Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 22
fjármál heimilanna Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um f jármál heimilanna Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: fjarmal@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Tvö lið, einn leikur: Ómetanlegt Skráðu þig á www.kreditkort.is og notaðu MasterCard kortið þitt á tímabilinu 15. febrúar til 30. apríl. Þeir sem hafa ekki aðgang að vefnum geta hringt í MasterCard þjónustuver, sími 550 1500. Í hvert skipti sem þú notar kortið ferðu í pott, svo þú eykur vinningslíkurnar með því einu að nota kortið. Your Game,Their opinion MasterCard - At the heart of the debate Your Game, Their opinion lúxusferð fyrir tvo á úrslitaleik UEFA Champions League?* og tækifæri til að tala við stórstjörnur í boltanum um fótbolta! FÆRÐ ÞÚ *26. maí 2004 Gelsenkirchen, ÞýskalandiSigurvegarar UEFA Champions League 2003: AC Milan Önnur verðlaun Philips 350 GSM sími með MMS og myndavél Þriðju verðlaun Einstakur DVD diskur um fótbolta 'Þinn leikur, þeirra skoðun' ÁSTA S. HELGADÓTTIR Forstöðumaður ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hún telur mikilvægt að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann. Ráðgjafarstofa um fjármál heim-ilanna hefur undanfarið unnið að því að auka fræðslu um fjármál, ekki síst til ungs fólks. „Við viljum gjarnan vera með meiri forvarnir varðandi fjármál,“ segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráð- gjafarstofunnar. „Í raun finnst mér að fjármálauppeldi ætti að hefjast strax í leikskóla. Fjármál skipta svo miklu máli í lífi fólks en hafa kann- ski orðið svolítið út undan. Það er þó að batna, til dæmis með tilkomu lífsleikni í námskrá grunnskóla, sem hefur verið vel tekið af krökkunum.“ Ráðgjafarstofan hefur meðal annars verið með fræðslu í Foreldrahúsi varðandi fjármál unga fólksins Þar er um að ræða fræðslu fyrir krakka 17 ára og eldri. „Við höfum meðal annars farið yfir það hvað það kostar fyrir ungt fólk að lifa í dag og kostnað við til dæmis bíó eða pizzu og hvað kostar að reykja. Einnig hvað það þýðir að skrifa upp á ábyrgðarskuldbind- ingar, taka lán og fleira.“ Ásta segir mikilvægt að foreldr- ar hugi að fjármálauppeldi barna sinna. „Við erum alltaf að sjá yngra og yngra fólk sem er komið í veru- lega miklar fjárskuldbindingar. Eitt af hlutverkum Ráðgjafarstofunnar er almenn fræðsla en því miður er fólk að leita til okkar allt of seint. Það er mjög jákvætt ef hægt er að grípa fyrr inn í, því við sjáum það svart á hvítu í okkar starfi hversu mikilvægt það er.“ Ásta segir að skipulagning fjár- mála sé lykilatriði, sama á hvaða aldri fólk er. „Fólk þarf að hafa yfirsýn yfir tekjur og eyðslu, því þegar það missir þessa yfirsýn er það strax komið í vandræði. Annað lykilatriði er að hafa vaðið fyrir neðan sig, vera ekki alltaf með allt í járnum.“ Gylliboðum rignir yfir ung- lingana og Ásta segir að foreldrar verði að vera mjög vakandi. „Frelsið á fjármálamarkaðnum er mikið og foreldrar verða að fylgjast vel með til að geta frætt börnin sín. Auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð einstaklinganna.“ Á vefsíðu Ráðgjafarstofunnar, www.rad.is, má finna frekari upplýsingar um starfsemi hennar, en þjónustan er ókeypis. audur@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna: Áhersla lögð á for- varnir í fjármálum Mörgum vex í augum að spara, telja að þeir hafi ekki efni á því eða koma því hreinlega ekki í verk. Sparnaður launar sig þó verulega, jafnvel þótt smá skref séu stigin og tiltölu- lega skammt hugsað. 10.000 krónur á mánuði í 12 mánuði verða 120.000 Ofan á þetta bætast vextir Fyrir þessa upphæð má gera ýmislegt gagnlegt eða skemmtilegt: Kaupa sér þvottavél og þurrkara. Kaupa sér stól sem mann hefur dreymt lengi um en ekki haft efni á. Fara í rómantíska helgarferð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.