Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 8
8 29. mars 2004 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir Saklaus „Ég hef ekkert gert til að „séðogheyrt-væða“ embættið.“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Fréttablaðið 28. mars. Þakklátur tónlistarmaður „Ég er býsna ánægður með mitt hlutskipti og á maður ekki að vera þakklátur fyrir að hafa enn heilsu og hreinlega vera á lífi?“ Þórir Baldursson tónlistarmaður. Morgunblaðið. 28. mars. Hremmingar „Starfsfólkið hér hefur farið í gegnum ýmsar hremmingar og það væri ekki gott fyrir fyrirtækið ef salan misheppn- aðist.“ Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Fréttablaðið 28. mars. Orðrétt Halldór Ásgrímsson vill endurvekja hugmyndir um útflutning raforku: Strengur kostar 65 milljarða RAFMAGN Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra vill endurvekja hug- myndir um að flytja út raforku með sæstreng frá Íslandi til Skotlands. Þetta kemur fram í skoska dagblað- inu The Scotsman í gær og er haft eftir Halldóri í viðtali við skoska fiskitímaritið Fishing Monthly. Sæstrengur milli Íslands og Skotland væri gríðarleg áskorun tæknilega séð. Strengurinn þyrfti að vera 500 mílur að lengd hið minnsta en áætlaður kostnaður er um 65 milljarða króna. „Tæknilega séð er þetta fram- kvæmanlegt,“ segir Halldór meðal annars í viðtalinu. „Þetta er dýr framkvæmd en ég hef trú á því að sá dagur muni renna upp að við tengj- umst Evrópu.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir fyrirtækið hafa átt í viðræðum um sæstrengsmál í Skotlandi fyrir nokkrum árum með það í huga að selja rafmagn áfram suður til Evr- ópu. Lítið hefur þó farið fyrir við- ræðum við Skota undanfarið en Landsvirkjun, ásamt Statoil og Statnet, lét gera hagkvæmisathugun á því að leggja sæstreng til Noregs. Niðurstaðan var sú að sæstrengur er ekki fýsilegur kostur sem stendur vegna markaðsaðstæðna. ■ Andlitslyfting Alþingishússins Framkvæmdir hefjast í sumar við endurbætur Alþingishússins að innan. Heildarkostnaður við að gera húsið upp nemur um 200 milljónum króna. Sótt er í hugmyndir frá þeim tíma þegar húsið var byggt. ENDURBÆTUR Umfangsmiklar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar innan veggja Alþingishússins við Austur- völl í sumar. Á síðasta ári var hafist handa við að laga húsið að innan og er vinnan nú í raun framhald á þeim framkvæmdum. Endurbæturnar felast í ýmsu, meðal annars verður skipt um gólfefni víða í húsinu og verður fallegt stafaparkett áber- andi, auk þess sem frískað verður upp á litavalið. Þá verður lýsing bætt og skipt um ljósakrónurnar þrjár í þingsölunum. Í stað þeirra sem nú prýða salina koma ljósakrónur sem voru lengi vel í Al- þingishúsinu, en var skipt út og hafa til að mynda prýtt Þjóðmenningar- húsið undanfarin ár. Útlit Alþingishússins verði upprunalegt „Alþingishúsið er alfriðað og á sína merkilegu sögu. Meginmark- miðið verður að gefa því uppruna- legt útlit. Við framkvæmdirnar sækjum við í frumhugmyndir og tíðaranda þess danska arkitekts sem teiknaði húsið á sínum tíma,“ segir Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu, sem hefur umsjón með framkvæmdunum. Reiknað er með að framkvæmd- irnar hefjist fljótlega eftir að vor- þingi lýkur í byrjun maí næstkom- andi og verða þær teknar í tveimur áföngum. Stefnt er að því að ljúka fyrri áfanganum um miðjan júlí, eða nokkru fyrir innsetningu í emb- ætti forseta Íslands 1. ágúst, en þá verða þingsalurinn og forsalurinn að vera tilbúnir. Markmiðið er síðan að klára síðari áfangann fyrir sept- ember. Kostnaðurinn við fram- kvæmdirnar í sumar nemur um 70 milljónum króna, en heildarkostn- aður við að gera upp Alþingishúsið bæði að utan og innan hljóðar upp á um 200 milljónir króna. „Stærsta framkvæmdin á fyrstu hæðinni verður við gamla steypta plötu sem var steypt um leið og hús- ið var byggt. Steypan er svo mjúk og dregur í sig svo mikinn raka að það er varla hægt að setja nokkuð gólfefni á hana. Það eru hugmyndir um að setja stafaparket í forsalinn, en til þess að það sé mögulegt þá þarf að brjóta alla plötuna upp og steypa nýja plötu. Við náum þó ekki að klára vinnuna við gólfið á þessu ári og því er reiknað með að frekari fjármunum verði veitt í verkefnið á næsta ári,“ segir Sigurður. Húsið fullt af draugalögnum Á annarri hæð Alþingishússins, í þingsalnum og í lestrarstofu verða öll teppi tekin af, en undir þeim eru spónaplötur sem hafa verið lagðar á gólfin. Markmiðið er að breyta gólfunum í sína upp- runalegu mynd og slípa þau og meðhöndla. Sigurður segir að gríð- arleg vinna verði ennfremur við að endurnýja allar lagnir hússins. „Húsið er fullt af alls konar draugalögnum, jafnvel frá byrjun síðustu aldar, sem liggja hér og þar og enginn veit hvort eru í notkun eða ekki. Þetta verður sett í heild- stætt lagnakerfi, enda er Alþingis- húsið afar tæknivætt hús og því nauðsynlegt að hafa allar lagnir í lagi þannig að auðvelt verði að skipta þeim út. Stóra andlitslyft- ingin verður í raun hreinsunin á öllu þessu drasli. Allir þessir smáu hlutir eiga eftir að gjörbreyta ásýndinni innanhúss,“ segir Sig- urður. Ekki er fyrirhugað að ráðast í framkvæmdir á þriðju hæð Al- þingishússins í sumar, en leka- vandamál ofan á þaki hússins hef- ur þegar verið leyst. Stefnt er að því að taka ytra byrði þaksins í gegn á næsta ári. bryndis@frettabladid.is Írland: Reykinga- bann á vinnustöðum DUBLIN, AP Frá og með deginum í gær tóku gildi á Írlandi ströngustu tóbaksvarnarlög heims. Frá og með gærdegin- um er með öllu óheimilt að reykja á vinnustöðum, þar með talið veitingastöðum. Meirihluti Íra styður hina ströngu löggjöf og hafa þús- undir leitað aðstoðar við að hætta reykingum í kjölfar mik- illar auglýsingaherferðar stjórnvalda. Veitingastaðaeig- endur eru hins vegar margir uggandi um sinn hag og telja að bannið muni hafa slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. ■ KVIKNAÐI Í BÍL Á REYKJANES- BRAUT Eldur kviknaði í bíl sem ekið var eftir Reykjanesbraut í gærdag. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, keyrði út í kant þegar eldurinn kom upp og hringdi á lögreglu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Bílinn er ónýtur. ÖLVUNARAKSTUR Sjö ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Þá var einn tekinn ölvaður á bíl í Hafnarfirði í gær- morgun. ALÞINGISHÚSIÐ LAGFÆRT Sigurður Einarsson arkitekt hefur umsjón með framkvæmdunum í Alþingishúsinu sem ráðist verður í í sumar. Hann segir markmiðið að tryggja upprunalegt útlit hússins að innan. LJÓSAKRÓNUR Í ÞINGSAL Ljósakrónur sem voru upphaflega í sölum þingsins, eins og sést á þessari mynd, en var skipt út á sínum tíma, koma nú aftur í húsið. ENDURBÆTUR Reiknað er með því að heildarkostnaður við endurbætur Alþingishússins, bæði að innan og utan, nemi um 200 milljónum króna. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Vill leggja sæstreng til Skotlands. Landsvirkjun átti í samstarf við Scottish Highdrow fyrir nokkrum árum en lítið hefur farið fyrir viðræðum undanfarið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.