Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 29. mars 2004 MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vís- ar því á bug að stjórnarandstöðuflokkarnir eyði kröftum sínum í innbyrðisátök. Þingflokksformaður Sam- fylkingar: Stjórnar- flokkarnir líti í eigin barm STJÓRNMÁL „Það er langt því frá að um alvarleg átök sé að ræða milli stjórnarandstöðuflokkanna,“ segir Margrét Frímannsdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, um ummæli Hjálmars Árnasonar. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um ýmis mál enda eru þarna þrír flokkar að störfum. Ég er hissa á þingflokksformanni Framsóknar- flokksins að eyða kröftum sínum í að hafa áhyggjur af stjórnarand- stöðunni þegar ítrekað hefur komið fram í ræðustól á Alþingi djúpstæð- ur ágreiningur milli stjórnarflokk- anna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hafa til dæmis hvað eftir annað vegið að heilbrigðisráðherra. Hjálmari væri nær að horfa til þessa þar sem um er að ræða form- legt, skjalfest samstarf flokkanna tveggja,“ segir Margrét. ■ Þingflokksformaður Vinstri grænna: Vanstillt gagnrýni STJÓRNMÁL „Ég vissi ekki að Fram- sóknarflokkurinn væri orðinn svo illa haldinn að þingflokksformaður hans þyrfti að fá útrás á eins van- stilltan hátt og þessi ummæli bera vitni,“ segir Ög- mundur Jónasson, þ i n g f l o k k s f o r - maður Vinstri grænna, um gagn- rýni Hjálmars Árnasonar. „Auðvitað má til sanns vegar færa að stjórnar- andstöðuflokkarn- ir ekki síður en stjórnarliðar berj- ast fyrir sínum málum og ekkert við það að athuga. Hins vegar er það alrangt að ágrein- ingurinn sé meiri en eðlilegt getur talist. Stjórnarand- stöðuflokkarnir eru sameinaðir í andstöðu við ríkisstjórnina og ég tel mikilvægt að þeir stilli nú saman strengi sína til að rétta kúrsinn á þjóðarskútunni,“ segir Ögmundur. ■ Ný eldflaug NASA er hraðskreiðasta farartæki veraldar: Flýgur á sjöföldum hljóðhraða BANDARÍKIN, AP Þremur árum eftir fyrsta reynsluflugið, sem end- aði með sprenginu, leit dagsins ljós ný reynsluflaug Geimrann- sóknastofnunar Bandaríkjanna (NASA), sem talin er fara hrað- ar en nokkurt annað farartæki, eða 8.000 kílómetra á klukku- stund. Það tók hina sjálfstýrðu X- 43A eldflaug aðeins ellefu sek- úndur að ná fullum krafti en þá sýndi hún listir sínar í loftinu um sex mínútna skeið áður en hún tók dýfu ofan í Kyrrahafið, 400 sjómílum utan við Kaliforn- íu. „Þetta var ekkert nema fjör,“ sagði Joel Sitz, framleiðslustjóri hjá NASA. Flugvirkinn Law- rence Huebner sagði forpróf eldflaugarinnar sýna að há- markshraði hennar sé meira en sjöfaldur hljóðhraði, eða um 8.000 kílómetrar á klukkustund. Fyrsta skot X-43A eldflaugar- innar endaði með ósköpum 2. júní 2001 eftir að Pegasus-eldflaug sem notuð var sem eldsneytisgjafi bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Rannsókn sýndi seinna að vinna eldflaugarinnar hafði verið mis- reiknuð við forprófanir, en að hægt hefði verið að sjá fyrir þau áhrif að stjórnbúnaður yrði óhæf- ur til flugs. Við byggingu X-43A þróaði NASA og prófaði nýja tegund vélar er kallast hraðflaug og er með hljóðfráum þrýstilofts- hreyfli. Í hraðflaugum er súr- efni hleypt inn í brennsluklefa þar sem það blandast eldsneyti og byrjar strax að brenna. Til að virka verður vélin að ferðast á fimmföldum hljóðhraða, en ein- göngu eldflaugar geta náð þeim hraða. ■ HRAÐFLAUG PRÓFUÐ Videómynd sem sýnir X-43A eldflaug NASA losna af væng B-52 flugvélar yfir Kyrrahafinu. ÖGMUNDUR JÓNASSON Þingflokksformaður Vinstri grænna vísar því alfarið á bug að undirbúningi þing- mála sé ábótavant hjá stjórnarand- stöðunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.