Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 8
8 31. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR Eldra fólk norður „Möguleikar Akureyringa felast aðeins í því að ná eldra fólki til sín, það yngra er farið suður eða til útlanda.“ Sigurður Sigurðarson, rekstrarráðgjafi um byggðastefnu. Morgunblaðið 30. mars. Frjálslyndur en ósáttur „Nú er það því miður dapurleg staðreynd að sjálfstæðismenn hafa plantað flokksfylgjum sínum rækilega í stöður hjá Ríkisútvarpinu.“ Gísli Helgason, varaborgarfulltrúi F-listans. Fréttablaðið 30. mars. Hönk „Maðurinn er náttúrlega hönk of Love , nýjasta kyntákn Íslands.“ Einar Ágúst Víðisson söngavari um bakarann Jóa Fel. DV 30. mars. Orðrétt Lagt til að veiðieftirlitsgjald verði fellt niður: Tekjur ríkis lækka um 270 milljónir ALÞINGI Sjávarútvegsráðherra hef- ur lagt fram frumvarp á Alþingi um að veiðieftirlitsgjald falli niður frá 1. september næstkomandi, en með því lækka tekjur ríkissjóðs um 270 milljónir króna. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir 335 milljónum fyrir árið 2004 og um 340 milljónum frá og með árinu 2005. Frumvarpið er flutt í kjölfar upptöku veiðigjalds sem kemur í staðinn fyrir veiðieftirlitsgjaldið og rennur í ríkissjóð frá og með sama tíma. Alþingi samþykkti breytingu á lögum um stjórn fiskveiða árið 2002 um að leggja sérstakt veiði- gjald á eigendur skipa frá 1. sept- ember næstkomandi fyrir úthlutað- ar veiðiheimildir eða landaðan afla þegar ekki er um úthlutun að ræða. Nauðsynlegt þykir að árétta að gjöld sem innheimt eru samkvæmt lögunum renni til reksturs Fiski- stofu. „Lagt er til að innheimt verði sama gjald fyrir flutning á sóknar- dögum milli skipa og innheimt er fyrir flutning á aflahlutdeild og krókaaflahlutdeild, enda sama vinna í því fólgin. Ekki hefur verið innheimt gjald fyrir flutning á sókn- ardögum milli skipa, en nauðsyn- legt er að það verði gert til að gæta samræmis milli aðila sem stunda fiskveiðar,“ segir í athugasemdum við frumvarpið. ■ Um 15–20% eru með ólæknandi barnagirnd Kannanir sýna að 15–20 prósent barnaníðinga eru með ólæknandi barnagirnd að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hann vill sjá heimildir í hegningalögum til að dæma barnaníðinga til með- ferðar. Hann telur mikinn meirihluta þeirra geta komist til betri vegar með viðeigandi aðstoð. HEILBRIGÐISMÁL „Ég tel að það yrði til bóta ef unnt væri að dæma þessa menn til meðferðar,“ sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Þeim málum er nú svo háttað að ekki er heim- ild í almennum hegningarlögum til að dæma barnaníðinga til með- ferðar, eins og Fréttablaðið hefur fjallað um. Þessum mönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir undir- gangast slíka meðferð eða ekki. Bragi benti á að heimild væri í lögum um að dæma drykkjusjúka afbrotamenn í meðferð. „Þannig að það eru fordæmi fyrir þessu í lögum,“ sagði hann. „Þarna eru ríkari hagsmunir barna og ég held að þeir hljóti að vega það þungt, að þetta komi til mjög alvarlegrar skoðunar.“ Bragi sagði að heimildir í lög- um til að dæma barnaníðinga til meðferðar þekktust mjög víða, svo sem í flestum eða öllum ríkj- um Bandaríkjunum, svo og í Bret- landi. Sú meðferð færi þá að öðru jöfnu fram innan veggja fangelsa. Sumstaðar væri sá kostur jafn- framt, að dæma menn til skilorðs- bundinnar refsingar, þannig að skilorðið væri fólgið í meðferð. Þetta viðgengist, auk fyrrgreindu landanna, í Írlandi. Þarna hefði dómarinn ákveðið val. „Ég held að það sé alveg ljóst, að þetta býður einnig upp á að menn gangist við sínum brotum og raunverulega leggi sig fram um að ná utan um sitt vandamál,“ sagði Bragi. „Með því eru veitt þau skilaboð, að þetta sé vanda- mál, sem sé viðurkennt af sam- félaginu og þarfnist lækninga. Það getur haft mikið að segja fyr- ir viðkomandi einstaklinga.“ Forhertir í afneitun „En meðan refsingin er eina réttarúrræðið þá stuðlar það líka að því að menn haldi fram sak- leysi sínu fram í rauðan dauðann. Það vinnur oft á tíðum gegn því að upplýsa mál. Síðan eiga menn oft erfitt með að leita sér meðferðar. Meðan meðferðin er valkvæð er mjög erfitt fyrir mann sem búinn er að halda fram sakleysi sínu all- an tímann við meðferð mála fyrir dómstólunum, að viðurkenna, allt í einu, þegar viðkomandi hefur hlotið dóm, að hann hafi allan tím- ann verið að segja ósatt, viður- kenna að hann eigi við vandamál á þessu sviði að stríða og fari þá sjálfur að leita eftir hjálp. Það gerist yfirleitt ekki. Þeir einir leita eftir að fá meðferð, sem gengist hafa við brotum sínum. Hinir sem ekki gera það eru ekki líklegir til að leita eftir meðferð. Hinir síðarnefndu eru einmitt sá hópur sem mest þarf á meðferð að halda. Það eru þeir sem eru í afneitun á vandamálið og forhert- ir. Þar er brotaviljinn einbeittast- ur. Það eru þeir sem yfirleitt eru í mestri áhættu með að endurtaka brot sín, sjá ekkert athugavert við eigin háttsemi og gera sér ekki grein fyrir þeim brengluðu hugs- unum sem þeir hafa á þessu sviði.“ Bragi sagði ýmsa kosti geta komið til greina ef gera ætti mönnum að sæta meðferð. Til dæmis mætti hugsa sér að refs- ingin yrði að einhverju leyti háð því hversu vel mönnum gengi í slíkri meðferð, til dæmis við ákvarðanir á reynslulausn. „Það er vel þekkt erlendis, að möguleikar manna til að hljóta reynslulausn ráðast að hluta til af því hvernig þeim gengur í með- ferðinni. Ef þeir taka meðferð, axla ábyrgð á eigin gjörðum og leggja sig fram um að bæta fyrir brot sín, þá eiga þeir möguleika á að losna fyrr úr prísundinni, á meðan hinir, sem ekki sýna neina viðleitni eru látnir dúsa lengur. Þær þjóðir sem hafa lengsta reynsluna í að glíma við vandamál af þessu tagi hafa allar farið þessa leið.“ Yngri menn – betri árangur Bragi sagði ekki rétt sem hald- ið hefði verið fram að meðferð væri árangurslaus með tilliti til þessara brotamanna. Almennt séð væri meðferðarárangur betri eft- ir því sem gjörningsmaðurinn væri yngri og ætti styttri feril að baki. Þess vegna væri reynt að grípa inn í sem fyrst. „Kynferðisbrotamenn er mjög sundurleitur hópur,“ sagði Bragi. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferð fyrir stóran hóp þeirra skilar mjög góðum árangri. Þó eru 15–20% af þessum hópi haldin svokallaðri barnagirnd sem er ólæknanleg. Þá hefur verið gripið til annarra úrræða, þar á meðal öryggiseftirlis samfara meðferð- inni. Markmið þess er að þeir finni að fylgst er með þeim og það heldur aftur af þeim. Mönnunum er jafnframt kennd ýmis konar tækni til að komast hjá því að end- urtaka brot sín, svo sem að halda sig fjarri börnum, koma sér ekki í aðstæður sem gefa tilefni til að þeir séu einir með börnum og halda sig frá vímugjöfum, með öðrum orðum að kenna mönnum að lifa með þessar hvatir. Í vissum tilvikum getur tekist bærilega að hjálpa viðkomandi einstaklingum að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi með þessar hvatir, án þess að þeir brjóti á rétti barna.“ ■ Kona dæmd til sektar: Hugðist selja eiturlyf DÓMSMÁL Rúmlega fertug kona hefur verið dæmd til að greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ætlað að selja amfetamín, hass og sveppi á Akureyri. Dóm- urinn var kveðinn upp í Héraðs- dómi Norðurlands eystra. Við húsleit í október árið 2002 á Akureyri fundust ríflega 12 grömm af amfetamíni, 70 grömm af hassi og 80 grömm af sveppum. Konan var hins vegar ekki ákærð fyrr en í febrúar síðastliðnum. Konan mætti ekki fyrir dómara og taldist það jafngilda játningu í málinu. Greiði konan ekki sektina innan 20 daga kemur 20 daga fangelsi í stað sektarinnar. ■ Hugbúnaðarkerfi ríkisins: Deilt um kostnað ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi í utandag- skrárumræðu á Alþingi um hug- búnaðarkerfi rík- isins og var Geir H. Haarde fjár- málaráðherra til andsvara. Jó- hanna sagði að gefnar hefðu ver- ið rangar og vill- andi upplýsingar um kostnað vegna nýs hugbúnaðar- kerfis hjá ríkinu og benti á að erlendis varðaði slíkt við lög um ráðherraábyrgð. „Ég mun vísa þessu máli til Ríkisend- urskoðunar,“ sagði Jóhanna. Fjármálaráðherra vísaði því á bug að hann hefði veitt Alþingi rangar og villandi upplýsingar. „Kostnaður við innleiðingu hug- búnaðarkerfisins var innan þeirra fjárheimilda sem Alþingi veitti til verksins,“ sagði Geir. ■ – hefur þú séð DV í dag Lögfræðingurinn rukkaði hjón um milljón á dag VEIÐIGJALD Frumvarp um að fella niður veiðieftirlitsgjald er flutt í kjölfar breytinga á lögum um stjórn fiskveiða þar sem ákveðið var að leggja sérstakt veiðigjald á eigendur skipa. BRAGI GUÐBRANDSSON „Þarna eru ríkari hagsmunir barna og ég held að þeir hljóti að vega það þungt, að þetta komi til mjög alvarlegrar skoðunar.“ Fréttaviðtal JÓHANNA SIGÞÓRSDÓTTIR ■ skrifar um kynferðisglæpamenn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 1999 2000 2001 2002 2003* 17 38 42 46 54 KYNFERÐISBROT GEGN YNGRI EN 14 ÁRA KÆRÐ TIL LÖGREGLU *Á æ tlað GEIR H. HAARDE Vísaði á bug að hann hefði veitt rangar upplýsingar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.