Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 38
29. mars 2004 MÁNUDAGUR Steingrímur J. Sigfússon, formaðurVinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var sérstakur heiðursgest- ur á landsfundi Þjóðveldisflokksins sem haldinn var í Færeyjum um helg- ina. Þetta er fyrsti landsfundur Þjóð- veldisflokksins eftir þingkosningar í Færeyjum en flokkurinn er sá stærsti á landsþingi Færeyja með átta þing- menn. Steingrímur ávarpaði fundinn og lýsti yfir eindregnum stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga og sagði meðal annars: „Ég sem einlæg- ur stuðningsmaður baráttu ykkar fyrir sjálfstæðum Fær- eyjum óska ykkur alls góðs í þeirri baráttu“. Stein- grímur bætti því við að á næsta ári komi Ísland til með að fara með for- mennsku í Norðurlandaráði. „Mér fyndist það verðugt viðfangsefni í formennskutíð okkar að setja af stað lögfræðilega og þjóðréttarlega úttekt á því með hvaða hætti væri hægt að koma á slíkri fullgildri og sjálfstæðri aðild og þátttöku á grundvelli breyt- inga á Helsingfors-samþykktinni, sem væntanlega er einfaldari og auð- farnari leið en sú að breyta dönsku stjórnarskránni. Fyrir slíku er ég a.m.k. tilbúinn að berjast.“ ■ Frelsi STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ■ Formaður Vinstri grænna ávarpaði landsfund Þjóðveldisflokksins í Færeyjum um helgina. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Kris Kristofferson. Fyrrverandi lífvörður Husseins. Jimmy Floyd Hasselbaink. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 kvendýrið, 6 belta, 7 ódugleg - t, 8 félag, 9 eins um g, 10 gerast, 12 hljóðfæri, 14 haf, 15 í röð, 16 dýramál, 17 afturhluti, 18 ráa. Lóðrétt: 1 eignir, 2 hita, 3 tónn, 4 stærðfræði, 5 bjargbrún, 9 fótabúnað, 11 borð, 13 biðja um, 14 símaskilaboð, 17 háskólagráða. Lausn: Lárétt: 1gyltan, 6óla,7lö,8ss,9sgs,10 ske,12óbó,14sjó,15rs,16mö,17bak,18 sláa. Lóðrétt: 1góss,2yls,3la,4algebra,5nös,9 skó,11fjöl,13óska,14sms,17ba.. GUMMI JÓNS Fyrsta sólóplata Gumma Jóns kemur út um tvær vikur. Gummi Jóns hefur sólóferil Hann hefur séð þjóðinni fyrirpoppskammti sínum frá því Sálin hans Jóns míns var stofnuð árið 1987. Þrátt fyrir að hafa verið einn helsti popplagahöfundur lands- ins hefur Guðmundur Jónsson ekki enn hleypt aðdáendum sínum inn að kjarna sínum, þar til nú. Fyrsta sólóplatan hans, Jaml, er tilbúin, farin út í framleiðslu og ætti að koma í verslanir eftir tæp- ar tvær vikur. „Ég er að syngja sjálfur núna eftir að hafa verið með einum besta söngvara landsins í hljóm- sveit til margra ára,“ segir Gummi. „Ég söng nú Orginal á sínum tíma með Sálinni enda var það samið með tvær, þrjár áttund- ir og það vill svo til að ég næ miklu neðar en Stefán. Enda er hann svona geldingur.“ Á plötunni verða 10 popp- og rokklög og hefur Guðmundir unn- ið að plötunni í allan vetur. Hann hlóð í kringum sig nýrri sveit þannig að tónninn ætti að verða nokkuð Sálarlaus, ef svo má að orði komast. Með honum leika Jakob Smári Magnússon bassa- leikari og Birgir Níelsen trommu- leikari. Helgi Björnsson syngur dúett með Guðmundi í einu lagi. „Það er meiri gítar í þessu og þarna eru 2-3 rokklög sem reyndu að banka á dyrnar hjá Sálarplöt- unum en komust aldrei inn. Við vorum orðnir svo melló undir það seinasta,“ segir Gummi. „Text- arnir eru mjög persónulegir. Það hefur alltaf verið kvöð fyrir mig að semja texta í gegnum tíðina. Núna samdi ég um hluti sem koma mér við og mér fannst var- ið í að syngja.“ ■ Tónlist GUÐMUNDUR JÓNSSON ■ Gítarleikari Sálarinnar hans Jóns míns er að hefja sólóferil. Steingrímur styður Færeyinga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.