Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 29. mars 2004 35 Þessi kom út í október í fyrra enhefur ekki, af einhverjum ástæðum, rekið upp að Íslands- ströndum fyrr en nú. Vonandi verð- ur þessi grein til þess að platan skili sér endanlega í búðir hér. Þetta er ein af þessum sjald- gæfu gersemum sem réttlætir þá sérvisku að vera tónlistargrúskari. Death Cab for Cutie leikur indie-popp og beitir öngla sína það vel að ómögulegt er að bíta ekki á. Platan hefur mjúkt og vinalegt yfirbragð sem helst væri hægt að líkja við meistarastykki Notwist frá því í hitteðfyrra, Neon Golden. Daður þessarar sveitar við raftón- ana er þó öllu minna en hjá þýsku snillingunum. Í rauninni blöskrar manni hversu heilsteypt verk platan er. Ekki eitt slappt lag. Vel unnin, falleg, frábær flutningur, æðisleg- ar útsetningar og skotheldir textar sem lyfta plötunni í hæstu hæðir. Ef eitthvað réttlæti væri í heimin- um væru þessir menn milljarða- mæringar. Textalínur á borð við; „There is a tear in your fabric, on your favourite dress and I’m sneaking glances. Looking for the patterns in static, they start to make sense the longer I’m at it,“ myndu sóma sér vel í verðlauna- ljóðabókum. Það er ekki oft sem hæfileikar sem slíkir vella út úr einni og sömu skífunni. Þetta er eins og pönnu- kaka með rabbabarasultu og rjóma. Þegar maður bítur í annan endann þrýstist hluti af rjómanum út um hinn og maður sér eftir honum þrátt fyrir að vera með munninn fullan af góðgætinu. Án efa með betri plötum síðasta árs, þó að fá okkar hefðu hugmynd um það þá. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist DEATH CAB FOR CUTIE: Transatlanticism Pönnukaka með rjóma? BIG FISH kl. 10.10 OUT OF TIME kl. 8 og 10.30 B. i. 16 ára SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30 MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 5.40, 8 og 10.30 B. i. 16 áraLOST IN TRANSLATION kl. 5.40 og 8 KÖTTURINN MEÐ HATTINN MONSTER kl. 8 og 10.15 B. i. 16 áraSCHOOL OF ROCK kl. 4, 6, 8 og 10.15 HHH1/2 kvikmyndir.com SÝND kl. 8 B.i. 14SÝND kl. 6, 7, 9 og 10 SÝND kl. 6, 8 &10 B.i. 16 Rafmagnaður erótískur tryllir í anda „Kiss the Girls“ og „Double Jeopardy“. HHHH kvikmyndir.is HHH Skonrokk SÝND kl. 4 ISL. TEXTI ,,Hreint útsagt frábær skemmtun!” - Fréttablaðið ,,Þetta er besta myndin í bíó í dag - ekki spurning” - Fréttablaðið HHH1/2 kvikmyndir.com HHHH kvikmyndir.is HHH Skonrokk STUCK ON YOU kl. 5.30, 8 og 10.30 HHH Skonrokk Páskamynd fjölskyldunnar Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar! Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það. Sýnd kl. 4.30 MEÐ ÍSLENSKU TALI Páskamynd fjölskyldunnar fórst þú með? ferðir fyrir Vildarpunkta icelandair.is/vildarklubbur NORRÆNT BÓKBAND 2005 Hér með er öllum sem áhuga hafa boðið að taka þátt í norrænni bókbandskeppni. Upplýsingar eru á fbm.is og si.is. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá Félagi bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21 og skal skila umsóknum fyrir 15. apríl til Bokbindarmästareföreningen, Box 16383, SE-10327 Stockholm, Sverige ásamt þátttöku- gjaldi 600 S.kr. Bókbandi skal skila á sama stað fyrir 3. október 2004. Bækurnar verða sýndar á Norðurlöndunum 2005–2006, á Íslandi sumarið 2005. JAM KLÚBBURINN Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. NÝJAR VÖRUR SUMARKJÓLAR, PILS, JAKKAR OG BOLIR Tónlistarstöðin VH1 stefnir aðgerð sjónvarpsmyndar um lífshlaup Michaels Jackson allt frá því að hann skaust barn- ungur upp á stjörnuhimininn til þeirra þrenginga sem hann er nú lentur í, ekki síst í kjölfar ítrek- aðra ákæra fyrir kynferðislega misnotkun á börnum. Leit er þegar hafin að fólki til að leika Jackson, fjölskyldumeðlimi hans og aðra sem hafa komið við sögu á skrykkjóttum æviferli hans. Sjálfsagt munu þeir sem leita að leikurum leggja höfuðið í bleyti þegar það kemur að því að finna einhvern til að leika Jackson sjálfan, fyrrum eiginkonu hans Lisu Marie Presley og góðvin- konu hans Elizabeth Taylor. Það þarf varla að taka það fram að myndin verður ekki gerð með samþykki Jacksons eða annarra málsaðila. Stoppa stutt á Íslandi TÓNLEIKAR Tveir ungverskir snilling- ar, fiðluleikarinn Barnabás Kel- emen og píanóleikarinn Gergely Bogányi, ætla að stoppa stutt hér á landi á leið sinni til New York, þar sem þeir verða með tónleika í Carnegie Hall á föstudaginn kem- ur. Í kvöld ætla þeir að stíga á svið í Salnum í Kópavogi og leika verk eftir Beethoven, Brahms og Bartók. Fiðluleikarinn Kelemen vann fyrir stuttu alþjóðlegu fiðlukeppn- ina í Indinapolis, sem er ein stærsta og virtasta fiðlukeppni í heiminum. Hann er ungur að árum, aðeins 25 ára, en á engu að síður glæstan feril að baki nú þeg- ar. Undanfarið hefur hann ferðast vítt og breitt um heiminn til tón- leikahalds í þekktum konsertsöl- um með frægum hljómsveitum og stjórnendum. Strax tólf ára gamall var hann reyndar kominn í tónlistarháskóla og farinn að halda tónleika erlend- is. Í viðtali við ungverskt tónlistar- tímarit er hann spurður hvort þetta þýði að hann hafi verið undrabarn. „Hreint ekki,“ er svarið, „því undrabörn eru farin að gera svona hluti 6 til 8 ára gömul, eins og Gergely Bogányi.“ Píanóleikarinn gat sem sagt tal- ist undrabarn, samkvæmt skil- greiningu fiðluleikarans. Bogányi er fjórum árum eldri en Kelemen, en hann hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að spila öll verk Chopins á tíu tónleik- um í röð við ágætar undirtektir gagnrýnenda. Í kvöld ætla þeir að flytja þrjú verk, og byrja á sónötu í c-moll fyr- ir fiðlu og píanó eftir Beethoven. Síðan tekur við sólósónata fyrir fiðlu eftir Bartók, sónata í d-moll eftir Brahms og loks Rapsódía nr. 2 eftir Bartók. Tónleikarnir hefjast klukkan átta. ■ FIÐLULEIKARINN BARNABÁS KELEMEN Hann leikur verk eftir Beethoven, Bartók og Brahms í Salnum ásamt píanóleikaranum Gergely Bogányi. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.