Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.04.2004, Blaðsíða 20
20 1. apríl 2004 FIMMTUDAGUR KRÖFUGANGA Í LILLE Franskur járnbrautastarfsmaður heldur á blysi í kröfugöngu í Lille í Frakklandi. Þús- undir manna söfnuðust saman í miðborg Lille í gær til að mótmæla einkavæðingu járnbrauta. Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum: Vill breyta kennitölukerfinu ALÞINGI Sigurjón Þórðarson, Frjáls- lynda flokknum, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Hag- stofu Íslands verði falið að gera út- tekt á þeim forsendum sem liggja að baki kennitölukerfi einstaklinga hér á landi. Hann vill að þetta verði borið saman við kennitöluformið í nágrannaríkjunum með tilliti til þess hvort þar sé notast við sam- bærilegt kerfi til auðkenningar og hvort í þeim felist augljósar per- sónuupplýsingar. Samkvæmt tillögunni yrðu metnir kostir og gallar þess að taka upp nýtt kerfi sem væri laust við persónuupplýsingar og gæti staðið við hlið núverandi kennitölukerfis, þannig að fólk hefði val um kennitölu. „Bent hefur verið á að kenni- tölur séu notaðar óhóflega hér á landi og þeim mun bagalegra þykir fólki að þurfa sífellt að veita persónulegar upplýsingar, ef það kærir sig ekki um það. Það eru sjálfsögð réttindi að fólk geti valið um það hvort það veitir persónulegar upplýsingar á borð við fæðingardag sinn og ár eða ekki,“ segir í greinar- gerð. ■ Kvenréttindafélag Íslands: Staða kvenna í Íslands- banka vonbrigði VIÐSKIPTI Kvenréttindafélag Ís- lands lýsir yfir miklum von- brigðum með nýlegar skipulags- breytingar í Íslandsbanka og áhrif breytinganna á stöðu kvenna. Í ályktun Kvenréttinda- félagsins segir að fyrir kaup Ís- landsbanka á Sjóvá-Almennum tryggingum hafi bankaráðið ver- ið skipað sex körlum og einni konu og sama skipting hafi verið í stjórn tryggingafélagsins. Bæði hafi fyrirtækin verið fyrir- myndir og mjög leiðandi í jafn- réttisumræðu á Íslandi undan- farin ár. Nýjar stjórnir þessara félaga hafi enga konu innan sinna vé- banda. Þeir nýju framkvæmda- stjórar sem komi til starfa í félögunum séu allir karlkyns. Kvenréttindafélag Íslands lýs- ir yfir miklum vonbrigðum með áhrif þessara breytinga á stöðu kvenna í Íslandsbanka og væntir þess að sjá jafnara hlutfall kynja sem fyrst bæði í bankaráði og yfirstjórn bankans. ■ Námslán fyrir skólagjöldum í háskólum: Hálfur millj- arður á ári SKÓLAGJALDALÁN Kostnaður LÍN vegna affalla og niðurgreiðslu útlánavaxta er um 45-50% skólagjaldalána og þar með endurgreiða lántakendur að meðaltali um 50-55% lánanna. ALÞINGI Veitt skólagjöld fyrir nám á Íslandi á skólaárinu 2002- 2003 námu 263 milljónum króna. Þar af voru 195 milljónir vegna háskóla og 68 milljónir vegna sérskóla. Skólagjöld fyrir nám erlendis námu 300 milljónum, sem er ríflega helmingur af þeirri heildarfjárhæð sem veitt var til námslána á skólaárinu. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrir- spurn Katrínar Júlíusdóttur, Samfylkingunni, um námslán fyrir skólagjöldum Skólaárið 2001-2002 nam heildarupphæðin 512 milljónum, en 213 milljónum var úthlutað í skólagjöld fyrir nám hérlendis og 299 milljónir fóru til greiðslu námslána í útlöndum. Fjöldi lán- þega með skólagjaldalán á Ís- landi var 1.130 árið 2002-2003 og er það nokkur fjölgun frá árinu á undan, þegar 932 þáðu lán. Alls fengu 345 manns lán vegna náms erlendis á þessu tímabili, en þeir voru 317 skólaárið á undan. Meðallán á Íslandi í fyrra hljóð- aði upp á 232 þúsund krónur, en meðallán fyrir nám erlendis var 870 þúsund krónur. Í svari ráðherra kemur fram að gera megi ráð fyrir að kostn- aður LÍN vegna affalla og niður- greiðslu útlánavaxta sé um 45- 50% skólagjaldalána og þar með endurgreiði lántakendur að með- altali um 50-55% lánanna. ■ Slasaður ökumaður: Lamaður á hrað- braut í 36 tíma TEXAS, AP Maður sem slasaðist í umferðarslysi á hraðbraut í Texas lá lamaður á bak við vegatálma í 36 klukkustundir. Ed Theisen, sem er 46 ára, lá hálsbrotinn á veginum og átti enga möguleika á að gera vart við sig. Eftir hálfan annan sólahring kom maður sem sat aftan á pallbíl auga á hann og gerði lögreglu við- vart. „Lögreglumaðurinn ýtti við honum með kylfu þar sem hann hélt að þetta væri lík en hann var sprelllifandi,“ sagði eiginkonan Debora Rodeffer-Theisen. Ed Theisen hafði lent í aftaná- keyrslu og var að skiptast á upp- lýsingum við hinn ökumanninn þegar hann fékk aðsvif og féll til jarðar á bak við vegatálma. Hinn maðurinn hélt að hann hefði stungið af. ■ Tillögur um breytingar á samflykktum sjó›sins er a› finna á heimasí›u KB banka, www.kblifeyrir.is, og í höfu›stö›vum KB banka a› Borgartúni 19. Stjórn sjó›sins hvetur sjó›félaga til a› mæta á fundinn. 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Kynning ársreiknings. 3. Tryggingafræ›ileg athugun. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins. 5. Kjör endursko›anda. 6. Tillögur um breytingar á samflykktum sjó›sins. 7. Laun stjórnarmanna. 8. Sameining Frjálsa lífeyrissjó›sins og Séreignalífeyrissjó›sins. 9. Önnur mál. DAGSKRÁ Stjórn Frjálsa lífeyrissjó›sins minnir á ársfundinn í dag, fimmtudaginn 1. apríl, á Nordica hotel, Su›urlandsbraut 2 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17.15. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / sia .is / N M 1 1 6 8 1 Aðildarfélög BSRB: Fimm sam- einast í eitt FÉLÖG Fimm af átta aðildar- félögum innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á Norðurlandi hafa sameinast í stéttarfélaginu Kili eftir at- kvæðagreiðslur innan hvers félags fyrir sig. Verða höfuð- stöðvar félagsins á Akureyri og er heildartala félaga tæp- lega þúsund manns. Markmiðið með sameiningunni er að efla enn frekar það félagsstarf sem fram fer á félagsvæðinu og veita félagsmönnum betri þjónustu en hefur tíðkast hing- að til. ■ ALÞINGI Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vill að metnir verði kostir og gallar þess að taka upp nýtt kennitölukerfi sem væri laust við persónuupplýsingar og gæti stað- ið við hlið núverandi kennitölukerfis, þannig að fólk hefði val um kennitölu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HEILDARUPPHÆÐ SKÓLAGJALDALÁNA (í milljónum króna) 2001-2002 2002-2003 Ísland 212 263 Erlendis 299 300 MEÐALLÁN (í þús. króna) 2001-2002 2002-2003 Ísland 228 232 Erlendis 944 870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.