Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 4
4 29. mars 2004 MÁNUDAGUR Er rétt að endurgreiða að fullu tannlækningar barna yngri en 12 ára? Spurning dagsins í dag: Notarðu spjallrásir á netinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 7%Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Heilbrigðisráðherra um tannlækningar barna: Full endurgreiðsla kemur til greina HEILBRIGÐISMÁL „Mér finnst þetta alveg koma til greina og auðvit- að væri 100 prósent endur- greiðsla á tannlækningum barna mjög æskileg,“ segir Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra um þær tillögur yfirtryggingalækn- is á málþingi Tannlæknafélags Íslands á laugardaginn að tann- læknakostnaður barna þurfi að miðast við 100 prósent endur- greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins svo allir foreldrar fáist til að fara reglulega með börn sín til tannlæknis. Tryggingastofnun tekur þátt í tannlæknakostnaði sjúkra- tryggðra einstaklinga sam- kvæmt sérstökum reglum sem miðast við gjaldskrá sem heil- brigðisráðherra gefur út. Í dag miðast endurgreiðsla vegna tannlækninga barna 17 ára og yngri við 75 prósent kostnaðar við almennar tannlækningar. „Þetta snýst allt um fjármuni til tryggingakerfisins, og í dag eru ekki sjáanlegar á borðinu neinar breytingar í þessum málaflokki,“ segir Jón og bætir við að hann geti ómögulega stað- hæft neitt um hækkun endur- greiðslu fyrr en niðurstöður rannsóknar á tannheilbrigði Ís- lendinga liggi fyrir. „Rannsókn- in er þegar komin af stað og fer fram næstu misserin. En það verður ekki fyrr en ég get skoð- að niðurstöður hennar að ég get sagt til um hvað best er að gera, þótt auðvitað væri 100 prósent endurgreiðsla æskilegasta úr- ræðið fyrir fjölskyldurnar í landinu.“ ■ VERÐLAG Verulegar hækkanir hafa orðið umfram verðlag á húsnæð- is- og menntunarkostnaði og heil- brigðisþjónustu landsmanna á síðustu fimm árum. Útgjöld vegna menntunar hafa hækkað um 43,1% á sama tíma og verðlag hækkaði um 19,8%. Sama gildir um opinbera þjónustu, heimilis- tryggingar og ýmsa aðra þjón- ustu á almenna markaðnum. Þetta kemur meðal annars fram í svari Davíðs Oddssonar, ráð- herra Hagstofu Íslands, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Samfylkingunni. Heilbrigðisþjónusta hækkaði um 29,8% frá mars 1999 til mars 2004 en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 19,8%. Komugjöld hafa hækkað hjá heilsugæslustöðvum, sem og gjöld vegna rannsókna og komu- gjöld til sérfræðinga. Menntun hækkaði á tímabilinu um 43,1% og er skýringin vafa- laust hækkun á innritunargjöld- um í háskóla og framhaldsskóla. Skipt á skólastig hefur hækkunin orðið mest í framhaldsskólum, eða 44%, rúm 35% í háskólum en aðeins 15,8% í grunnskólum. Opinber þjónusta og önnur þjónusta hækkaði um 27,6% en til opinberrar þjónustu teljast meðal annars afnotagjöld út- varps, rafmagn og hiti, leikskóla- gjöld, póstkostnaður, strætis- vagnar og sundstaðir. Önnur þjónusta hækkar um 30,6% en þar er meðal annars átt við tann- lækningar, tryggingar, ferðaiðn- aðinn, símgjöld og klippingu. Loks má lesa í svari ráðherra Hagstofu að húsnæðiskostnaður hækkaði um 54,5% eða tæplega 25% umfram almennt verðlag. „Full ástæða er til fyrir verka- lýðshreyfinguna að fylgjast náið með verðlagshækkunum á vöru og þjónustu. Með slíku aðhaldi væri hægt að sporna við því að litlar hækkanir sem um hefur verið samið étist ekki upp í verð- lagshækkunum sem eru langt umfram almennar verðlags- hækkanir sem vísitala neyslu- verðs mælir. Það er ekki síst nauðsynlegt þegar lítil vörn er í nýgerðum kjarasamningum gegn aukinni verðbólgu á næstu árum,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar. the@frettabladid.is Breska sendiráðið á Íslandi: Ekki stendur til að loka SENDIRÁÐ Breska dagblaðið Sunday Telegraph greindi frá því í gær að breska utanríkisráðu- neytið hygði á sparnað með því að draga stórlega úr umsvifum fjöl- margra sendiráða sinna. Nefnd voru sendiráðið á Íslandi og á Nýja-Sjálandi sem dæmi um sendiráð sem yrðu lögð af. Teitur Þorkelsson, upplýsinga- fulltrúi breska sendiráðsins á Ís- landi, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að loka sendiráð- inu. „Það komu upp keimlíkar fréttir um fyrirhugaða lokun smærri sendiráða fyrir um fimm árum síðan, en ekkert var hæft í þeim fréttum,“ segir Teitur og bætir við að nýr sendiherra, Alp Mehmet, taki við embættinu til þriggja ára í apríl næstkomandi. „Hér er því um að ræða vanga- veltur eins dagblaðs í Bretlandi, en ekki staðreyndir.“ ■ UPPREISNARMENN Fimmtán mönnum sem handteknir voru var stillt upp fyrir framan blaðamenn. Óeirðir í Kongó: Valdarán stöðvað KONGÓ, AP Stjórnvöld í lýðveldinu Kongó handtóku á sunnudag fimmtán manns sem reyndu valdarán í höfuðborginni Kin- shasa. Mönnunum, sem sumir voru særðir, var stillt upp fyrir framan fréttamenn á blaða- mannafundi stjórnvalda. Landa- mæralögregla í Kongó hefur uppi strangt eftirlit á landamærunum eftir árásir á herstöðvar og sjón- varpsstöðvar í landinu. Opinber- lega er álitið að meðlimir fyrrum hersveitar Mobutu Sese Seko standi bak við árásirnar. Tveir hermenn létu lífið og fleiri særð- ust í átökum sem brutust út víða um Kinshasa á sunnudag. ■ NÝI FÆÐUPÝRAMÍDINN Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti D.E.T., kynnir niðurstöður Harvard Nurse Study um fæðuflokka pýramídans, eflingu á hreysti, orku og eðlilega líkamsþyngd. Sólveig á Grænum kosti verður með sýnikennslu. Uppskriftir og fleira fræðandi efni fylgir. Námskeiðið er ein kvöldstund frá kl. 19-23 miðvikudaginn 31. mars. Verð kr. 6.900. Skráning í síma 821 4608. 93% JÓN KRISTJÁNSSON HEILBRIGÐISRÁÐHERRA „Hundrað prósent endurgreiðsla væri auðvitað æskilegasta úrræðið fyrir fjölskyldurnar í landinu.“ LÖGREGLUMÁL Aukið aðgengi barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, að fagaðilum með sérþekk- ingu hefur bætt stöðu þeirra í sam- félaginu, að sögn Rannveigar Þóris- dóttur, félagsfræðings hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Rannveig segir að aukin umræða um kynferðisbrot gegn börnum hafi hjálpað til í baráttunni gegn þessum glæpum. Hún segir foreldra, um- sjónarfólk félagsstarfs, leikskóla, skóla og raunar allt umhverfi barn- anna miklu meðvitaðra en áður um þá hættu sem geti verið fyrir hendi. Lögreglan, Barnaverndarstofa og barnahús gegni stóru hlutverki, svo og barnaverndarnefndir. „Forvarnarstarf á öðrum svið- um, svo sem gegn fíkniefnum, þjón- ar síðan sem áframhaldandi farveg- ur fyrir önnur málefni,“ segir Rann- veig. „Það hefur í för með sér að hægt er að bregðast hraðar við, af því að reynslan af samstarfinu er þegar til staðar.“ ■ MIKILVÆGT SAMSTARF Menntamálaráðuneytið, Æskulýðsráð, sveitarfélögin og fulltrúar frjálsra félaga- samtaka hafa tekið höndum saman til að hindra að óæskilegu fólki takist að ráða sig til starfa með börnum og unglingum. Frá þessu greindi Fréttablaðið í vikunni. Staða barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi: Samfélagið meðvit- aðra um hættuna KB banki: Sólon lætur af störfum VIÐSKIPTI Sólon Sigurðsson, annar af bankastjórum KB banka, tilkynnti á aðalfundi félagsins á laugardag að hann hygðist láta af störfum um næstu áramót. Sólon á að baki 42 ára starf í bankageiranum sem skiptist til helminga á milli Lands- bankans og Búnaðarbanka, sem sameinaðist Kaupþingi og myndaði KB banka. „Þetta hefur allt saman gengið afburðavel og mjög ánægjulegt að hafa tekið þátt í því,“ segir hann um sameiningu bankanna. Hann segist skilja bankann eftir í góðum höndum undir stjórn Hreið- ars Más Sigurðssonar bankastjóra og Sigurðar Einarssonar stjórnar- formanns. „Það verður ekki á betra kosið,“ segir hann. ■ VERÐLAGSBREYTINGAR MARS 1999 TIL MARS 2004 Hækkun vísitölu neysluverðs 24,4% Hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðiskostnaðar 19,8% Heilbrigðisþjónusta 29,8% Húsnæðiskostnaður 54,5% Menntun 43,1% Grunnskólar 15,8% Framhaldsskólar 44,0% Háskólar 35,4% Heimilistryggingar 36,3% Rafmagn og hiti 18,0% Póst- og símakostnaður 8,7% BRÝNIR VERKALÝÐSHREYFINGUNA Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, segir fulla ástæðu fyrir verka- lýðshreyfinguna til að fylgjast vel með verð- hækkunum á næstunni. Nýgerðir kjara- samningar veiti litla vörn gegn verðbólgu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Hækkanir umfram verðlagsbreytingar Verðbreytingar á vöru og þjónustu frá mars 1999 til dagsins í dag eru um- talsvert meiri en hækkun vísitölu neysluverðs. Jóhanna Sigurðardóttir segir fulla ástæðu fyrir verkalýðshreyfinguna til að fylgjast náið með. ■ Lögreglufréttir FLÚÐI EFTIR ÚT AF AKSTUR Maður sem ekið hafði bíl út af veginum skammt frá Miðfjarðarárbrú náð- ist í nágrenni við slysstað en hann hafði yfirgefið bílinn eftir óhappið, sem varð aðfaranótt sunnudags. Grunur leikur á mað- urinn hafi verið undir áhrifum áfengis þegar óhappið varð. FÉLL AF BIFHJÓLI Maður við- beinsbrotnaði þegar hann datt af bifhjóli sem hann ók rétt vestan við Blönduós seinni partinn í gær. LENTI UTAN VEGAR Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og lenti utan vegar í Hrútafjarðarhálsi um fjögurleytið í gærdag. Far- þegi í bílnum var lemstraður eft- ir óhappið. SÓLON SIGURÐSSON Lætur af störfum um næstu áramót.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.