Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Veldur hver á heldur SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Ertu me› atvinnutæki á heilanum? –hlut i af Ís landsbanka K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0 Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.  Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. Tala›u vi› sérfræ›ing! VERTU fiAR SEM FJÖRI‹ ER! Fylgstu me› dagskránni WWW.NORDUR.IS Menn eru eins misjafnir og þeireru margir. Það er alveg á hreinu. Þess vegna hljóta öll störf, embætti, pólitísk trúnaðarstörf, verkamannastörf, já hvaða störf sem er, að mótast af þeim sem gegna þeim. Vissulega er hægt að tala til dæmis um embætti forsetans án þess að vera að tala um persónu hans, það er hægt að tala um stefnu flokka án þess að tala um einstaka flokksmenn og svo framvegis. En það er í raun bara abstrakt umræða. Góð og gild fyrir sinn hatt og afar nauðsynleg, ekki má gleyma því, en snýst ekki um framkvæmd í raun- veruleikanum. VIÐ GETUM nefnilega ekki horft fram hjá því að veldur hver á heldur. Fyrirtæki sem hefur að markmiði að veita góða þjónustu getur ekki upp- fyllt markmið sín nema að hafa góða starfsmenn með fyrsta flokks þjón- ustulund. Það er alveg sama hversu góð námsskráin er ef kennarinn sem á að vinna eftir henni leggur ekki alúð í starfið. Stjórnmálaflokkur get- ur haft göfuga og góða stefnu en lið- ónýta þingmenn sem eiga að tala fyr- ir stefnunni og koma henni í fram- kvæmd og þá er til lítils unnið. Og við getum snúið þessu við. Stundum leynast nefnilega perlur í manns- mynd þar sem þeirra er síst von. Einstaklingar sem vinna sitt afmark- aða verksvið vel þrátt fyrir erfið ytri skilyrði og ómögulega stjórnun. ÞESS VEGNA skil ég ekki þegar lítið er gert úr því að það skiptir máli hverjir eru hvar. Það skiptir máli hver er forseti, hverjir eru þingmenn og formenn flokka, hverjir kenna börnunum okkar og taka á móti okkur í opinberri stofnun, alveg sama hversu skýrar línur og fyrir- mæli þetta fólk hefur. Þeir sem mót- mæla þessu hafna mannlegu eðli eða gera ráð fyrir að menn séu vélar. Það er nefnilega ekki sama Ólafur eða Vigdís, Össur eða Ingibjörg, Björn eða Geir og þar fram eftir götunum. Það hlýtur alltaf að skipta máli hver á heldur. Stundum er annar betri en hinn, stundum bara öðruvísi en aldrei eins. Sá sem höfðar til mín, höfðar alls ekki til einhvers annars og svo framvegis. Þetta er jú einmitt galdurinn í lífi okkar mannanna. Það eru engir tveir eins. Sem betur fer.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.