings í Kali- forníu. Sjá síðu 2 RÍKIÐ GAF OG KEYPTI AFTUR Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið keypti nýlega gömul húsgögn og innanstokks- muni fyrir um þrjár milljónir króna af aðila sem áður hafði fengið þessa sömu muni gefins frá ríkinu. Sjá síðu 2 HÆKKANIR UMFRAM VERÐLAG Útgjöld vegna menntunar hafa hækkað um 43,1% á sama tíma og verðlag hækkaði um 19,8%. Sama gildir um opinbera þjónustu, heimilistryggingar og ýmsa aðra þjónustu á almenna markaðnum. Sjá síðu 4 SKAÐABÆTUR VEGNA SLYSS Dóms- sátt hefur náðst milli tryggingarfyrirtækis Leiguflugs Ísleifs Ottesen og aðstandenda þeirra sem fórust í Skerjafjarðarslysinu. Skaða- bótaupphæð er trúnaðarmál. Sjá síðu 6 Kærum vegna barna- níðinga fjölgar mikið Fjöldi tilkynninga til lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum yngri en 14 ára hefur meira en tvöfaldast á síðustu fimm árum. Sama máli gegnir um tilkynningar vegna vörslu á barnaklámi. ● umpottun blóma ▲ FYLGIR BLAÐINU Í DAG Gott á gamla beddanum Harpa Arnardóttir: Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 ● 60 ára í dag Hlýtt fram á sunnudag: Votviðri fram undan VEÐRIÐ Snjór gerði vart við sig í höfuðborginni og víðar um helgina. Búast má við að það haldi áfram að snjóa í dag, að sögn Theodórs Her- varssonar, veðurfræðings á Veður- stofu Íslands. Theodór segir að líklegt sé að snjórinn taki sig upp á næstu dög- um þar sem fari að hlýna á morgun og ættu hlýindin að haldast fram á sunnudag. Hann segir stífa suðaust- anátt bíða okkar á þriðjudag og bú- ast megi við að votviðri fram að helgi um allt sunnanvert landið og á Austfjörðum. Hins vegar verður úr- komulítið á Norðurlandi. Hvort skíðasnjórinn helst fyrir norðan segir Theodór að næstu dagar verði að leiða í ljós. Þó að úrkoma í formi rigningar verði lítil næstu daga þar gæti hlýnandi hitastig haft áhrif á skíðasnjóinn. Hann segir ekkert óvenjulegt við að fá snjó á þessum árstíma, þetta sé sá tími sem páska- hret hafi oft látið á sér kræla. ■ HVÍT JÖRÐ Í HÖFUÐBORGINNI Hvít jörð blasti við höfuðborgarbúum þegar þeir vöknuðu í gærmorgun. Börnin kunnu vel að meta snjóinn enda betur hægt að nýta snjóþoturnar, sem voru flestar vafalaust komnar niður í geymslu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Saksóknari í Ísrael: Leggur til að Ariel Sharon verði ákærður JERÚSALEM, AP Ríkissaksóknari í Ísrael hefur sent dómsmálaráð- herra landsins þá niðurstöðu sína að ákæra eigi Ariel Sharon for- sætisráðherra fyrir spillingu. Dómsmálaráðherra er ekki bund- inn af mati saksóknara en niður- staða hans er talin auka líkur á því að Sharon þurfi að svara til saka. Margvíslegar ávirðingar eru bornar á Sharon og son hans, meðal annars fyrir mútuþægni í tengslum við ferðaþjónustuverkefni árið 1999. Athafnamaðurinn David App- el hefur verið ákærður fyrir að greiða Sharon upphæð sem sam- svarar 690 þúsund Bandaríkjadöl- um, um fimmtíu milljónum króna, í mútur fyrir pólitískan stuðning við verkefni sem hann vann að í Grikk- landi og Tel Avív. Stjórnarandstæðingar í Ísrael hafa farið fram á afsögn Sharons í kjölfar niðurstöðu saksóknara eða að hann dragi sig í hlé á meðan dómsmálaráðherra tekur ákvörð- un um hvort forsætisráðherrann verður lögsóttur. Engar líkur eru taldar á að Sharon verði við þeim kröfum. ■ ARIEL SHARON Forsætisráðherra Ísraels er borinn þungum sökum um spillingu. 1999 2000 2001 2002 17 38 42 46 54* KYNFERÐISBROT GEGN YNGRI EN 14 ÁRA 2003 *Á æ tl að

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.