Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2004 Upplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.is Vatnaskógur – sumarbúðir fyrir hressa stráka – úr harðsperrum eftir viðburðaríkan dag í Vatnaskógi N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 7 0 3 • s ia .i s Skráning hefst 31. mars kl. 8.00 Alveg að drepast Thierry Henry bálvondur út í Manchester United: Ber enga virðingu fyrir þeim FÓTBOLTI Franski framherjinn Thierry Henry vandar Manchest- er United ekki kveðjurnar í viðtali í gær en hann heldur því fram að félagið hafi reynt að komi róti á leikmannahóp Arsenal með því að dreifa sögusögnum um að hann og félagi hans Lauren hefðu lent í slagsmálum eftir leikinn gegn Manchester United á sunnudag- inn. „Þeir gátu ekki sært okkur á vellinum og því reyndu þeir að dreifa lygum um okkur,“ sagði Henry við Daily Mirror. „Ég ber ekki virðingu fyrir fólki sem dreifir lygum. Ég bar ekki virðingu fyrir þeim sem leik- mönnum og nú ber ég ekki virð- ingu fyrir þeim sem einstakling- um. Það kom ekki til handalögmála á milli okkar í leikmannagöngun- um. Ég sló hann ekki og hann sló mig ekki. Svoleiðis hlutir myndu aldrei gerast hjá Arsenal – við erum of sterkir og of samhentir til að það gæti gerst. Eftir að við höfðum rifist þá tókumst við í hendur og Lauren óskaði mér góðs gengis með franska landsliðinu.“ Henry sagðist fullviss um að þessi tilraun Manchester United myndi ekki skila neinu fyrir þá heldur koma í bakið á þeim. „Við munum mæta enn einbeittari til leiks og þetta atvik hvetur okkur enn frekar á laugardaginn. Þið munið sjá það ef þið fylgist með mér,“ sagði Henry. ■ Manchester United : Hagnaður upp um 32 % FÓTBOLTI Það gengur kannski ekki sem allra best hjá Manchester United innan vallar þessa dagana, en það er allt í blóma utan vallar. Félagið birti í gær hálfs árs rekstrarskýrslu sem endaði 31. janúar síðastliðinn og þar kom í ljós að hagnaður hafði aukist um 32% frá fyrra ári og var 26,8 milljónir punda. Helstu ástæður góðrar afkomu eru aukning í tekj- um af sjónvarpsútsendingum og mikil sala á vörum merktum félaginu. Launakostnaður lækkaði í kjölfar sölu leikmanna síðasta sumar og er nú 41% af heildar- veltu. ■ THIERRY HENRY ÓSÁTTUR Segist ekki bera virðingu fyrir leikmönnum Manchester United, hvorki sem knattspyrnumönnum né sem einstaklingum. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar leika til úrslita við Snæfell í Intersport- deildinni í körfubolta. Keflvíking- ar sigruðu Grindvíkinga 101-89 í oddaleik liðanna sem fram fór í Grindavík í gærkvöld. Fyrsti úr- slitaleikur Snæfellinga og Kefl- víkinga fer fram annað kvöld í Stykkishólmi. Leikurinn var jafn fram í síð- asta leikhlutann en þá sigu Kefl- víkingar fram úr og sigruðu að lokum með tólf stiga mun. Bæði lið hófu leikinn af krafti og skipt- ust á um að hafa forystuna fram eftir fyrsta leikhluta. Grindvík- ingar skoruðu sjö síðustu stig leikhlutans og leiddu 28-22 að hon- um loknum. Þeir hófu annan leik- hlutann af krafti og náðu tólf stiga forskoti, 38-26, en þá tóku gestirn- ir leikhlé. Fyrirskipanir þjálfar- anna hrifu og minnkuðu gestirnir muninn í 38-37 á skömmum tíma. Grindvíkingar náðu frumkvæðinu að nýju og leiddu 49-46 í hléi. Nick Bradford fór hamförum í upphafi þriðja leikhluta og skor- aði þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma. Fannar Ólafsson skoraði sex stig á þessum kafla og leiddu Keflvíkingar 56-61 eftir þessa sýningu félaganna. Grindvíkingar tóku við sér og var það einkum framganga Darrels Lewis sem færði þeim forystu að nýju. Hann skoraði níu stig í röð og leiddu heimamenn 67-64 þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta. Bradford tók þá aftur af skarið og skoraði sex stig í röð, tvö þeirra með tilþrifamikilli troðslu eftir eina af mörgum stoðsendingum Arnars Freys Jónssonar. Í fjórða leikhluta bættu Kefl- víkingar jafnt og þétt við foryst- una. Fannar Ólafsson og Derrick Allen skiptust á að skora og Nick Bradford bætti enn einum þristin- um við. Mestur var munurinn fjórtán stig, 81-95, og þegar þar var komið sögu höfðu Grindvík- ingar misst Jones og Rogers af velli með fimm villur. Það var því vandalaust fyrir Keflvíkinga að tryggja sér sanngjarnan sigur og sæti í úrslitum. Nick Bradford og Fannar Ólafsson áttu bestan leik í mjög góðu liði Keflvíkinga. Bradford skoraði 31 stig, tók níu fráköst, gaf átta stoðsendingar, stal bolt- anum fjórum sinnum og varði fjögur skot. Fannar skoraði 25 stig og náði ellefu fráköstum. Derrick Allen skoraði 23 stig, tók ellefu fráköst, gaf sex stoðsend- ingar og varði fimm skot. Magn- ús Þór Gunnarsson skoraði ellef- u stig, Sverrir Þór Sverrisson sex og Arnar Freyr Jónsson fimm en hann átti einnig tíu stoðsendingar. Darrel Lewis skoraði 31 stig fyrir Grindavík, 20 þeirra í fyrri hálfleik, en honum tókst ekki að skora í fjórða leikhluta. Anthony Jones skoraði 22 stig, nítján þeirra í fyrri hálfleik, náði fimm fráköstum og átti fimm stoðsendingar. Páll Axel Vil- bergsson skoraði sextán stig og Jackie Rogers og Steinar Arason tíu hvor. ■ FANNAR ÓLAFSSON Skoraði 25 stig þegar Keflvíkingar sigruðu Grindvíkinga 101-89 í gærkvöldi. KEPPNI U23-LIÐA Dregið hefur verið í riðla í fyrstu keppni U23- liða. Í A-deild eru tólf félög í tveimur riðlum. Í A-riðli eru ÍA, Fylkir, KR, Stjarnan, Víkingur og Þróttur en FH, Fram, Grindavík, Haukar, Keflavík og Valur í B- riðli. Keppninni lýkur með úr- slitaleik mánudaginn 13. septem- ber. Í B-deild leika Afturelding, Kópavogsfélögin Breiðablik og HK; Leiknir úr Reykjavík og Reynir frá Sandgerði. SETJA FRAKKAR MET? Sigri Frakk- ar Hollendinga í kvöld verður það fimmtándi sigurleikur þeirra í röð. Fyrir leikinn deila þeir metinu með Áströlum og Brasilíumönnum sem sigruðu í fjórtán leikjum í röð árið 1997. Sigurganga Frakka hófst með 6-0 sigri á Möltumönnum í lok mars í fyrra. Þeir sigruðu í fimm leikjum í Álfukeppninni í fyrra- sumar og sex leikjum í und- ankeppni Evrópukeppninnar og unnu svo Þjóðverja og Belga í vin- áttuleikjum. ■ Fótbolti Keflavík í úrslit Keflvíkingar sigruðu Grindvíkinga í oddaleiknum og leika til úrslita við Snæfell.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.