Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 14
14 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR KEPPT Í BAKSTRI Heimsmeistarakeppni í pitsubakstri var haldin í bænum Salsomaggiore á Ítalíu í gær. Keppendur frá tíu þjóðlöndum reyn- du með sér og var keppt í sex flokkum. Frumvarp um olíugjald og kílómetragjald: Núverandi þunga- skattskerfi lagt niður ALÞINGI Fjármálaráðherra mun á næstu dögum leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um olíugjald og kílómetragjald, en með því er lagt til að núverandi þungaskattskerfi, sem byggir á lögum um fjáröflun til vegagerðar, verði lagt niður og í staðinn komi olíugjald ásamt sér- stöku kílómetragjaldi á ökutæki, sem eru yfir 10 tonn að leyfðri heildarþyngd. Olíugjaldið verður lagt á sömu aðila og þungaskatturinn, eða eig- endur ökutækja sem knúin eru dísilolíu, en þeir sem eru undan- þegnir þungaskatti í dag, verða und- anþegnir olíugjaldi, þar sem dísil- olía til þeirra verður lituð og þannig aðgreind frá hinni gjaldskyldu dísilolíu. Með þessu er verið að stuðla að notkun á sparneytnari og umhverf- isvænni ökutækjum og dísilknúnar fólksbifreiðar verða álitlegri kostur fyrir einstaklinga en verið hefur. Með sérstöku kílómetragjaldi á þyngri bifreiðar verður gjaldtakan meira í samræmi við það slit sem þær valda á vegakerfinu. Stefnt er að því að ný lög taki gildi næstu áramót, en líklegt er að samsetning bifreiðaflotans breytist og dísilbifreiðum fjölgi á kostnað bensínbifreiða. Sú breyting er talin leiða til þess að eldsneytiskostnaður þjóðarbúsins lækkar þar sem dísil- bifreiðar nota ódýrara eldsneyti. ■ Kvartanir teknar alvarlega Ríkisskattstjóri hefur ekki hafið formlega rannsókn á því hvers vegna tilskilin gjöld erlendra verkamanna við Kárahnjúka hafa ekki skilað sér í sjóði viðkomandi sveitarfélaga. SKATTAMÁL Indriði H. Þorláksson rík- isskattstjóri segir af og frá að skattayfirvöld taki kvartanir sveit- arstjórna Fljótsdalshrepps og Norð- ur Héraðs ekki alvarlega þó að skattskil verk- takafyrirtækisins Impregilo séu ekki formlega í rannsókn hjá embættinu. „Það kemst ekkert fyrirtæki upp með að greiða ekki skatta og ef ein- hver vafi leikur á þá skoðum við þau mál af kost- gæfni. Meðan Ríkisskattstjóri tjáir sig ekkert um einstök mál þá er ljóst að miðað við málflutning sveitarstjórnarmanna fyrir austan þá eru hnökrar á því að skattar og gjöld skili sér með eðlilegum hætti.“ Komið hefur fram að hvorugt viðkomandi sveitarfélaga hefur fengið útsvargreiðslur vegna erlendra starfsmanna, hvorki frá Impregilo né erlendum undirverk- tökum þeirra. Um talsverða hags- muni er að ræða fyrir bæði sveitar- félögin sem bæði eru smá og munar um hvern eyri í sjóði sína. Herma heimildir að bæði hafi einnig gert ráð fyrir að þessar greiðslur skiluðu sér með venjulegum hætti en um nokkrar milljónir króna mun vera að ræða. Indriði segir tvær skýringar geta verið á því hvers vegna sveitarfélög fái ekki í sinn hlut tilskilin gjöld og skatta þegar um erlenda aðila er að ræða. „Annars vegar getur það staf- að af því að búseta þeirra fer á milli mála og ekki er rétt staðið að skrán- ingu þeirra í þjóðskrá. Sé um slíkt að ræða eru sveitarfélögin ekki alveg óábyrg. Hins vegar kann að vera að þeir sem launin greiða hafi ekki staðið skil á upplýsingum og greiðsl- um eins og vera ber. Þá er það á valdsviði Ríkisskattstjóra að taka á því ef það reynist raunin.“ Indriði ítrekar að fyrirtækjum sé skylt að halda eftir staðgreiðslu skatta og þannig sé hægt að tryggja að gjöld starfsmanna sem þegar hafa yfirgefið landið komist til skila. albert@frettabladid.is Stofnfjáreigendur SPRON: Fá 21% arð af stofnfé VIÐSKIPTI Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis fá greiddan út tuttugu og eins prósents arð af stofnfé sínu auk þess sem bréfin verða endurmetin um fimm prósent í takt við verðlagsbreytingar á árinu en stofnfé í sparisjóðum er verðtryggt. Þetta þýðir að arður stofn- fjáreigenda er alls tuttugu og sex prósent að nafnvirði fyrir árið 2003. Arðgreiðslan var samþykkt á aðalfundi SPRON í fyrradag og er samkvæmt tillögu stjórnar. ■ „Miðað við málflutning sveitarstjórn- armanna fyrir austan þá eru hnökrar á því að skattar og gjöld skili sér með eðlileg- um hætti. Sveitarstjóri Hríseyjar um uppsagnir: Gríðarlegt áfall ATVINNUMÁL Öllum starfsmönn- um Íslensks sjávarfangs, fjórt- án talsins, hefur verið sagt upp. Tíu stöðugildi voru í Hrísey en heildarfjöldi á vinnumarkaði þar er um eitt hundrað. Þar hafa því um tíu prósent vinnufærra manna misst vinnuna. „Þetta er gríðarlegt áfall. Þetta er eins og tuttugu þúsund manns færu á einu bretti á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ragnar Jörundsson sveitar- stjóri. Hann segir aðkomu sveitar- félagsins að fjárhagslegri end- urskipulagningu Íslensks sjáv- arfangs ekki fyrirhugaða enda hafi sveitarfélagið ekki bol- magn til þess. Ragnar segir að vandræðin í Hrísey megi rekja til fiskveiði- stjórnunarkerfisins en árið 2000 reið einnig áfall yfir Hríseyinga þegar allur kvóti og landvinnsla var flutt úr eynni. „Þetta er ekki Hríseyingum að kenna. Hér hefur ekki verið fjár- festinga- eða framkvæmda- fyllirí. Það datt engum það í hug þegar KEA var að byggja hér allt upp að þeir gætu farið á einu bretti með allt í burtu. Þetta er ósanngjarnt kerfi,“ segir Ragnar. Hann er þó bjartsýnn á fram- tíð Hríseyjar. „Eyjan er perla Eyjafjarðar og hún á eftir að rísa upp. Það tekur bara tíma,“ segir hann. ■ HÁSPENNULÍNUR Ástæða þykir að rannsaka hvort fylgni sé milli rafsegulmengunar og barnahvítbæðis. Barnahvítblæði: Háspennu- línur gætu verið orsaka- valdur BRETLAND Breska ríkisstjórnin hefur óskað eftir rannsókn á því hvort fylgni sé á milli rafsegul- mengunar frá háspennulínum og barnahvítblæði. Geislavarn- arráð Bretlands hefur skýrt frá því að töluverð rafsegulmengun til lengri tíma tvöfaldi líkurnar á barnahvítblæði. Ekki var hægt að sýna fram á einstök dæmi þar sem áhrifin voru með beinum hætti en að sögn ráðsins þykir ástæða til þess að kanna fylgnina frekar því í stærra úrtaki kæmi betur í ljós hvort um fylgni gæti verið að ræða. ■ ÞUNGASKATTSMÁLIÐ LOKS Í ÞINGSALI Geir H. Haarde fjármálaráðherra mun á næstu dögum leggja fram frumvarp um niðurlagningu núverandi þungaskattkerfis en í staðinn verður tekið upp olíugjald og kílómetragjald. RAGNAR JÖRUNDSSON Sveitarstjórinn segir áfallið mikið en er bjartsýnn á framtíð Hríseyjar. AÐALVINNUBÚÐIR IMPREGILO VIÐ KÁRAHNJÚKA Enn bólar ekkert á skattgreiðslum erlendra verkamenna við Kárahnjúka og viðkomandi sveitarfélög að missa þolinmæðina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E M IL Þ Ó R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.