Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.03.2004, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 29. mars 2004 Stjórn Séreignalífeyrissjó›sins minnir á ársfundinn í dag, mánudaginn 29. mars, kl. 17.15 í höfu›stö›vum KB banka a› Borgartúni 19, 4. hæ›. Stjórn sjó›sins vill hvetja sjó›félaga til a› mæta á fundinn.  1. Fundarsetning. 2. Sk‡rsla stjórnar. 3. Ársreikningur fyrir li›i› starfsár lag›ur fram. 4. Tryggingafræ›ileg úttekt. 5. Fjárfestingarstefna sjó›sins. 6. Sameining Séreignalífeyrissjó›sins og Frjálsa lífeyrissjó›sins. 7. Önnur mál. DAGSKRÁ ÁRSFUNDUR SÉREIGNALÍFEYRISSJÓ‹SINS N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .is / N M 1 1 6 8 4 800 7000 - siminn.is Frábær þráðlaus ISDN sími. 1.980 Léttkaupsútborgun Swissvoice Eurit 525 og 1.000 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 13.980 kr. 980 Léttkaupsútborgun Panasonic 410 og 750 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 9.980 kr. • Drægni 50 til 300 metrar. • Rafhlaða: Allt að 8 klst. í tali/ 80 klst. í bið. • Allt að 5 notendur á einum síma (MSN). • Númerabirting, endurval og símaskrá. • Styður alla helstu ISDN sérþjónustu. • Tengja má allt að 5 aukahandtæki við hverja móðurstöð. • Hægt að hringja innanhús á milli handtækja. ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR á frábæru verði 50% afsláttur af stofngjöldum og fleiri fríðindi • 50% afsláttur af stofngjaldi heimasíma; aðeins 1.950 kr. í stað 3.900 kr. • 50% afsláttur af stofngjaldi ISDN heimasíma; aðeins 3.450 kr. í stað 6.900 kr. • Frítt að breyta úr venjulegum heimasíma í ISDN; 0 kr. í stað 3.900 kr. • Allir viðskiptavinir Símans fá Þína hringingu og aukanúmer frítt í 6 mánuði. Tilboðin gilda til 31. mars. 50% AFSLÁTTUR af stofngjaldi heimasíma • Rafhlaða: Allt að 10 klst. í tali/160 klst. í bið. • Númerabirting, endurval, símaskrá og skammval. • Skrá má allt að 6 handtæki við hverja móðurstöð. • Innanhússímtal milli handtækja mögulegt. • 20 mismunandi hringitónar. • Stilla má hljóðstyrkinn í hlust á þrenna vegu. • Stilla má styrk hringingar í handtækinu í 6 vegu. • Fjórar mögulegar stillingar á hringistyrk móðurstöðvar. Það skiptast á skin og skúrir hjápólitísku vefritunum rétt eins og öðrum. Hægrikratavefurinn Kreml.is lagði upp laupana fyrir skömmu og nýlega kvaddi Ár- mann Jakobsson vinstri græna rit- ið Múrinn.is. Múrinn er þó enn þéttur og tvímælalaust eitt lífleg- asta pólitíska vefritið. Á hægri vængnum blómstrar svo Deigl- an.com sem aldrei fyrr. Pistlahöf- undar eru hátt í 50 og Deiglupenn- ar héldu árshátíð sína með stæl á laugardaginn. Þann sama dag birt- ist lesendum ný og betri Deigla að undangenginni smá andlitslyft- ingu sem er „rökrétt skref í útlits- þróun Deiglunnar. Þetta er í þriðja sinn sem uppbyggingu og útliti vefritsins er breytt en sem kunn- ugt er varð Deiglan sex ára 3. febrúar,“ eins og þau orða það á Deiglunni. Breytingarnar eru vita- skuld fyrst og fremst hugsaðar til þess að koma til móts við ört stækkandi lesendahóp. Björn Bjarnason dómsmála-ráðherra ræðir á heimasíðu sinni Björn.is meinta tangarsókn Fréttablaðsins og DV gegn sér í kjölfar ummæla hans um birtingu DV á játningu Grétars Sigurðar- sonar. Bæði blöð- in sögðu frá því í liðinni viku að Björn væri lítill hluthafi í Morg- unblaðinu og gæti því vart talist hlutlaus þegar hann hrósaði blaðinu sínu fyrir umfjöllun um líkfundarmálið en gagnrýndi DV fyrir fréttaflutn- ing af sama máli. Í smádálki sem birtist í DV var sagt að ráðherr- ann hefði verið „blár í framan“, líklega af reiði, eftir birtingu blaðsins á áðurnefndri játningu. Björn þvertekur fyrir þetta og stiklar á stóru yfir það sem dreif á þennan dag hans: „Við svo búið hitti ég Neringu Gaidyt, embætt- ismann frá innanríkisráðuneyt- inu í Litháen, sem var hér í kynn- isferð. Um kvöldið var ég á fjöl- mennum, opnum fundi með sjálf- stæðismönnum á Seltjarnarnesi, þar sem þetta mál bar á góma í fyrirspurnum og er ég viss um, að fundarmenn geti borið, að ég hafi ekki reiðst vegna þess.“ Björn heldur svo áfram og undr- ast heimildir DV fyrir blámanum í andliti sínu. „Ég vek athygli á því, að DV gefur til kynna í slúð- urdálki sínum, að kona í hópi gesta minna í ráðuneytinu þenn- an dag sé heimildarmaður þess um hinn bláa reiðilit á andliti mínu!“ Leoncie drekkur vatn og pakkar saman Það hefur lítið farið fyrir Ískrydd-inu Icy Spicy Leoncie eftir upp- hlaupið sem varð í kringum heimsókn hennar í morgunsjónvarp Stöðvar 2, Íslandi í bítið. Það má ef til vill skýra með því að söngkonan brá sér út fyr- ir landsteinana á dögunum til þess að taka upp tónlistarmyndbönd. Hún er nýkomin heim með þrjú „frábær“ tónlistarmyndbönd í farteskinu; Wrestler, Killer in the Park og Radio Rapist. „Ég tók líka upp tvö ný lög fyrir næstu plötu og skrifaði undir góðan plötusamning,“ segir Leoncie og bæt- ir því við að næsti geisladiskur henn- ar sé væntanlegur sumarið 2005. Annars er það helst að frétta af Leoncie að hún er byrjuð að pakka og hyggst flytja til útlanda fljótlega. „Ég er mjög ánægð með afrakstur ferðar- innar og skemmti mér frábærlega með fjölskyldunni úti í löndum. Nú nýt ég þess að drekka mikið af hinu frábæra íslenska vatni áður en ég fer aftur,“ segir Leoncie, sem ber engan kala til Íslendinga og vonast til að sem flestir muni njóta tónsmíða hennar í framtíðinni. ■ Brottför LEONCIE ■ Þessi umdeilda söngkona hyggur á landvinninga erlendis. Hún er nýkomin heim úr vinnuferð og er að taka saman föggur sínar enda að flytja af landi brott. LEONCIE Tók upp þrjú tónlistarmyndbönd og tvö ný lög í útlöndum. Hún stefnir að útgáfu nýrrar plötu næsta sumar en þá verður hún búin að koma sér fyrir í öðru landi. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.