Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2004 Víngerðarlist! Áman stendur fyrir námskeiði í heimavíngerð þann 15. apríl n.k. kl. 19:00. Farið verður yfir ferilinn við víngerðina og gefin góð ráð. Leiðbeinendur eru starfsmenn Ámunnar. Lengd u.þ.b. 2 klukkustundir. Verð kr. 2.000- og innifalið er byrjunarsett. Þátttakendum býðst 20% afsláttur af öllum vörum Ámunnar Skeifunni á námskeiðskvöldinu. Skráning og nánari upplýsingar í síma: 533 1020 og á aman.is BYRJENDUR Í HEIMAVÍNGERÐ! NÁMSKEIÐ ÁRSKORT 50% AFSLÁTTUR Nemandi í MPA námi: Athyglisvert nám og vel saman sett Elín Granz er í mastersnámi íopinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er ráð- gjafi hjá Intrum Justitia og er því ekki í fullu námi en áður hafði hún lokið BSc-prófi í alþjóðamarkaðsfræði. „Ég hef tekið tvo kúrsa á önn,“ segir Elín og bætir við að stór hluti nemenda nýti sér einmitt þann sveigjanleika að taka námið samhliða starfi. „Kúrsarnir eru kenndir á morgnana milli 8 og 10 sem lágmarkar vinnutap auk þess sem heilasellurnar er fer- skar svona i morgunsárið.“ „Mér fannst námið afar athygl- isvert og vel saman sett,“ segir Elín um ástæðu þess að hún valdi það. „Þeir sem koma að skipulagn- ingu þess eru víðs vegar að og þekkja vel til þess hvað góður stjórnandi þarf að hafa til að bera.“ Elín telur að stjórnunarnámið gefi meðal annars góða innsýn í lagalegt og rekstrarlegt umhverfi opinbera geirans, stefnumótun, starfsmannastjórnun og hvernig opinber stjórnsýsla á Íslandi hef- ur þróast og mun þróast. Hún tel- ur að námið sé mjög áhugaverður kostur fyrir stjórnendur, hvort sem þeir tengjast einkageiranum eða hinum opinbera. „Námið hef- ur nú þegar nýst mér í núverandi starfi þrátt fyrir að ég starfi i einkageiranum.“ ■ ELÍN GRANZ Segir MPA-námið nýtast sér vel þó að hún starfi í einkageiranum. Ráðstefna um einstaklingsmiðaðnám og samvinnu nemenda verður haldin á Nordica hóteli 13. apríl, sem er þriðjudagurinn eftir páska. Á ráðstefnunni verða þrír fyrir- lestrar í sal. Tveir skólastjórar frá Noregi flytja fyrirlestra, Tilpasset opplæring i en inkluderende skole og Den nye skolen. Nye tider - nye elever. En ny skole. Júlíus Björns- sin, forstöðumaður Námsmatsstofn- unar, fjallar um einstaklingsmiðað nám og samræmd próf. Einnig verða alls 13 málstofur á ráðstefn- unni þar sem kynnt verða einstök verkefni undir yfirskriftinni Hvert örstutt spor. Að ráðstefnunni standa Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, Skólastjóra- félag Reykjavíkur og Kennarafélag Reykjavíkur. Ráðstefnan stendur frá kl. 13 til 17. Ráðstefnustjóri er Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. ■ Ráðstefna um einstaklingsmiðað nám: Nýr skóli Meistara- og diplóma- nám í opinberri stjórn- sýslu í Háskóla Íslands: Nemenda- talan hefur fjórfaldast Tæplega eitt hundrað meist-aranemar stunda í vetur MPA-nám eða diplómanám í op- inberrri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Margir þeirra eru í hlutanámi með starfi og tíu nemendur utan af landi stunda það í fjarnámi á netinu. „Námið hófst með nýju sniði síðastliðið haust og fóru undirtektir langt fram úr væntingum,“ segir Mar- grét S. Björnsdóttir, forstöðu- maður Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála við Há- skóla Íslands. „Nemendatalan fjórfaldaðist mæld í þreyttum einingum eða nemendum sem þreyta próf.“ Meistaranám í opinberri stjórnsýslu býr fólk undir fjöl- breytt störf á vettvangi ríkis, sveitarfélaga, sjálfseignarstofn- ana sem sinna verkefnum fyrir hið opinbera, félagasamtaka, ráðgjafarfyrirtækja og einka- fyrirtækja sem starfa náið með opinberum aðilum. „Námið stundar fólk með ólíkan bak- grunn og menntun og að námi loknu skilar það sér í fjölbreytt störf í opinbera geiranum eða í námunda við hann.“ Nemendur læra annars vegar almenn atriði stjórnunar og rekstrar en hins vegar er fjallað sérstaklega um þær aðstæður sem greina opinbera geirann frá einkageiranum. Nemendur geta sérhæft sig nokkuð með val- námskeiðum. Þeir geta til dæm- is tekið námskeið sem lúta að alþjóðamálum og alþjóðlegri samvinnu, menningu og menn- ingarstjórnun, stjórnun á sviði heilbrigðis- og félagsmála, stjórnun sjálfboðasamtaka svo nokkuð sé nefnt. Einnig eiga þeir þess kost að taka hluta námsins við erlenda háskóla sem bjóða MPA-nám og Háskóli Íslands hefur gert samninga við. Allar nánari upplýsingar um MPA- og diplómanámið má finna á heimasíðu námsins mpa.hi.is eða hjá Margréti S. Björnsdóttur forstöðumanni í síma 525 4254. ■ MARGRÉT S. BJÖRNSDÓTTIR Meistaranám í opinberri stjórnsýslu býr fólk undir fjölbreytt störf á vettvangi ríkis, sveit- arfélaga, sjálfseignar- stofnana sem sinna verkefnum fyrir hið opinbera, félagasamtaka, ráðgjafarfyrirtækja og einkafyrirtækja sem starfa náið með opinberum aðilum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.