Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 31
31MÁNUDAGUR 29. mars 2004 • Glæsilegt steikarhlaðborð • Veislustjóri: Sigurður Tómasson • Ræðumaður kvöldsins: Jón Ólafsson • Reynistaðabræður skemmta • Félagarnir úr Ný dönsk, Björn Jörundur og Jón Ólafsson stíga á stokk • Happdrætti • Málverkauppboð Miðasala er hafin í félagsheimili Þróttar, Tóbaksbúðinni Björk Bankastræti og hjá leikmönnum meistaraflokks karla í knattspyrnu. Frábært tækifæri til að stilla saman gamla og nýja strengi fyrir komandi átök. föstudaginn 2. apríl í félagsheimili Þróttar Húsið opnar 19:30, borðhald hefst 20:30 ÞRÓTTAR HERRAKVÖLD Miðaverð 3.500 kr. FÓTBOLTI Celtic náði nítján stiga forskoti í skosku úrvalsdeildinni með 2-1 sigri á Rangers á Ibrox í gær. Þetta var í þriðji sigur Celtic á Rangers í deildarleik í vetur en þeir hafa einnig slegið erkiféndur sína út úr bikarkeppninni. Svíinn Henrik Larsson skoraði fyrra mark Celtic með skalla á 20. mínútu eftir sendingu frá Alan Thompson. Thomson, sem var val- inn í enska landsliðið í vikunni, bætti öðru marki við á sjöundu mínútu seinni hálfleiks. Thomp- son nýtt sér hik í vörn Rangers og skoraði í annarri tilraun framhjá Stefan Klos. Varamaðurinn Steven Thompson skoraði mark Rangers átta mínútum fyrir leiks- lok.Thompson skallaði boltann í mark Celtic eftir sendingu frá varamanninum Chris Burke – smá hughreysting fyrir Rangers en skipti engu um lokastöðuna. Celtic hefur 86 stig eftir 30 leiki. Félagið hefur sigrað í 28 leikjum og gert tvö jafntefli og stefnir að því að verða fyrsta fé- lagið í sögu úrvalsdeildarinnar sem kemst taplaust í gegnum heilt keppnistímabil. ■ Celtic vann í gær Rangers í fjórða sinn á þessu tímabili í skoska boltanum: Nítján stiga forysta Celtic HENRIK LARSSON Skoraði fyrra mark Celtic í 2-1 sigrinum á Rangers. FÓTBOLTI Milan heldur níu stiga forystu í ítölsku A-deildinni þrátt fyrir jafntefli við Chievo í gær. Giuseppe Sculli og Simone Perr- otta skoruðu mörk Chievo í fyrri hálfleik en Andrea Pirlo minnkaði muninn í 2-1 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Andriy Shevchenko bjargaði andliti Mílanómanna með jöfnunarmarki á lokamínútunni. Roma tapaði 2-1 fyrir Bologna á heimavelli. Fabio Pecchia skor- aði fyrra mark Bologna um miðj- an fyrri hálfleik en Antonio Cassano jafnaði fyrir Rómverja þegar tíu mínútur voru til leik- hlés. Albanski landsliðsmaðurinn Igli Tare tryggði Bologna sann- gjarnan sigur þrettán mínútum fyrir leikslok. Juventus vann Modena 3-1 og hafði annað sætið af Rómverjum. Frakkinn David Trezeguet skoraði tvö mörk og Enzo Maresca eitt en Massimo Marazzina skoraði mark Modena. Roberto Baggio skoraði tvisvar þegar Brescia vann Ancona 5-2. Stefano Mauri, Giuseppe Colucci og Andrea Caracciolo skoruðu hin mörk Brescia en Milan Rapaic og Giampiero Maini settu mörk Ancona. Brescia er í ellefta sæti en Ancona er langneðst með að- eins sjö stig úr 27 leikjum. Parma vann í fyrsta sinn í fimm vikur. Parma vann Empoli 4-0 með mörkum Alberto Gilar- dino (2), Simone Barone og Mark Bresciano. Sebastien Frey í marki Parma varði vítaspyrnu Antonio Di Natale þegar staðan var enn markalaus. ■ Shevchenko bjargaði Milan Milan gerði jafntefli við Chievo en Roma tapaði og missti annað sætið. IGLI TARE Albaninn Igli Tare (til vinstri) skoraði sigur- mark Bologna gegn Roma í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.