Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 6
6 31. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72.26 0.31% Sterlingspund 132.11 0.92% Dönsk króna 11.86 1.09% Evra 88.29 1.08% Gengisvísitala krónu 123,71 1,18% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 313 Velta 3.447 milljónir ICEX-15 2.559 0,52% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 299.181 Nýherji hf. 240.600 Pharmaco hf. 131.852 Mesta hækkun Kögun hf. 8,57% Sláturfélag Suðurlands svf. 2,86% Pharmaco hf. 2,41% Mesta lækkun Flugleiðir hf. -2,04% Marel hf. -0,84% Landsbanki Íslands hf. -0,64% Erlendar vísitölur DJ* 10.313,5 -0,2% Nasdaq* 1.985,7 -0,3% FTSE 4.412,8 0,1% DAX 3.874,0 -0,2% NK50 1.458,4 -0,0% S&P* 1.122,5 0,0% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvað heitir forsætisráðherra Frakk-lands? 2Framkvæmdastjóri hvaða sjóðs hefurverið ákærður fyrir stórfelldan fjár- drátt? 3Hvað eru aðildarríki Atlantshafs-bandalagsins orðin mörg eftir stækkun bandalagsins? Svörin eru á bls. xx WASHINGTON, AP Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa Condoleezza Rice, þjóðarörygg- isráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta, að bera vitni eiðsvarin fyrir þingnefnd sem rannsakar hryðjuverkaárásirn- ar 11. september 2001. Bush og varaforsetinn Dick Cheney hafa einnig fallist á að koma fyrir nefndina en þær yfirheyrslur munu ekki fara fram fyrir opn- um tjöldum. Áður höfðu bandarísk stjórn- völd hafnað því að Rice bæri vitni eiðsvarin með þeim rökum að það bryti í bága við stjórnar- skrárbundið ákvæði um aðskiln- að framkvæmda- og löggjafar- valds. Ákvörðun bandarískra stjórnvalda er háð því skilyrði að nefndin sendi frá sér skrif- lega yfirlýsingu þess efnis að málið hafi ekki fordæmisgildi og ekki verði farið fram á opinber- an vitnisburð frá fleiri embætt- ismönnum Hvíta hússins. ■ Barið á barna- níðingum Lögreglan í Danmörku handtók á annað hund- rað manns í aðgerðum gegn barnaklámi. Ábend- ingar bárust frá bandarískum tollayfirvöldum. DANMÖRK Danska lögreglan hef- ur handtekið á annað hundrað manns sem grunað eru um að hafa keypt eða tekið þátt í dreif- ingu á barnaklámi. Lagt var hald á tölvubúnað og ýmis gögn þegar gerð var óvænt húsleit í fjölda íbúðarhúsa víðs vegar í Danmörku klukkan sex í gær- morgun. Um er að ræða umfangs- mestu lögregluaðgerð gegn bar- naklámi í Danmörku. Flest lög- regluumdæmi landsins tóku þátt í aðgerðinni sem hlotið hef- ur nafnið Mjölnir, eftir hamri þrumuguðsins Þórs. „Við von- umst til þess að þessar aðgerðir muni hafa fyrirbyggjandi áhrif þannig að eftirspurnin eftir bar- naklámi minnki eins mikið og hægt er,“ sagði danski ríkislög- reglustjórinn Torsten Hessel- bjerg. Rannsókn málsins hófst þeg- ar dönsku lögreglunni bárust ábendingar frá tollayfirvöldum í Bandaríkjunum um að dönsk greiðslukort hefðu verið notuð til kaupa á barnaklámi. Mikill meirihluti þeirra sem voru handteknir eru karlmenn en að sögn lögreglu eru þeir á öllum aldri og koma úr öllum stigum þjóðfélagsins. Rannsóknarlög- reglumaðurinn Frank Jensen, hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir að í hópnum sé fjöldi grunnskólakennara og annarra sem starfað hafi með börnum og ungmennum. Tveir hinna hand- teknu hafa játað að hafa dreift barnaklámi á netinu og eiga þeir yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Búist er við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum í tengslum við rannsókn málsins. Að sögn lögreglu ganga átján enn lausir af þeim 119 einstak- lingum sem ætlunin var að handtaka en auk þess er bundn- ar vonir við það að fleiri nöfn komi upp við yfirheyrslur. Samkvæmt dönskum lögum er hámarksrefsing fyrir að kaupa barnaklám eins árs fang- elsi, en refsiramminn er sjaldn- ast nýttur til fulls og sleppa menn því oftast með sektir. ■ ÚSBEKISTAN, AP Að minnsta kosti 23 létust þegar til átaka kom milli ör- yggissveita og meintra hryðju- verkamanna í Taskent, höfuðborg, Úsbekistan, í gær. Nítján manns biðu bana og 26 særðust í sprengjuárásum á sunnudag og mánudag og hefur fjöldi her- og lögreglumanna verið kallaður út til að hafa hendur í hári árásar- mannanna. Að sögn yfirvalda hafði hópur vígamanna komið sér fyrir í húsi skammt frá bústað Islams Karimov forseta í norðurhluta höfuðborgarinnar. Til skotbar- daga kom þegar öryggissveitir umkringdu húsið. Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneytinu kemur fram að nokkrir vígamannanna hafi sprengt sig í loft upp þegar lögreglan reyndi að handtaka þá. Tuttugu meintir hryðjuverka- menn og þrír lögreglumenn féllu í átökunum auk þess sem fimm lög- reglumenn særðust. Yfirvöld segja að íslamskir öfgamenn hafi staðið á bak við sprengjuárásirnar á sunnudag og mánudag. Karimov forseti hefur leitt að því líkum að liðsmenn Hizb ut-Tahrir hafi verið þarna að verki en talsmenn samtakanna vísa þessum ásökunum á bug. ■ – hefur þú séð DV í dag Hannesi stefnt fyrir dómara og siðanefnd CONDOLEEZZA RICE Bandarísk stjórnvöld létu undan þrýstingi og ákváðu að leyfa þjóðaröryggisráðgjafa forsetans að bera vitni fyrir þingnefndinni sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar 11. september. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta: Ber vitni fyrir þingnefnd BORGINNI LOKAÐ Úsbekski herinn lokar vegi í útjaðri höfuðborgarinnar Taskent til að koma í veg fyrir að eftirlýstir hryðjuverkamenn komist út borginni. Blóðug átök milli öryggissveita og vígamanna: Á annan tug féllu Íslendingar í Kosovó: Afhenda flugvöllinn UTANRÍKISMÁL Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun í dag af- henda Sameinuðu þjóðunum yfirráð yfir Slatína-flugvellinum í Kosóvó. Stjórn flugvallarins er eitt stærsta verkefni sem Íslenska frið- argæslan hefur komið að. Alls voru íslenskir starfsmenn friðargæsl- unnar á flugvellinum um 15 talsins þegar mest var. Undir þeirra stjórn störfuðu tæplega 200 liðsmenn herja frá 13 öðrum þjóðum. Afskiptum Íslands af rekstri flugvallar er ekki alveg lokið því áfram verða nokkrir starfsmenn Flugmálastjórnar Íslands við störf þar. ■ KLÁM Á NETINU Danska lögreglan lagði hald á tölvubúnað og ýmis gögn þegar gerð var óvænt húsleit í fjölda íbúða víðsvegar um Danmörku. Selfoss fær sína eigin sjónvarpsstöð: Stöð 7 senn í loftið AFÞREYING Til stendur að koma á fót afþreyingar- og auglýsingasjón- varpi á Selfossi og er ætlunin að hefja útsendingar nú í byrjun apr- íl. Að stöðinni standa feðgarnir Júlíus Sveinsson og Sverrir Júlíus- son og er ætlun þeirra fyrst og fremst að sýna efni frá sinni heimabyggð og nágrannasvæðum. Útsendingar verða frá stórvið- burðum á Suðurlandi og er meðal annars gert ráð fyrir að sýna beint frá fegurðarsamkeppni Suður- lands þann 7. apríl næstkomandi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.