Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MIÐVIKUDAGUR HAGRÆN ÁHRIF MENNINGAR Hagfræðistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu um hlutdeild menningar í hagkerfinu. Ágúst Einarsson prófessor flytur erindi og ber meðal annars saman opinber útgjöld til menningarmála í mörgum löndum. Fundurinn hefst kl. 12.15 í Odda. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM MIKIL HLÝINDI Á LAND- INU ÖLLU Úrkoma hér og hvar á landinu, síst á Norðausturlandi en einna helst á Suðurlandi. Hægviðri í borginni og vestan til. Sjá síðu 6. 31. mars 2004 – 90. tölublað – 4. árgangur ● lærisveinninn maría magdalena Ævar Kjartansson: ▲ SÍÐA 39 Talar um Da Vinci og Krist ● í langholtskirkju í kvöld Ísak Ríkharðsson: ▲ SÍÐA 34 11 ára einsöngvari ● 31 árs í dag Kristján Guy Burgess: ▲ SÍÐA 22 Var næstum því aprílgabb ● mpa-nám í hí ● prófkvíði Anna Katrín Ragnarsdóttir: ▲ SÍÐUR 24-25 Trúir ekki á lukkugripi BITNAR HART Á SJÚKRAHÚSUM Forstjóri Landspítalans segir sjúkrahúsið ekki þola margra daga verkfall. Fyrirhugað verkfall mun einnig bitna hart á Fjórðungs- sjúkrahúsunum. Sjá síðu 2 STÆKKUN TRYGGÐ Utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórninni samkomulag EFTA-ríkj- anna sem tryggir að stækkun EES verður samhliða stækkun ESB. Sjá síðu 2 BARIST GEGN BARNAKLÁMI Lögreglan í Danmörku handtók á annað hundrað manns í samstilltum aðgerðum gegn barnaklámi. Búist er við fleiri hand- tökum á næstu dögum. Sjá síðu 6 RICE BER VITNI Bandarísk stjórnvöld létu undan þrýstingi og ákváðu að leyfa þjóðaröryggisráðgjafa forsetans að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar hryðju- verkaárásirnar 11. september. Sjá síðu 6 nám o.fl. FRÁ SLYSSTAÐ Á AKRANESI Lögreglan á Akranesi segir allt benda til þess að ökumaður bifreiðarinnar hafi bakkað út í höfnina við bryggju Sementsverksmiðjunnar. Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 DÓMSMÁL Rúmlega fertugur mað- ur hefur verið ákærður fyrir Skeljungsránið í Lækjargötu. Í ákærunni segir að hann hafi framkvæmt ránið, sem var skipulagt með tveimur öðr- um mönnum árið 1995 á bílastæði við Íslandsbanka í Lækjargötu. Mað- urinn neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur á mánudag. Maðurinn sem ákærður er fyrir ránið vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en neitaði því ekki að hann hefði þegar játað hluta málsins fyrir lögreglu þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Ránið var framið þann 27. febr- úar árið 1995. Tveir menn, með hulin andlit, veittust að tveimur starfskonum Skeljungs sem voru á leið í Íslandsbanka til að leggja inn uppgjör fyrirtækisins. Þriðji maðurinn beið á stolnum flóttabíl. Einn mannanna sló aðra starfs- konuna í höfuðið með slökkvitæki þannig að hún féll í götuna. Þá hrifsaði hann af henni tösku sem í voru á sjöttu milljón króna. Menn- irnir hlupu með töskuna inn í flóttabílinn og hurfu á brott. Í byrjun síðasta árs fékk Lög- reglan í Reykjavík ábendingu sem kom henni á spor ræningj- anna. Fram að því hafði málið verið lagt til hliðar óupplýst. „Okkur bárust mjög áreiðanlegar vísbendingar sem við skoðuðum,“ sagði Hörður Jóhannesson þegar Fréttablaðið ræddi við hann meðan unnið var að rannsókn málsins. Þá sagði hann tvo menn og eina konu hafa verið yfirheyrð vegna málsins. Mennirnir eru fæddir 1963 og 1965 en konan 1966. Konan er sökuð um að hafa tekið við og notað hluta ráns- fengsins. Hörður sagði að játn- ingar lægju fyrir að hluta til en önnur atriði væru óljós og taldi lögregla mögulegt að þau yrðu aldrei upplýst að fullu. Málið telst þó upplýst í aðalatriðum. Þá sagði hann að ekki hefði náðst að yfirheyra einn þeirra sem grun- aðir voru þar sem hann væri lát- inn. Sjá nánar bls. 4 hrs@frettabladid.is sda@frettabladid.is Einn ákærður fyrir Skeljungsránið Rúmlega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir Skeljungsránið í Lækjargötu sem framið var árið 1995. Sakborningurinn vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en neitaði því ekki að hafa játað málið að hluta fyrir lögreglu. Hann neitaði sök fyrir dómi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /M AG N Ú S M AG N Ú SS O N LÖGREGLUMÁL Eldri hjón létu lífið þegar bifreið þeirra ók fram af bryggju í Akraneshöfn um miðj- an dag í gær. Reyndust björgun- artilraunir nærstaddra árangurs- lausar og voru hjónin látin þegar kafarar komu að. Slysið átti sér stað við bryggju Sementsverk- smiðjunnar og voru hjónin að aka vini sínum til skips þegar óhapp- ið varð. Virðist sem ökumaðurinn hafi bakkað of langt þegar snúið var við með þeim afleiðingum að bíllinn steyptist fram af bryggju- sporðinum. Var óskað aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar og tók það hana innan við 20 mínútur að komast á vettvang slyssins þar sem áhöfn hennar hafði nýlokið æfingaflugi þegar neyðarkallið barst. Um borð í þyrlunni voru fjórir kafarar sem hófu strax björgun en um tíu mínútur tók að losa fólkið úr bifreiðinni. Voru hjónin látin þegar kafarar komu að. ■ Banaslys við höfnina á Akranesi: Eldri hjón drukknuðu Landssímamálið: Bótakröfur birtar LÖGREGLUMÁL Fjórmenningunum í Landssímamálinu hefur öllum verið birt bótakrafa sem Síminn gerir á hendur þeim. Fyrr- verandi aðalféhirðir Símans sveik sam- tals 261 milljón króna út úr fyrir- tækinu. „Við viljum ekki gefa upp kröfur á einstaka menn,“ segir Andri Árna- son, lögmaður Sím- ans. „Við reiknuðum okkur til kostn- að og vexti og lögðum það fram. Ég hef áhuga á því að málið komi fram sem fyrst og við bíðum eftir því,“ segir Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans, um kröfurnar. ■ Frambjóðandi í aðgerð: Kerry getur ekki heilsað BANDARÍKIN John Kerry, forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, þarf að gangast undir minniháttar aðgerð á öxl og mun því að líkindum ekki geta heilsað kjósendum með handabandi næstu vikurnar. Kerry sleit sin í annarri öxlinni þeg- ar bílstjóri fram- boðsrútu hans varð að negla skyndilega niður í Iowa í janúar. Hann fer í aðgerð í dag á sjúkrahúsi í Boston og verður að láta sér nægja að veifa til kjósenda næstu vikurnar. ■ JOHN KERRY Lætur sér nægja að veifa til kjós- enda. ■ Maðurinn neit- aði sök þegar málið var þing- fest í Héraðs- dómi Reykjavík- ur á mánudag. BRYNJÓLFUR Áhugi fyrir því að málið skýrist sem fyrst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.