Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2004 Vináttulandsleikir: Afmælisleikur Svía FÓTBOLTI Mótherjar Íslendinga í undankeppni HM 2006 leika allir vináttulandsleiki í kvöld. Íslend- ingar verða í áttunda riðli ásamt Búlgörum, Króötum, Möltumönn- um, Svíum og Ungverjum. Tilstandið verður mest hjá Sví- um en þeir leika við Englendinga í Gautaborg í tilefni af 100 ára afmæli sænska knattspyrnusam- bandsins. Svíarnir leika einnig í nýjum búningum í kvöld, gylltum að lit, en albláir varabúningar bíða betri tíma. Leikir Svía, Búlgara og Króata í kvöld eru liðir í undirbúningi þeirra fyrir Evrópumeistara- keppnina í Portúgal í sumar. Búlgarir leika við Rússa í Sófíu en Króatar mæta Tyrkjum í Zagreb. Ungverjar leika við Walesmenn í Búdapest og Möltumenn við Finna á þjóðarleikvanginum Ta’Qali. ■ GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Segist ekki hugsa um árangur í Frakklandsleikjunum heldur uppbyggingu. HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, lítur öðruvísi á leikina gegn Frökkum heldur en venjulega. Hann sagði að það væri mikilvægt að fá tækifæri til að leyfa ungu strák- unum að spreyta sig. „Við verð- um að færa fórnir. Þessir strákar þurfa að fá tækifæri, þeir eru framtíð landsliðsins og ef það þýðir að úrslitin í nokkrum vin- áttuleikjum verða okkur óhag- stæð þá er ég tilbúinn til að fórna þeim. Ég hef verið óhræddur við að taka unga menn inn í hópinn og tel að þeir verði að fá að þroskast sem landsliðsmenn í ákveðnum skrefum. Það er ekki bæði sleppt og haldið í þessu,“ sagði Guðmundur. Íslenska liðið spilar seinni leik sinn gegn Frökkum í kvöld í Lorient og sagði Guðmundur að allir heila og í góðu formi. „Við munum að sjálfsögðu reyna að ná sem hagstæðustum úrslitum en ég hef engar áhyggjur af úrslit- um leiksins. Við horfum á annað í þessum leik og úrslitin sem slík hafa ekki forgang,“ sagði Guð- mundur. ■ FREDRIK LJUNGBERG Hefur leikið 39 A-landsleiki með Svíum. Úrslitin ekki höfuðatriði Guðmundur Guðmundsson leggur áherslu á að ungu leikmennirnir fái tækifæri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.