Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 01.04.2004, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FIMMTUDAGUR FRÉTTIR EÐA SKEMMTIEFNI? Guðmundur Andri Thorson er aðalfyrir- lesari á málþingi ReykjavíkurAkademí- unnar í dag. Málþingið ber yfirskriftina „Eru fréttir skemmtiefni?“ Málþingið verð- ur haldið í sal Akademíunnar, Hringbraut 121, og hefst klukkan 16. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HLÝNAR Í BORGINN Auk þess sem þar verður hæglætisveður. Dálitlar skúrir um sunnan- og vestanvert landið. Áfram milt víðast hvar. Sjá síðu 6. ● mannlíf í maputo ● þórir og gunnar skrifa London eins og hippaborg ferðir o.fl. Björgvin Franz Gíslason: ▲ SÍÐUR 38 & 39 1. apríl 2004 – 91. tölublað – 4. árgangur ● neytendasamtökin ● tilboð Fær sér soðningu hvunndags neytendur o.fl. Andrea Gylfadóttir: ▲ SÍÐUR 40 & 41 STÓRFELLT HASSSMYGL Íslenskir tvíburabræður og þýskur karlmaður hafa verið ákærðir fyrir að smygla 27 kílóum af hassi hingað til lands. Tveir mannanna hlutu á síðasta ári þunga dóma fyrir fíkni- efnabrot. Sjá síðu 2 BANASLYS Í UMFERÐINNI 91 pró- sent banaslysa í umferðinni árið 2002 urðu í dreifbýli. Útafakstur er nær helmingur slysa sem rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsakar. Sjá síðu 6 UPPÞOT Í FALLUJAH Æstur múgur dró brunnin og limlest lík fjögurra verktaka um götur borgarinnar Fallujah í Írak í gær. Mennirnir unnu fyrir bandaríska her- námsliðið. Sjá síðu 6 TAP GEGN ALBÖNUM Íslenska landsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut, 2- 1, fyrir því albanska í vináttulandsleik þjóð- anna í Tírana í gærkvöld. Þórður Guðjóns- son skoraði mark íslenska liðsins sem náði sér aldrei á strik. Sjá síðu 57 HEIMSMET Gunnar Sigurjónsson, 43 ára sóknarprestur í Digranes- prestakalli, er sterkasti prestur í heimi. Í gær lyfti hann tvö hund- ruð kílóum í réttstöðulyftu en fyrra metið í prestastétt var 124 kíló. Það átti bosníski presturinn Ante Ledic. Gunnar frétti af þessu óform- lega meti bosníska prestsins í fjöl- miðlum. „Þegar ég heyrði tölurn- ar þá hugsaði ég með mér: nei – ég get snýtt honum þessum,“ segir Gunnar. Gunnar segir Ledic vera merkilegan mann en hann starfar meðal stríðshrjáðra og hefur starfað að því að eyða fordómum milli kristinna og múslima í Bosn- íu og hefur meðal annars sætt morðtilraun af hendi öfgamanna. Gunnar fór inn á heimasíðu Guinness-heimsmetabókarinnar og lét vita af meti sínu og vonast til þess að fá það skráð opinber- lega. Í erindi til Guinness óskar Gunnar eftir að fá tækifæri til að setja metið, með löglegum eftir- litsaðilum þann 18. júní næstkom- andi. Hann stefnir á þátttöku í heimsmeistaramóti öldunga á næsta ári og segist aldrei hafa verið í betra formi en nú. Gunnar segir að allar íþróttir gagnist mönnum í leik og starfi og aðspurður um hvort það nýtist sérstaklega vel í starfi sóknar- prests að hafa slíka krafta í köggl- um svarar Gunnar: „Þú getur rétt ímyndað þér“. ■ UPP FÓRU TVÖ HUNDRUÐ Sr. Gunnar Sigurjónsson lyfti tvö hundruð kílóum í réttstöðulyftu í gær. Með honum eru æfingafélagar hans, Björn Bragason og Daníel Hafsteinsson. ALÞINGI Gunnar Örn Örlygsson, Frjálslynda flokknum, gagnrýndi meðferð þingmannamála í þingnefnd- um á Alþingi í gær, sagði þau jafnan mæta afgangi í vinnslu nefnda, á meðan mál framkvæmdavaldsins hlytu skjóta meðferð. Hann sagði yfirganginn svo mikinn, að á jafnvel síðustu dögum fyrir þinghlé, hefði stórum og yfirgripsmiklum málum framkvæmdavaldsins verið skotið framfyrir þingmannamál, sem jafn- vel mánuðum saman hefðu beðið eftir eðlilegri afgreiðslu. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis, lét þess getið að 180 mál biðu nú afgreiðslu þingsins. „Slík vinnubrögð getum við ekki kallað heilbrigt lýðræði. Það er harkalega vegið að lýðræðinu þegar þingmannamál eru látin daga uppi í nefndum. Það er óvirðing gagnvart þingmönnum og þeim sem eiga hags- muna að gæta í viðkomandi málum,“ sagði Gunnar Örn. Hann sagðist ekki efast um að meirihluti þingmanna vilji breyta starfsháttum þingnefnda og hvatti stjórnarliða og stjórnarandstæðinga til að taka höndum saman, breyta gömlum og ólýðræðislegum hefðum í störfum þingnefnda og huga alvar- lega að uppstokkun á starfstíma Alþingis. Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, sagði stjórnarfrumvörp lögð fram með fulltingi meirihluta þingsins, sem ríkisstjórnin styðst við, og ekki væri óeðlilegt að þau mál fengju greiðan aðgang í störfum þingsins. „Hvað þingmannamálin varðar þá er það rétt að allur gangur er á því hvernig unnið hefur verið í þeim í þingnefndum og ég tek undir þau sjónarmið að eðlilegt er að þingnefnd- ir og þingið starfi lengur á hverju ári en nú er. Ég tel fráleitt að þingið ljúki störfum 7. maí og að þingnefndir séu aðgerðalausar til 1. október,“ sagði Kristinn. bryndis@frettabladid.is SIMON COWELL Kemur í dag og dæmir í hraðkeppni í Austurbæ. Skjár einn með samning: Keppt í Idol IDOL Skjár einn hefur tryggt sér rétt á Idol-keppninni. Simon Cowell kemur til landsins í dag af því tilefni. Jafnframt verður efnt til keppni á meðan Cowell verður hér. Keppnin verður í Austurbæ og hefst klukkan 10.30. Þrír bestu söngvararnir munu keppa í sérstakri keppni í Ástralíu í sumar. Bubbi Morthens dæmir ásamt Cowell. Sjá nánar bls. 4. Kvikmyndir 50 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 46 Sjónvarp 52 Harkalega vegið að lýðræðinu Þingmaður Frjálslynda flokksins segir vinnubrögðin á Alþingi ólýðræðisleg og sakar framkvæmdavaldið um yfirgang. Hann vill stytta sumarfrí þingmanna til að auka afköstin á Alþingi. Stjórnarliði tók undir lengri starfstíma þingsins. Sr. Gunnar Sigurjónsson í Digranesprestakalli: Sterkasti prestur í heimi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA OPEC-ríkin: Dregið úr framleiðslu VÍN, AP OPEC, samtök ríkja sem framleiða um þriðjung af olíu heimsins, ákváðu á fundi sínum í Vín í Austurríki í gær að fyrir- hugaður samdráttur í olíufram- leiðslu tæki gildi á morgun eins og ráð var fyrir gert. Tillögurn- ar gera ráð fyrir að heildar- framleiðsla á dag minnki um milljón tunnur. Verð á hráolíu lækkaði við tíðindin enda höfðu markaðir þegar gert ráð fyrir þessari ákvörðun. Sérfræðingar telja að verð tunnu geti hækkað í fjörtíu Bandaríkjadali í nánustu fram- tíð. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.