Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 29. mars 2004 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Vegmúla 3 - 150 Reykjavík Sími 545 8700 - Bréfasími 551 9165 Póstfang:postur@htr.stjr.is V I Ð E R U M F L U T T. .. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið er flutt að Vegmúla 3 í Reykjavík og tekur ráðuneytið til starfa á nýjum stað á morgun, þriðjudaginn 30. mars. Afgreiðslutími er alla virka daga frá 8:30 til kl. 16:00 Engin breyting er á símanúmeri og bréfasíma ráðuneytisins Ve gm úli Suðurlandsbraut Árm úli Síðum úli A T H Y G L I GERVITUNGL ÚT Í GEIM Kínverjar ætla að skjóta nýjum gervihnetti út í geim árið 2006 og hafa stjórnvöld þar með flýtt geim- skotinu um eitt ár. Hnötturinn mun taka þrívíddarmyndir af tunglinu fyrir kínversku geim- ferðastofnunina. Kínverjar sendu í fyrsta skipti mannað geimfar út í geim í október síðastliðnum. BARNANÍÐINGAR LAUSIR ÚR FANGELSI Indverskur dómstóll hefur úrskurðað að svissneskt par, sem misnotaði börn í Bombay, skuli látið laust úr fang- elsi. Parið, sem var hálfnað með að taka út sjö ára refsingu sína, var látið laust eftir að hafa greitt tæplega milljón krónur í bætur til fórnarlamba sinna. Úrskurður- inn hefur vakið hörð viðbrögð. VLADIMÍR PÚTÍN Er ánægður með nýja ríkisstjórn Rússlands. Vladimír Pútín: Lofsyngur ríkisstjórnina MOSKVA, AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lofsöng nýja ríkis- stjórn landsins í sjónvarpsútsend- ingu á laugardag. Í sömu ræðu sakaði hann fyrri stjórn um seink- anir á endurbótum. Hann bætti því þó við að hann hefði ekki ver- ið óánægður með störf fyrri ríkis- stjórnarinnar. Pútín, sem rak forsætisráð- herra landsins til langs tíma tæp- um mánuði áður en hann var end- urkjörinn, sagði að Mikhaíl Frad- kov, sem tók við embættinu, hefði tekist að endurskipuleggja stjórn- ina. ■ Austur-Hérað: Ungmenna- hús á Egils- stöðum AUSTUR-HÉRAÐ Fulltrúar Austur- Héraðs og Héraðs- og Borgar- fjarðardeild Rauða kross Íslands undirrituðu á dögunum samning um rekstur tómstunda- og menn- ingarhúss fyrir ungt fólk, 16 til 25 ára. Húsið verður opið fjóra til fimm daga í viku árið um kring en í því verður aðstaða fyrir ungt fólk til að vinna að hugðarefnum sínum, hvort heldur það er í félagsstarfi, listum eða leik. Notkun hvers kyns vímugjafa, áfengis, tóbaks eða annars, verð- ur bönnuð í og við ungmennahús- ið. Héraðs- og Borgarfjarðardeild RKÍ mun annast nauðsynlegar endurbætur á húsnæðinu og kaupa húsgögn og tæki fyrir reksturinn. Hópur ungs fólks verður hafður með í ráðum við hönnun hússins og innréttingu þess. Austur-Hérað sér um starfs- mannahald og heldur utan um al- mennan rekstur hússins. Á næst- unni verður auglýst eftir for- stöðumanni. Samningurinn gildir til loka næsta árs og er um upphaf starf- semi hússins. Leitað verður mark- visst að fleiri aðilum til að leggja fjármagn til verkefnisins til að tryggja rekstrargrundvöll húss- ins frá upphafi og efla starfsemi þess til lengri tíma litið. ■ ■ Asía

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.