Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 2
2 31. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR ,,Ég vona að það fari sem flestir dilkar.“ Útflutningur á dilkakjöti hefur stóraukist undanfar- in ár en Haraldur Benediktsson er nýtekinn við sem formaður stjórnar Bændasamtaka Íslands. Spurningdagsins Haraldur, dregur þessu útflutningur ekki dilk á eftir sér? ■ Lögreglufréttir ■ Evrópa Þolum ekki verk- fall í marga daga Verkfall tæplega 2000 starfsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins hjá sjúkrastofnunum ríkisins hefst að óbreyttu aðfaranótt 16. apríl. Verkfallið nær til starfsmanna í eldhúsi og ræstingum, meðal annars á skurðstofum. KJARADEILA „Við þolum ekki margra daga verkfall. Það eru um 550 starfsmenn hjá okkur sem verkfallið nær til, 75 manns í eld- húsi og um það bil 100 manns í ræstingum. Þá bitnar þetta á geðsviði, þar eru 150 manns sem verkfallið nær til, öldrunarsviði og sömuleiðis á endurhæfingarsviði okkar í Kópavogi. Þetta er því grafalvarlegt mál fyrir spítalann,“ sagði Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss. Vinnustöðvun meðal starfs- manna aðildarfélaga Starfsgreina- sambandsins á sjúkrastofnunum hjá ríkinu hefst að óbreyttu að- faranótt föstu- dagsins 16. apríl, en upp úr við- ræðunum slitn- aði í síðustu viku. Ætlunin er að sameina 14 ólíka kjarasamn- inga í einn. Himinn og haf er hins vegar á milli samningsaðila um launalið og lífeyrismál. Samn- inganefnd ríkisins hafði boðið jöfnun lífeyrisréttinda ríkis- starfsmanna innan Starfsgreina- sambandsins á við það sem félags- menn BSRB hafa á tíu árum. Það þótti Starfsgreinasambandinu óviðunandi sem og sú krafa ríkis- ins að forgangsréttur til starfa hjá ríkinu félli niður ef jafna ætti lífeyrisréttindi á við aðra opin- bera starfsmenn. Aðildarfélögin afla nú verk- fallsheimilda hvert á fætur öðru og er við það miðað að atkvæða- greiðslu meðal f é l a g s m a n n a verði lokið fyrir 7. apríl. Verkfall hefst eins og áður segir á mið- nætti 16. apríl ef ekki semst fyrir þann tíma. Samtals eru 4000 ríkisstarfs- menn innan vébanda aðildar- félaga Starfs- g r e i n a s a m - bandsins. Tæp- lega helmingur þeirra, 2000 manns, starfar hjá heilbrigðis- stofnunum. Verkfallið mun bitna verst á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut og Fossvogi en rúmur fjórðungur starfsmanna sem verkfallið nær til, eða 550 manns, starfar hjá Landspítala. Verkfallið mun einnig bitna hart á Fjórðungssjúkrahúsunum, meðal annars á Akureyri. Hjá FSA eru 67 starfsmenn innan Starfsgreinasambandsins, bæði á sjúkrahúsinu á Akureyri og á Kristnesspítala. Engir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni en menn halda enn í vonina um að samning- ar takist áður en til verkfalls kem- ur. the@frettabladid.is EES Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í gærmorgun fyrirhugað samkomu- lag EFTA-ríkjanna og Evrópusam- bandsins sem tryggir að stækkun Evrópska efnahagssvæðisins taki gildi hinn 1. maí næstkomandi sam- tímis stækkun Evrópusambandsins. Þá ganga 10 ný ríki í sambandið. Með samkomulaginu er komið í veg fyrir að dráttur verði á stækkun EES jafn- vel þó einstök aðildarríki ESB hafi ekki lokið því að fullgilda samning- inn um stækkun EES. Stefnt er að því að samkomulagið verði undir- ritað í Brussel í næstu viku. Utanríkisráðherra segir í Stikl- um, vefriti utanríkisráðuneytisins, að hann fagni þessu samkomulagi. „Ég lít svo á að nú sé stækkun EES kominn í örugga höfn,“ segir Halldór Ásgrímsson. Samkvæmt samkomulagi EFTA- ríkjanna skal ákvæðum samningsins um stækkun EES beitt til bráða- birgða þar til öll 28 ríkin, sem aðild eiga að samningnum, hafa lokið við að fullgilda samninginn. Kjartan Jóhannsson, sendiherra Íslands í Brussel, mun undirrita samkomulagið í Brussel á morgun. Stefnt er að því að samningur um stækkun EES verði fullgiltur af Ís- lands hálfu á næstu dögum. ■ KJARAVIÐRÆÐUR Grunnskólakennarar funduðu með launa- nefnd sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í gær og annar fundur hefur verið boðaður í dag. Aðeins hefur mjakast í viðræðunum. Kjarasamningar grunnskólakennara: Stíft fundað KJARAVIÐRÆÐUR Samninganefnd Fé- lags grunnskólakennara fundaði með launanefnd sveitarfélaga hjá ríkis- sáttasemjara í gær og annar fundur hefur verið boðaður í dag. Samningar félagsins renna úr gildi á morgun. Finnbogi Sigurðsson, formaður félagsins, segir að menn séu enn að ræða vinnutíma, en ekki hafi verið rætt um launamálin og því sé tölu- verð vinna eftir. Hann segir aðeins hafa mjakast í viðræðunum. „Menn taka að minnsta kosti við okkar skilaboðum,“ segir Finnbogi. ■ BOSNÍU-SERBI DÆMDUR FYRIR STRÍÐSGLÆPI Bosníu-Serbi sem var höfuðvitni í mál- inu gegn Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir stríðsglæpi. Stjórnmálamaðurinn Miroslav Deronjic gerði samning við saksóknara og játaði sig sekan um að hafa fyrirskipað morð á 65 múslimum í þorpi í Bosníu árið 1992. MÁVAR LENTU Í ÞOTUHREYFLI Ítölsk farþegaþota varð að nauð- lenda á Olbía-flugvelli á eynni Sardiníu eftir að tveir mávar lentu inni í einum af hreyflum vélarinn- ar. Flugvélin var á leið til Mílanó með 154 innanborðs. Brugðist við gagnrýni: Fjarskiptalög endurskoðuð ALÞINGI Samgöngunefnd Alþingis ætlar að endurskoða Fjarskiptalög sem sett voru með hraði rétt fyrir þinglok í fyrravor. Þetta verður gert í ljósi gagnrýni ríkislögreglustjóra um að lögin veiti barn- aníðingum skjól til ódæðisverka. Jóhanna Sigurð- ardóttir, þingmað- ur Samfylkingar- innar tók málið upp á Alþingi í gær. Hún sagði óskiljan- legt að nefndar- menn hefðu ekki tekið eftir athuga- semdum Ríkislög- reglustjóra, sem voru upp á níu blaðsíður, fyrir lagasetninguna í vor. Að minnsta kosti tveir fulltrúar Sam- fylkingarinnar skrifuðu upp á álit meirihluta samgöngunefndar með fyrivara, þegar málið var afgreitt til annarrar umræðu. Fyrirvarinn laut ekki að gagnaöflun lögreglu vegna barnaníðinga. ■ Fást í útibúum Íslandsbanka um land allt og hjá Íslandsbanka-Eignastýringu, Kirkjusandi. Hægt er að panta bækurnar hjá Þjónustuveri Íslandsbanka í síma 440 4000. Einnig eru bækurnar til sölu í bókabúðum Pennans-Eymundsson, hjá Máli og Menningu og hjá Bóksölu stúdenta. Frábærar bækur frá Íslandsbanka-Eignastýringu Handtökur á grundvelli laga um hryðjuverk: Lagt hald á hálft tonn af sprengiefni LUNDÚNIR, AP Breska lögreglan handtók átta menn og lagði hald á hálft tonn af ammóníum-nítrati, sem er efni til sprengjugerðar, í samstilltum aðgerðum í Lundún- um og nágrenni. Allir mennirnir eru breskir ríkisborgarar en að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, er talið að þeir séu af pakistönskum uppruna. Um 700 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem voru liður í bar- áttunni gegn alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi. Gerð var húsleit í 24 íbúðarhúsum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu en ammóní- um-nítratið fannst í geymslu í vesturhluta Lundúna. Mennirnir sem voru handteknir eru á aldrin- um 17–32 ára og eru þeir grunaðir um að skipuleggja eða hvetja til hryðjuverka. Að sögn lögreglu- yfirvalda tengdust aðgerðirnar ekki sprengjuárásunum í Madríd fyrr í þessum mánuði. Ammóníum-nítrat er algengur gróðuráburður en sé þessu efni blandað við svartolíu er hægt að búa til öflugt sprengiefni. Þessari aðferð var meðal annars beitt í sprengjuárásinni á Balí í október 2002 og í Oklahoma árið 1995. Írski lýðveldisherinn, IRA, hefur einnig notað ammóníum-nítrat við sprengjugerð. ■ STÆKKUN EES Í HÖFN Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnti ríkisstjórn samkomulag EFTA- ríkjanna en það tryggir stækkun EES samhliða stækkun Evrópusambandsins. HÚSLEIT Breskur lögregluþjónn stendur fyrir utan íbúðarhús í Crawley á meðan sérfræðingar á vegum lögreglunnar búa sig undir að rannsaka bygginguna. JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Hvatti til endur- skoðunar fjar- skiptalaga. LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT Fjórðungur starfsmanna sem verkfall Starfsgreinasambandsins nær til starfar á sjúkra- húsinu við Hrignbraut og tengdum stofnunum. MAGNÚS PÉT- URSSON Forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss segir spítalann ekki þola margra daga verkfall. „Þetta er því grafalvar- legt mál fyrir spítalann. ANNRÍKI FYRIR VESTAN Tilkynnt var um tvær bílveltur í umdæmi lögreglunnar á Patreksfirði um miðjan dag í gær. Engin alvarleg slys urðu á fólki en báðir bílarnir eru gjörónýtir. Talsverður krapi er á fjallvegum fyrir vestan og fólk hvatt til að aka varlega. ÞUNGUR STEINN FÉLL Rúmlega eitt hundrað kílóa steinn féll úr um sjö metra hæð þar sem verið var að vinna í Fáskrúðsfjarðar- göngum. Steinninn féll á milli tveggja manna og utan í annan þeirra. Sá var fluttur með sjúkra- bíl á heilsugæslustöðina í Reyð- arfirði og reyndist hann hafa slasast minniháttar. Nokkrir menn voru að hlaða sprengiefni þegar slysið varð. Færsla Hringbrautar: Tilboð opnuð í gær HRINGBRAUT Háfell og Reyki áttu lægsta tilboð í færslu Hring- brautar, tæpar 1.200 milljónir króna, en tilboð voru opnuð í gær. Lægsta tilboð nam 90,5% af áætluðum kostnaði Vegagerðar- innar sem var 1.300 milljónir. Ístak átti hæsta tilboðið, tæpum tíu prósentum yfir áætluðum kostnaði. Samkvæmt tilboðinu á að færa Hringbraut frá Rauðarárstíg að Tjörninni og aðlaga aðliggjandi götum ásamt því að breyta gömlu Hringbraut og tengingum við hana. Verkinu á að vera lokið að fullu fyrir 15. október 2005. ■ Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra: Tryggt að EES stækk- ar um leið og ESB

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.