Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 10
29. mars 2004 MÁNUDAGUR TÚNIS, AP Leiðtogafundi Araba- bandalagsins sem átti að hefjast í Túnis í dag hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þar átti meðal annars að ræða hugmynd- ir um að endurvekja friðartil- lögur milli Palestínumanna og Ísraela sem rúmlega tuttugu arabaríki lögðu fram fyrir tveimur árum. Talsverð reiði ríkir hjá Aröb- um vegna frestun fundarins og er leiðtogum ríkjanna kennt um, sem og Ísraelum og Bandaríkja- mönnum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1983 sem fundi leiðtoganna er frestað en þeir hafa margoft verið haldnir. Hosni Mubarak, forseti Eg- yptalands, segist tilbúinn að halda fundinn í Kaíró eins fljótt og auðið er. ■ Hvergi ráðgefandi símaþjónusta Ómögulegt virðist vera að fá símasamband við barnalækni ef neyð krefur. Engir virðast veita ráðgefandi símaþjónustu til ungra foreldra sem vita ekki í hvorn fótinn á að stíga varðandi veikindi barna sinna. HEILBRIGÐISMÁL „Það var alveg sama hvað ég reyndi, það var hvergi möguleiki að fá að tala augnablik við barnalækni,“ seg- ir Árni Jón Guðmundsson, en ungt barn hans veiktist heift- arlega í vik- unni. „Okkur varð ekki um sel þegar barnið var ælandi og með niðurgang alla nóttina og það eina sem ég vildi var að fá ráð sérfræð- ings hvort ég ætti að koma með barnið eða hvort ég væri kannski að gera úlfalda úr mýflugu. Ég bý langt frá og þessar upplýsingar hefðu skipt mig máli. En það var sama hvert ég hringdi, enginn gat gefið sér eina mínútu til að ræða við mig.“ Hjá bráðadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss er ekki veitt ráðgefandi símaþjónusta af neinu tagi og fólki sem þangað hringir er bent á að tilvísunar þurfi til að fá aðgang að sjúkra- húsinu. Sé fólki órótt vegna veikinda barns er því bent á að ræða við heilsugæslu eða panta tíma hjá barnalækni. Hjá Dom- us Medica fengust þær upplýs- ingar að læknar þar tækju ekki síma og á tveim heilsugæslu- stofnunum sem Fréttablaðið hafði samband við var það sama uppi á teningnum. Eingöngu væri mögulegt að ná sambandi við barnalækni á sérstökum hálftíma símatímum einu sinni í viku. Árni Jón segist orðlaus þar sem þær aðstæður geti myndast að fólk komist ekki á sjúkrahús með góðu móti eða að það fari erindisleysu ef í ljós komi að lít- ið sem ekkert ami að barninu. „Ég komst loks með barnið á sjúkrahús seinnipart dags og sá læknir sem tók á móti okkur lagði barnið strax inn án mála- lenginga.“ Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir segir erfitt við slíkt að eiga. „Þjónusta sem þessi ætti að vera aðgengileg al- menningi en það vakna margar spurningar. Hverjir eiga að greiða fyrir þjónustuna, hvern- ig á slík greiðsla að fara fram og hver er ábyrgð þeirra sem þjónustuna veita? Því miður er það einnig svo að símaþjónusta af þessu tagi er fyrst undir hníf- inn þegar skóinn kreppir fjár- hagslega.“ albert@frettabladid.is ÞÓRHÖFN Prammi sem losnaði aft- an úr dæluskipinu Scandiu úti fyrir Langanesi síðastliðinn föstudagsmorgun var festur heilu og höldnu við bryggju á Þórshöfn aðfaranótt sunnudags. Að sögn Steins Karlssonar, hafnarvarðar í Þórshöfn, gekk flutningurinn vel fyrir rest, en í millitíðinni hafði pramminn ver- ið festur við togskipið Hoffell en slitnað aftur seint á föstudags- kvöld í hvassviðri. Pramminn er í eigu Gáma- og tækjaleigu Aust- urlands, er 400 fermetrar að flat- armáli og tekur 2.000 tonna þunga. Hann er vélarlaus og án ljósabúnaðar, og því skapast mik- il hætta þegar hann rekur stjórn- laust um hafið. Það voru björg- unarsveitarmenn á Þórshöfn sem festu taug milli prammans og Scandiu, sem dró hann til Þórshafnar. ■ Stjórnlaus prammi úti af Langanesi: Kominn í höfn á Þórshöfn „Því miður er það einnig svo að síma- þjónusta af þessu tagi er fyrst undir hnífinn þegar skóinn krepp- ir fjárhags- lega. AMR MOUSSA Amr Moussa, aðalritari Arababanda- lagsins, yfirgefur ráðstefnu utanrík- isráðherra arabaríkja á laugardag. Utanríkisráðherrarnir hittust að vanda fyrir fund leiðtoga ríkjanna, sem nú hefur verið frestað. LÆKNISSKOÐUN Engir barnalæknar veita ráðgefandi þjónustu gegnum síma. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Arababandalagið: Leiðtogar fresta fundi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.