Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 22
Ég var næstum því aprílgabb,“segir Kristján Guy Burgess, fréttaritstjóri DV, sem er 31 árs í dag. Hann hefur farið og búið víða, til dæmis í Bretlandi og í Kosta Ríka og byrjaði sitt flakk ungur því hann fæddist á herspít- ala í Hannover í Þýskalandi þar sem pabbi hans var staðsettur sem yfirmaður í breska hernum. „Mér tókst líka að fæðast níu mánuðum fyrir tímann,“ bætir hann við og fáir geta státað sig af því að vera slíkur frumburður. „Ég var plan- aður í janúar 1974 en komst í gegnum allar getnaðarvarnir.“ Aðspurður um nafnið segist Kristján halda að foreldrar hans hafi ekki staðist freistinguna að ná skammstöfuninni KGB. Guy Burgess var einn af þekktari njósnurum Rússa í Bretlandi og því tengist nafn hans föðurlands- svikum. „Það er einhversstaðar til plagg hjá bresku utanríkisþjón- ustunni sem hreinsar mig af öll- um skyldleika við þennan nafna minn,“ segir Kristján glettinn. Kærasta Kristjáns hefur tekið það að sér að skipuleggja afmæl- ið hans og því er hann ekki alveg viss um hvernig dagurinn verður. Hann er þó á því að hann verði skemmtilegur því það er gaman að eiga afmæli. „Ég veit ekki alveg hvað hún er að skipuleggja fyrir kvöldið en ætli við borðum ekki eitt- hvað. Svo er kærastan að skipu- leggja kökuboð á laugardaginn og þá ætla ég að bjóða einhverj- um heim. Ég hef reynt að hafa afmælið fjölskylduviðburð. Fjölskyldan er ekkert sérstak- lega stór en þetta er þéttur kjarni.“ DV, þar sem hann hefur verið fréttaritstjóri undanfarna fjóra mánuði, hefur frá stofnun verið mjög umdeilt blað. „Það er spennandi að vera á DV en mér finnst að umræðan ætti að snúast meira um efni fréttanna en miðil- inn. Allt frá því við byrjuðum erum við búnir að gera hlutina öðruvísi en þeir hafa áður verið gerðir og við höfum fært umræð- una svolítið þannig að það er ekki sjálfgefið að viðmælandi stjórni umfjölluninni. Fréttir snúast um fólk og margir geta núna vitað töluvert meira um samfélagið sem við búum í. Við fjöllum um mál sem hafa verið tabú áður. Að minnsta kosti er fólk að fylgjast með því sem við erum að gera.“ ■ Latíndrottningin og söngkonanSelena Quintanilla-Perez var skotin til bana á þessum degi árið 1995. Hún var aðeins 23 ára gömul en hafði náð miklum vinsældum og var án efa vinsælasti latínpopp- söngvari heims þegar hún lést. Hún hafði hlotið Grammy-verðlaun árið áður og fimm tónlistarverð- laun í Tejano, heimabæ sínum, árið sem hún var myrt. Viðskiptafélagi og stofnandi fyrsta aðdáendaklúbbs Selenu var handtekinn fyrir morðið nokkrum klukkustundum eftir að árásin á Selenu var gerð. Selena hafði rekið konuna fyrir fjárdrátt skömmu áður en þegar lögreglan hafði upp á henni hafði hún lokað sig inni í bíl og beindi skammbyssu að höfði sér. Faðir Selenu uppgötvaði söng- hæfileika dóttur sinnar þegar hún var 10 ára gömul og var óþreytandi við að koma henni á framfæri auk þess sem Selena sjálf missti aldrei trúna á að hún gæti slegið í gegn. Um 20 þúsund manns vottuðu söng- konunni virðingu sína nokkrum dögum eftir að hún lést en kista hennar lá í ráðhúsi Corpus Christi. Mikill fjöldi fylgdi síðan söngkon- unni ungu til grafar og blóm og samúðarkort voru lögð fyrir utan heimili hennar og fyrir framan hót- elherbergið þar sem hún var skotin í bakið. ■ ■ Þetta gerðist 1889 Byggingu Eiffel-turnsins lýkur formlega. 1896 Whitcomb Judson fær einkaleyfi á uppfinningu sinni sem lagði grunninn að rennilásnum eins og hann er í dag. 1913 Fjárfestirinn J.P. Morgan deyr. 1917 Bandaríkjamenn kaupa Jómfrúar- eyjar af Dönum. 1921 Kolanámumenn í Bretlandi fara í verkfall. 1931 Knute Rockne, knattspyrnuþjálfari Notre Dame, ferst í bílslysi. 1932 Ford-verksmiðjurnar kynna V-8 vélina til sögunnar. 1938 Lögfræðingurinn Clarence Dar- row sem er m.a. frægur fyrir Aparéttarhöldin og að verja morðingjana Leopold og Loeb deyr. Söngleikurinn Oklahoma!, eftir Rodgers og Hammerstein er frumsýndur á Broadway. 1991 Varnarsamningurinn sem kennd- ur er við Varsjárbandalagið renn- ur út. SELENA Var myrt árið 1995. Tveimur árum síðar var gerð kvikmynd um stutta ævi söngkon- unnar þar sem engin önnur en Jennifer Lopez fór með aðalhlutverkið. 22 31. mars 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Afmæli ■ Andlát Ásdís Kjartansdóttir, Bugðustöðum, Hörðudal, lést föstudaginn 26. mars. Helga Stefánsdóttir, Þykkvabæ III, Landbroti, lést laugardaginn 27. mars. Guðríður Jóhanna Jóhannsdóttir, Hraunbergi, Hafnarfirði, lést föstu- daginn 26. mars. Gunnþórunn Helga Jónsdóttir, elli- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, áður Akralandi 3, Reykjavík, lést föstu- daginn 19. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ólafur Pálsson, frá Ytri-Björgum, Mýrar- braut 7, Blönduósi, lést föstudag- inn 26.mars. Reynir Magnússon prentari, lést mið- vikudaginn 17 mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigríður Halldórsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður Framnesvegi 7, lést sunnudaginn 28. mars. Sigrún Áskelsdóttir, frá Bassastöðum, síðast til heimilis á dvalarheimil- inu Höfða, Akranesi, lést laugar- daginn 27. mars. Steinunn Þorsteinsdóttir, Ennisbraut 8, Ólafsvík, lést sunnudaginn 28. mars. Sigurður A. Magnússon rithöfundur er 76 ára. 31. mars 1995 SELENA ■ Þessi vinsæla söngkona var skotin í bakið af viðskiptafélaga sínum. Hún lést af völdum árásarinnar klukkustund síðar. Selena var aðeins 23 ára gömul og naut gríðarlegra vinsælda fyrir latínpopp sitt. Afmæli KRISTJÁN GUY BURGESS ■ er 31 árs. Var næstum því aprílgabb, níu mánuðum fyrir tímann. AL GORE Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna er 56 ára í dag. 31. mars Kvikmyndin Salt í leikstjórnBradley Rust Gray og fram- leidd af Soandbrad og Cut’n Paste Íslandi var valin besta myndin af dómnefnd unga fólksins, Prix du Jeune public européen, á kvik- myndahátíðinni í Rouen í Frakk- landi og tók Brynja Þóra Guðna- dóttir, aðalleikari myndarinnar, á móti verðlaununum. Myndin, sem er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd, hefur áður hlotið Caligari-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín auk þess að hljóta verðlaun á kvik- myndahátíðum í Suður-Kóreu og í London. Leikarar eru allir íslenskir og segir Bradley hafa laðast að þeirri hugmynd að nota óreynda leikara þegar hann rakst á Brynju Þóru Guðnadóttur, sem leikur að- alhlutverk myndarinnar, á göng- um Listaháskólans. „Hún smell- passaði við hugmyndir mínar um Hildi,“ segir hann. Í hlutverki mömmunnar er fyrrum skúlptúr- kennari hans, Svava Björnsdóttir, og aðra aðalleikara rakst hann á þegar hann var á gangi út í bæ. Myndin gerist á Stöðvarfirði þar sem bæjarbúar leika öll auka- hlutverk. „Mér finnst það fallegur og einstakur fjörður fyrir Ísland, vegna stærðarinnar. Svo er bær- inn í andhverfu þess,“ sagði Bradley um tökustaðinn en þang- að kom hann fyrst 1993 til að iðka skúlptúrgerð. „Þegar ég ákvað að gera myndina sögðu allir að það myndi enginn hafa áhuga á mynd á íslensku sem gerist á Íslandi en það er ekki tilfellið. Ísland virðist vera mjög framandi land í hugum fólks og svo er þetta ástarsaga sem hefur því mjög almennar skírskotanir.“ ■ Verðlaun KVIKMYNDIN SALT ■ Valin besta myndin af dómnefnd unga fólksins á kvikmyndahátíðinni í Rouen. Val unga fólksins Afmælið er fjölskylduviðburður KRISTJÁN GUY BURGESS Segist ekki vera skírður í höfuðið á þekktum breskum föðurlands- svikara sem njósnaði fyrir Rússa. Hvað vildir þú heita ef... „Mér þótti alltaf nokkuð hvers- dagslegt að heita Jón,“ segir Jón Ólafsson heimspekingur. „Alveg þangað til ég hafði nægan þroska til að meta nafnið en það gerðist ekki fyrr en upp úr þrítugu. Dag- inn sem ég fæddist gerðist veru- legt rok, þess vegna var talað um að það væri réttast að láta mig heita Kári. Ef þau hefðu haft nægilegan kjark og breytt út af venjunni hefði ég kannski heitið það. Ég óx upp með þessari sögu og lengi vel bar ég með mér söknuð yfir þessu nafni: Kári.“ Jón Ólafsson heimspekingur ■ Jarðarfarir 13.30 Anna Margrét Jónsdóttir frá Ak- ureyri, búsett í Danmörku, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Bjarni Einarsson fyrrverandi bæj- arstjóri á Akureyri og aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar, Brekku- gerði 30, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Erna Þorgeirsdóttir, Snorrabraut 56, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. Aðdáandi fremur morð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÚR MYNDINNI SALT Fyrsta mynd þessa bandaríska leikstjóra, sem tekin er upp á Íslandi og leikin á ís- lensku, hefur hlotið góðar viðtökur víðs- vegar um heim.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.