Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 29. mars 2004 Sellófondrottningin er andlit No Name Björk Jakobsdóttir leikkona erandlit No Name árið 2004 en hún var kynnt til leiks með pompi og prakt í Iðnó á laugardagskvöld. „Þetta leggst vel í mig vegna þeirrar stefnu sem þær hafa tekið, að vera alltaf með konur sem hafa skarað fram úr fyrir fleira en fegurð. Þetta eru konur sem mér finnst ógeðslega flottar. Á meðan stefnan frá snyrti- vörulínunni er svona er ekkert að því að vera andlit þeirra. Það er ekki amalegt að fylgja Bryndísi Schram,“ segir Björk, sem einnig fetar í fót- spor Eddu Björgvins, Diddúar, Selmu Björnsdóttur, Siggu Beinteins og fleiri glæsikvenna. No Name-stúlkur liðinna ára létu einnig til sín taka og þannig sungu til að mynda Selma og Sigga saman en þær vilja alls ekki láta kalla sig „fyrrum No Name-stúlkur“ þar sem þær líta svo á að sú sem hafi einu sinni verið No Name-stúlka sé ávallt No Name-stúlka. Þá tróð Edda Björg- vins upp og fór á sínum alþekktu kostum þegar hún ræddi reynsluna að vera No Name-andlit og listina að eldast. Edda segist alltaf vera 29 ára þó hún hafi fæðst fyrir 43 árum og allir jafnaldrar hennar séu orðnir 51 árs. Þá benti hún á að aldurinn væri ekki síst afstæður þar sem þetta væri allt „uppgert“ og brjóstin væru 10 ára, nefið 5 ára og tennurnar síð- an í síðustu viku. ■ Sigrún tilnefnd til verðlauna Sigrún Eldjárn, rithöfundur ogmyndlistarkona, er tilnefnd af hálfu Íslands til Norrænu barna- bókaverðlaunanna árið 2004. Greint var frá tilnefningunni á aðalfundi Félags skólasafnskenn- ara sem haldinn var í húsi Kenn- arasambands Íslands 24. mars. Sigrún er tilnefnd fyrir höf- undarferil, sem rithöfundur og listamaður, en hún hefur mynd- skreytt fjöldann allan af barna- bókum, bæði eigin sögur og ann- arra. Einnig hafa myndskreyttar ljóðabækur og stafrófskver sem hún hefur gert með Þórarni bróð- ur sínum heillað unga fólkið í gegnum árin. Sigrún hefur samið um tuttugu barnabækur og marg- ar persónur hennar, eins og Langafi, Kuggur og Teitur tíma- flakkari, eru góðkunningjar bók- hneigðra barna. Einnig hafa verið tilnefndir höfundar frá Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi. Verðlaunin verða veitt í ágúst á norrænni ráð- stefnu skólasafnskennara í Hró- arskeldu í Danmörku en þess má geta að Íslendingar hafa titil að verja þar sem Kristín Steinsdóttir hlaut verðlaunin árið 2003. ■ Bækur SIGRÚN ELDJÁRN ■ Hefur verið tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna árið 2004 fyrir Íslands hönd. Andlit BJÖRK JAKOBSDÓTTIR ■ Er andlit No Name 2004. Segist feta stolt í fótspor forvera sinna, sem eru hver annarri glæsilegri. SIGRÚN ELDJÁRN, ÞÓRA SJÖFN GUÐ- MUNDSDÓTTIR OG ANNA BJÖRG SVEINSDÓTTIR Félags skólasafnskennara tilkynnti í liðinni viku að Sigrún Eldjárn yrði fulltrúi Íslands í samkeppni um Norrænu barnabókaverð- launin þetta árið. DÍSA Í HÁRNÝ, BJÖRK OG KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR Í NO NAME Dísa sá um hár Bjarkar, sem geislaði eins og klassísk kvikmyndastjarna í Iðnó. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T BJÖRK No Name andlit ársins á spjalli við eigin- manninn, Gunnar Helgason leikara, sem var staddur á Akureyri og því fjarri góðu gamni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.