Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 2
2 29. mars 2004 MÁNUDAGUR „Nei reyndar ekki - en ég tek ofan hattinn fyrir þeim.“ Þorgrímur Þráinsson er framkvæmdastjóri Tóbaks- varnarráðs. Á Írlandi er búið að banna reykingar á öllum vinnustöðum - þar á meðal pöbbum og veitingastöðum. Spurningdagsins Þorgrímur, á að skella sér til Írlands í sumarfrí? ■ Noregur Ríkið gaf og keypti aftur Veitingamaðurinn Elías Einarsson, sem stýrði lengi ráðstefnusölum rík- isins í Borgartúni, fékk allt innbú gefins þegar starfseminni var hætt um áramótin. Heilbrigðisráðuneytið hefur nú keypt hluta innbúsins aftur. VIÐSKIPTI Heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið keypti nýlega gömul húsgögn og innanstokks- muni fyrir um þrjár milljónir króna af aðila sem áður hafði fengið þessa sömu muni gefins frá ríkinu. Um er að ræða verð- mæt antíkhúsgögn, ljósakrónur, myndir og aðra muni sem áður prýddu ráðstefnu- og fundarsali ríkisins í gömlu rúgbrauðsgerð- inni að Borgartúni 6. Verðmæti þeirra er talið vera kringum tíu milljónir króna. „Þarna var alls ekki um neina gjöf að ræða,“ segir seljandi hús- gagnanna, Elías Einarsson, sem stýrði rekstri fundarsala rík- isins um langt skeið. Hann seg- ir það hafa orðið að samkomulagi þegar ríkið ákvað að hætta rekstri sínum í Borgartúninu að hann fengi að eiga það sem inni var sem bætur en hann átti eftir sex ár af samningi sínum við ríkið. „Ég átti nú megnið af innan- stokksmununum sjálfur og margt annað var orðið ónýtt og úrelt á þeim árum sem salirnir voru reknir. Þarna var aldrei neitt lagfært eða snyrt þennan tíma sem ég var þarna með rekstur og henda þurfti tals- verðu af munum sem voru löngu úr sér gengnir. Þess utan höfðu viðskiptin dvínað mikið undan- farin ár þar sem flest ráðuneyti hafa komið sér upp sínum eigin fundarsölum. Það varð því úr að þegar starfseminni var hætt þá fékk ég að eiga það sem eftir var.“ Elías segir að þegar heilbrigð- isráðuneytið falaðist svo eftir húsgögnum hafi það orðið úr að ráðuneytið greiddi þrjár milljón- ir fyrir. „Það er langt frá raun- virði, sem er nær tíu milljónum króna þegar allt er talið, þannig að ég var ekkert að græða nein ósköp. Mér finnst það hins vegar afar skynsamlegt hjá heilbrigðis- ráðuneytinu að falast eftir þess- um húsgögnum sem um ræðir vegna þess að of oft er hlaupið til og keypt það nýjasta þó að mörg eldri húsgögn séu í fínu lagi.“ Fyrir þessar þrjár milljónir fékk ráðuneytið glæsilegan sófa, tvö sófaborð, tvö fundarborð, tvær stórar loftmyndir og tíu fundarstóla auk annars smálegs. Borgartún 6 hefur þegar verið selt einkaaðilum fyrir um 330 milljónir króna. Ekki er vitað hvað núverandi eigandi ætlast fyrir með húsnæðið. albert@frettabladid.is Veiðivatnavegur: Alvarlegt umferðarslys LÖGREGLA Ungur maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt umferðarslys á Veiðivatna- eða Jökulheimavegi á móts við Vatnsfellsvirkjun um klukkan hálfþrjú í gærdag. Ökumaður jeppabifreiðar missti stjórn á bílnum í vatnsrás með þeim afleiðingum að hann valt í brekku sem hann ók niður. Lögregla frá Hvolsvelli og Sel- fossi fór á staðinn ásamt tækjabíl frá slökkviliðinu og sjúkrabíl. Beita þurfti klippum til að ná öku- manninum úr bílnum og slasaðist hann talsvert en farþeginn slapp án teljandi meiðsla. ■ Lögreglan í Árnessýslu: Þrjár bílveltur LÖGREGLA Þrír bílar ultu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi milli klukk- an eitt og tvö í gær. Engin slys urðu á fólki. Rétt eftir klukkan eitt valt jeppi á Biskupstungnabraut á móts við bæinn Vatnsleysu. Tvær ungar er- lendar konur sluppu án meiðsla en bíllinn skemmdist mikið. Skömmu síðar valt bíll á Suðurlandsvegi í Kömbunum. Ökumaður, sem var einn í bílnum, slasaðist ekki. Bíllinn skemmdist talsvert. Rétt fyrir klukkan tvö valt jeppi í Svína- hrauni. Einn fullorðinn og eitt barn sem í bílnum voru sluppu án meiðs- la en bíllinn skemmdist nokkuð. ■ Hvammstangi: Kýldi lög- reglumann LÖGREGLA Maður kýldi lögreglu- mann í gegnum opna rúðu á lög- reglubíl rétt við félagsheimilið á Hvammstanga aðfaranótt sunnu- dags. Maðurinn var handtekinn og látinn gista fangageymslur lögregl- unnar það sem eftir lifði nætur. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann kom gangandi að lögreglubílnum og kýldi lögreglu- manninn um leið og hann kom að bílnum. ■ ÍTR-HÚSIÐ VIÐ FRÍKIRKJUVEG 11 ÍTR-húsið er eitt þeirra húsa sem borgin skoðar með hugsanlega sölu í huga. Ekki eru áform um að garðurinn færi með húsinu yrði það selt. Borgaryfirvöld: Íhuga að selja eignir REYKJAVÍK „Við erum að skoða nokkrar fasteignir borgarinnar til þess að losa fé,“ segir Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykja- vík, aðspurður hvort til standi að selja hús borgarinnar við Frí- kirkjuveg 11. Þórólfur segir ÍTR-húsið við Fríkirkjuveg, Fríkirkjuveg 3 sem hýsir Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar, Rauðakrosshúsið sem er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga við Tjarnargötu 35 og hlut borgarinnar í Heilsuverndar- stöðinni við Barónsstíg öll hafa verið skoðuð með hugsanlega sölu í huga en engin ákvörðun hafi ver- ið tekin. Hann segir að engin formleg tilboð í húsin hafi borist. Í fréttum Stöðvar 2 var sagt að Björgúlfur Thor Björgúlfsson hefði áhuga á að kaupa húsið við Fríkirkjuveg 11. Þórólfur segir það vera hið besta mál ef eignun- um sé sýndur áhugi. Ekki séu áform um að selja allan garðinn sem fylgir húsinu, hugsanlega yrði afmörkuð lóð fyrir framan húsið yrði það selt. Hann segir skipulagsyfirvöld vinna í að skoða lóðarmálin við öll húsin sem áður voru nefnd. ■ Atkvæðagreiðsla SGS og Flóabandalagsins vegna nýrra kjarasamninga: Dræm þátttaka KOSNINGAR „Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef þessum samningum verður hafnað af fólkinu okkar,“ segir Halldór Björnsson, formaður Starfs- greinasambandsins, en um helgina stóð yfir atkvæða- greiðsla innan aðildarfélaga vegna kjarasamninga sam- bandsins við Samtök atvinnu- lífsins. Atkvæðagreiðsla fór fram hjá hverju aðildarfélagi fyrir sig og var víða lokið en niðurstöðu er að vænta seinni- partinn í dag. Sami háttur er hafður á hjá Flóabandalaginu. „Það er búið að kjósa á flest- um stöðum og kjörsókn verið bærileg. Ég er hæfilega bjart- sýnn á að fólkið samþykki þessa samninga enda er þeir góðir að mínu viti og ég sé ekki að okkur verði frekar ágengt með hörðum aðgerðum. Það er mitt mat að með þessum samn- ingum náum við eins langt og hægt var að fara.“ Kristján Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, sem er aðili að Flóabandalaginu, segist von- svikinn yfir lítilli þátttöku síns fólks. „Ætli fólk sé ekki almennt ánægt með þann samn- ing sem við náðum og það út- skýri dræma þáttöku í kosning- unni. Mér heyrist það vera raunin.“ ■ HALLDÓR BJÖRNSSON Bjartsýnn á að samningar Starfsgreinasam- bandsins verði samþykktir af félagsfólki. ELÍAS VIÐ RÚGBRAUÐSGERÐINA Sem bætur fékk hann allt innbú fundarsala ríkisins gefins þegar ríkið hætti starfsemi sinni í Borgartúninu. „Það varð því úr að þegar starf- seminni var hætt þá fékk ég að eiga það sem eftir var. BANDARÍKIN Þremur kössum með leynilegum gögnum bandarísku alríkislögrelunnar um John Kerry, forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins, hefur verið stolið af heimili sagnfræðings í Kaliforníu. Gerald Nicosia, sem rannsakað hefur andóf Kerrys gegn Víetnam- stríðinu, tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu á föstudaginn. Sam- kvæmt frétt á vef CNN fann lög- regla engin merki þess að þjófarn- ir hefðu brotist inn á heimili sagn- fræðingsins. Nicosia telur líklegra að þjófnaðurinn sé af pólitískum toga en að um handahófskennda gripdeild hafi verið að ræða. Í skjölunum kemur fram að bandaríska alríkislögreglan njósn- aði um Kerry þegar hann var í for- svari fyrir hóp fyrrum hermanna úr Víetnamstríðinu sem mynduðu samtök gegn stríðsrekstrinum þeg- ar heim var komið. Njósnirnar áttu sér stað þegar Richard Nixon var forseti og hinn umdeildi J. Edgar Hoover var yfir- maður alríkislögreglunnar. Í skjöl- unum segir að Kerry hafi verið í íhaldssamari armi stríðsmótmæl- enda og viljað að mótmæli væru friðsamleg en leiddu ekki til hand- töku þátttakenda. ■ Njósnað var um John Kerry í stjórnartíð Richards Nixon: Gögnum um Kerry stolið JOHN KERRY Í skjölunum kemur fram að bandaríska alríkislögreglan njósnaði um Kerry. DRENGIR Á KAFI Í TJÖRN Tveir sjö ára gamlir norskir drengir eru enn í lífshættu eftir að þeir fundust á kafi í ísilagðri tjörn í bænum Våler í Noregi í gær. Piltarnir voru í gönguferð með foreldrum sínum þegar þeir urðu viðskila við þau. Foreldrarnir leituðu þeirra í nokkra stund áður en björgunar- sveitir voru kallaðar til. Kafarar fundu drengina meðvitundarlausa ofan í tjörn en þeir voru fluttir þungt haldnir á háskólasjúkrahúsið í Ullevål í Osló.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.